Real Madrid vann í kvöld Meistaradeild Evrópu þriðja árið í röð er liðið vann 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleiknum í Kiev í kvöld.
Staðan var markalaus í hálfleik en Karim Benzema kom Real yfir á 51. mínútu eftir mistök Loris Karius gerðist sekur um hræðileg mistök.
Það tók ekki nema fjórar mínútur fyrir Liverpool að jafna metin. Sadio Mane skoraði þá eftir fast leikatriði hjá Liverpool sem var mjög vel útfært.
Svo kom maður til sögunnar; Gareth Bale. Hann kom Real aftur yfir á 64. mínútu með stórbrotnu marki og sex mínútum fyrir leikslok gerði hann út um leikinn með skoti af löngu færi.
Öll mörkin úr leiknum má sjá hér að ofan.
Sjáðu stórbrotna hjólhestaspyrnu Bale og mistök Karius
Anton Ingi Leifsson skrifar
Mest lesið

„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Körfubolti





„Ég hef hluti að gera hér“
Körfubolti


Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum
Handbolti

