Fimm ný andlit í bæjarstjórn Akureyrar: Meirihlutinn heldur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. maí 2018 10:00 Hér má sjá bæjarfulltrúa á Akureyri á komandi kjörtímabili. vísir/Gvendur Bæjarstjórn Akureyrar sem er skipuð 11 bæjarfulltrúum tekur breytingum því fimm fulltrúar koma nýir inn. Framsóknarflokkur, L-listinn og Samfylkingin gerðu með sér samning um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar árin 2014-2018 og hann heldur þegar úrslitin eru ráðin. Sjálfstæðisflokkur er stærstur. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í bæjarstjórn Akureyrar þegar úrslit sveitarstjórnarkosninga liggja fyrir. Fast á hæla Sjálfstæðisflokksins fylgir L-listinn með 20,9% atkvæða og þá náði Framsóknarflokkurinn feikilega góðri kosningu og endar með 17,5% atkvæða. Píratar, sem buðu fram í fyrsta sinn til bæjarstjórnar á Akureyri, náðu ekki nægilega mörgum atkvæðum og ná ekki fulltrúa inn í bæjarstjórn.Sjálfstæðisflokkur stærsturSjálfstæðisflokkurinn tapar 2,9% fylgi frá því síðast var kosið í sveitarstjórnarkosningum árið 2014 en er samt stærsti flokkurinn þegar úrslit liggja fyrir. Flokkurinn er með 22,9% atkvæða og hefur tryggt sér þrjá bæjarfulltrúa: Gunnar Gíslason, Evu Hrund Einarsdóttur og Þórhall Jónsson.L-listinn fær 2 bæjarfulltrúaFast á hæla Sjálfstæðisflokksins kemur síðan L-listinn með 20,9% atkvæða og er því með 2 bæjarfulltrúa; Höllu Björk Reynisdóttur, flugumferðarstjóra og Andra Teitsson, verkfræðing. Fylgið stendur nokkurn veginn í stað frá síðustu kosningum því síðast náði L-listinn 21,1% atkvæða. L-listinn hefur keyrt kosningabaráttu sína á því að hafa ekki tengsl við stjórnmálaöfl á landsvísu.Framsóknarflokkurinn með góðan árangurSegja má að Framsóknarflokkurinn sé hástökkvari kosninganna því hann bætir við sig 3,3% fylgi frá því síðast var kosið í sveitarstjórn. Framsókn er með 17,5% fylgi. Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Ingibjörg Ólöf Isaksen eru áfram fulltrúar Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Akureyrar.Hilda Jana Gísladóttir er landsmönnum að góðu kunn fyrir störf sín í fjölmiðlum. Hún er oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri.Vísir/Auðunn NíelssonSamfylkingin fær tvo bæjarfulltrúaSamfylkingin náði góðri kosningu fyrir norðan og endar með 16,8 atkvæði. Flokkurinn, með Hildu Jönu Gísladóttur í broddi fylkingar, náði inn tveimur mönnum. Auk Hildu Jönu náði Dagbjört Elín Pálsdóttir að tryggja sér sæti í bæjarstjórn.Miðflokkurinn nær góðri kosninguMiðflokkurinn bauð í fyrsta sinn fram til bæjarstjórnar og náði ekki síður góðum árangri. Flokkurinn endar með 8,1% atkvæða og Hlynur Jóhannsson því búin að tryggja sér sæti í bæjarstjórn.Sóley Björk Stefánsdóttir, oddviti Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, er bæjarfulltrúi á Akureyri.VG AkureyriSóley Björk áfram í bæjarstjórnVinstri hreyfingin – grænt framboð, með Sóleyju Björk Stefánsdóttur í broddi fylkingar, heldur sínum bæjarfulltrúa og er með 9,4% atkvæða. Píratar, sem buðu fram í fyrsta sinn til bæjarstjórnar á Akureyri, náðu ekki nægilega mörgum atkvæðum og ná ekki fulltrúa inn í bæjarstjórn.Fimm ný andlit í bæjarstjórn AkureyrarÚrslit kosninganna sýna að fimm fulltrúar koma nýir inn en það eru þau Halla Björk Reynisdóttir og Andri Teitsson frá L-listanum, Hlynur frá Miðflokki, Þórhallur Jónsson og Hilda Jana Gísladóttir, sem landsmönnum er að góðu kunn fyrir störf sín á hinum ýmsu fjölmiðlum. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lokatölur frá Akureyri: Meirihlutinn heldur og Miðflokkurinn nær manni inn Lokatölur liggja nú fyrir í fjórða stærsta bæjarfélagi landsins, Akureyri. 27. maí 2018 03:03 Kjörsókn misjöfn eftir sveitarfélögum Á einhverjum stöðum hefur hún aukist lítillega miðað við síðustu sveitarstjórnarkosningar en annars staðar hefur hún minnkað. 