„Lengi getur gott batnað“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. maí 2018 03:34 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, og Hildur Björnsdóttir sem skipar 2. sætið á lista flokksins fallast hér í faðma á kosningavökunni á Grand Hotel í kvöld. vísir/vilhelm Það var gott hljóð í Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, þegar Vísir náði tali af honum til að fá viðbrögð við þriðju tölum í Reykjavík. Þær tölur sýna Sjálfstæðisflokkinn í yfirburðastöðu í borginni með 32 prósent atkvæða og níu borgarfulltrúa. „Lengi getur gott batnað segi ég bara,“ sagði Eyþór og hélt áfram: „Við settum okkur það markmið að fella þennan meirihluta og það hefur gjörsamlega tekist og að vera leiðandi afl í breytingum með því að vera stærsti flokkurinn. Við sjáum að ákall eftir breytingum er ákaflega skýrt. Við, flokkurinn sem talaði fyrir breytingum, erum langstærsti flokkurinn og svo nýju flokkarnir sem líka töluðu fyrir breytingum eru að fá mikið fylgi en þeir flokkar sem töluðu um að halda áfram með óbreytt ástand að þeir eru að steyta á skeri.“ Miðað við hvernig tölurnar í Reykjavík standa núna er Viðreisn í oddastöðu. Það mun því væntanlega velta á þeim flokki hvort að myndaður verði meirihluti í borginni til vinstri eða hægri svo það liggur beinast við að spyrja Eyþór hvort hann sé byrjaður að tala við Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar. „Við Þórdís Lóa erum búin að vera ásamt öðrum á milli sjónvarpsstöðvanna. Ég finn mikinn samhljóm á milli þessara tveggja flokka í mjög mörgum málum. Við viljum einfalda stjórnkerfið, lækka álögur, setja fjármagn í skólana og svo framvegis. Þetta eru allt saman mál sem þessir flokkar eru sammála um en nú er bara að sjá hvernig tölurnar enda,“ segir Eyþór.En hann er þá ekki byrjaður að mynda meirihluta nú þegar bak við tjöldin? „Nei, við erum einfaldlega að fylgjast með tölunum. En það er boðskapur í tölunum, ákall um breytingar, og ég er viss um að Viðreisn og aðrir flokkar sem koma nýir inn vilji taka þátt í breytinum.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins í Reykjavík Miðað við aðrar tölur sem kynntar voru fyrir skemmstu í Reykjavík stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins. 27. maí 2018 01:23 „Ég ætlaði að koma með áttunda manninn með mér“ Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Samfylkingarinnar, þakkaði flokksmönnum sínum fyrir hlýjar móttökur þegar hann mætti á kosningavöku flokksins í Austurbæ nú skömmu eftir miðnætti. 27. maí 2018 00:20 Vaktin: Íslendingar ganga til kosninga Vísir greinir frá nýjustu tíðindum frá kjördegi um leið og þau berast. 26. maí 2018 06:45 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Það var gott hljóð í Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, þegar Vísir náði tali af honum til að fá viðbrögð við þriðju tölum í Reykjavík. Þær tölur sýna Sjálfstæðisflokkinn í yfirburðastöðu í borginni með 32 prósent atkvæða og níu borgarfulltrúa. „Lengi getur gott batnað segi ég bara,“ sagði Eyþór og hélt áfram: „Við settum okkur það markmið að fella þennan meirihluta og það hefur gjörsamlega tekist og að vera leiðandi afl í breytingum með því að vera stærsti flokkurinn. Við sjáum að ákall eftir breytingum er ákaflega skýrt. Við, flokkurinn sem talaði fyrir breytingum, erum langstærsti flokkurinn og svo nýju flokkarnir sem líka töluðu fyrir breytingum eru að fá mikið fylgi en þeir flokkar sem töluðu um að halda áfram með óbreytt ástand að þeir eru að steyta á skeri.“ Miðað við hvernig tölurnar í Reykjavík standa núna er Viðreisn í oddastöðu. Það mun því væntanlega velta á þeim flokki hvort að myndaður verði meirihluti í borginni til vinstri eða hægri svo það liggur beinast við að spyrja Eyþór hvort hann sé byrjaður að tala við Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar. „Við Þórdís Lóa erum búin að vera ásamt öðrum á milli sjónvarpsstöðvanna. Ég finn mikinn samhljóm á milli þessara tveggja flokka í mjög mörgum málum. Við viljum einfalda stjórnkerfið, lækka álögur, setja fjármagn í skólana og svo framvegis. Þetta eru allt saman mál sem þessir flokkar eru sammála um en nú er bara að sjá hvernig tölurnar enda,“ segir Eyþór.En hann er þá ekki byrjaður að mynda meirihluta nú þegar bak við tjöldin? „Nei, við erum einfaldlega að fylgjast með tölunum. En það er boðskapur í tölunum, ákall um breytingar, og ég er viss um að Viðreisn og aðrir flokkar sem koma nýir inn vilji taka þátt í breytinum.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins í Reykjavík Miðað við aðrar tölur sem kynntar voru fyrir skemmstu í Reykjavík stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins. 27. maí 2018 01:23 „Ég ætlaði að koma með áttunda manninn með mér“ Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Samfylkingarinnar, þakkaði flokksmönnum sínum fyrir hlýjar móttökur þegar hann mætti á kosningavöku flokksins í Austurbæ nú skömmu eftir miðnætti. 27. maí 2018 00:20 Vaktin: Íslendingar ganga til kosninga Vísir greinir frá nýjustu tíðindum frá kjördegi um leið og þau berast. 26. maí 2018 06:45 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins í Reykjavík Miðað við aðrar tölur sem kynntar voru fyrir skemmstu í Reykjavík stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins. 27. maí 2018 01:23
„Ég ætlaði að koma með áttunda manninn með mér“ Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Samfylkingarinnar, þakkaði flokksmönnum sínum fyrir hlýjar móttökur þegar hann mætti á kosningavöku flokksins í Austurbæ nú skömmu eftir miðnætti. 27. maí 2018 00:20
Vaktin: Íslendingar ganga til kosninga Vísir greinir frá nýjustu tíðindum frá kjördegi um leið og þau berast. 26. maí 2018 06:45
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent