„Þetta er það sem við getum gert þegar við stöndum öll saman gegn óréttlætinu,“ sagði Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík, í ræðu sinni á kosningavöku flokksins fyrir stuttu.
Sanna var skiljanlega í sjöunda himni, en hún mælist með sæti í borgarstjórn samkvæmt fyrstu tölum. Sósíalistaflokkurinn mælist með 6,1 prósenta fylgi.
Hún þakkaði öllum stuðningsmönnum flokksins hjartanlega fyrir stuðninginn í stuttri ræðu, sem lauk á orðunum: „Valdið til fólksins!“
„Valdið til fólksins!“ segir Sanna sigurreif

Tengdar fréttir

Fyrstu tölur í Reykjavík: Meirihlutinn fallinn
Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn samkvæmt fyrstu tölum í Reykjavík.