26. maí 2018 13:27 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Bæjarstjórn Akureyrar sem er skipuð 11 bæjarfulltrúum tekur breytingum því fimm fulltrúar koma nýir inn. Framsóknarflokkur, L-listinn og Samfylkingin gerðu með sér samning um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar árin 2014-2018 og hann heldur þegar úrslitin eru ráðin. Sjálfstæðisflokkur er stærstur. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í bæjarstjórn Akureyrar þegar úrslit sveitarstjórnarkosninga liggja fyrir. Fast á hæla Sjálfstæðisflokksins fylgir L-listinn með 20,9% atkvæða og þá náði Framsóknarflokkurinn feikilega góðri kosningu og endar með 17,5% atkvæða. Píratar, sem buðu fram í fyrsta sinn til bæjarstjórnar á Akureyri, náðu ekki nægilega mörgum atkvæðum og ná ekki fulltrúa inn í bæjarstjórn.Sjálfstæðisflokkur stærsturSjálfstæðisflokkurinn tapar 2,9% fylgi frá því síðast var kosið í sveitarstjórnarkosningum árið 2014 en er samt stærsti flokkurinn þegar úrslit liggja fyrir. Flokkurinn er með 22,9% atkvæða og hefur tryggt sér þrjá bæjarfulltrúa: Gunnar Gíslason, Evu Hrund Einarsdóttur og Þórhall Jónsson.L-listinn fær 2 bæjarfulltrúaFast á hæla Sjálfstæðisflokksins kemur síðan L-listinn með 20,9% atkvæða og er því með 2 bæjarfulltrúa; Höllu Björk Reynisdóttur, flugumferðarstjóra og Andra Teitsson, verkfræðing. Fylgið stendur nokkurn veginn í stað frá síðustu kosningum því síðast náði L-listinn 21,1% atkvæða. L-listinn hefur keyrt kosningabaráttu sína á því að hafa ekki tengsl við stjórnmálaöfl á landsvísu.Framsóknarflokkurinn með góðan árangurSegja má að Framsóknarflokkurinn sé hástökkvari kosninganna því hann bætir við sig 3,3% fylgi frá því síðast var kosið í sveitarstjórn. Framsókn er með 17,5% fylgi. Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Ingibjörg Ólöf Isaksen eru áfram fulltrúar Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Akureyrar.Hilda Jana Gísladóttir er landsmönnum að góðu kunn fyrir störf sín í fjölmiðlum. Hún er oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri.Vísir/Auðunn NíelssonSamfylkingin fær tvo bæjarfulltrúaSamfylkingin náði góðri kosningu fyrir norðan og endar með 16,8 atkvæði. Flokkurinn, með Hildu Jönu Gísladóttur í broddi fylkingar, náði inn tveimur mönnum. Auk Hildu Jönu náði Dagbjört Elín Pálsdóttir að tryggja sér sæti í bæjarstjórn.Miðflokkurinn nær góðri kosninguMiðflokkurinn bauð í fyrsta sinn fram til bæjarstjórnar og náði ekki síður góðum árangri. Flokkurinn endar með 8,1% atkvæða og Hlynur Jóhannsson því búin að tryggja sér sæti í bæjarstjórn.Sóley Björk Stefánsdóttir, oddviti Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, er bæjarfulltrúi á Akureyri.VG AkureyriSóley Björk áfram í bæjarstjórnVinstri hreyfingin – grænt framboð, með Sóleyju Björk Stefánsdóttur í broddi fylkingar, heldur sínum bæjarfulltrúa og er með 9,4% atkvæða. Píratar, sem buðu fram í fyrsta sinn til bæjarstjórnar á Akureyri, náðu ekki nægilega mörgum atkvæðum og ná ekki fulltrúa inn í bæjarstjórn.Fimm ný andlit í bæjarstjórn AkureyrarÚrslit kosninganna sýna að fimm fulltrúar koma nýir inn en það eru þau Halla Björk Reynisdóttir og Andri Teitsson frá L-listanum, Hlynur frá Miðflokki, Þórhallur Jónsson og Hilda Jana Gísladóttir, sem landsmönnum er að góðu kunn fyrir störf sín á hinum ýmsu fjölmiðlum.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lokatölur frá Akureyri: Meirihlutinn heldur og Miðflokkurinn nær manni inn Lokatölur liggja nú fyrir í fjórða stærsta bæjarfélagi landsins, Akureyri. 27. maí 2018 03:03 Kjörsókn misjöfn eftir sveitarfélögum Á einhverjum stöðum hefur hún aukist lítillega miðað við síðustu sveitarstjórnarkosningar en annars staðar hefur hún minnkað. 26. maí 2018 13:27 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Lokatölur frá Akureyri: Meirihlutinn heldur og Miðflokkurinn nær manni inn Lokatölur liggja nú fyrir í fjórða stærsta bæjarfélagi landsins, Akureyri. 27. maí 2018 03:03
Kjörsókn misjöfn eftir sveitarfélögum Á einhverjum stöðum hefur hún aukist lítillega miðað við síðustu sveitarstjórnarkosningar en annars staðar hefur hún minnkað. 26. maí 2018 13:27
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent