Bjórinn á rúmlega hundrað kall í Costco Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. maí 2018 17:07 Bjórinn í Costco í gær á töluvert lægra verði en venjulega, eins og sést á myndinni. Vísir Kassi af Bud Light bjór, tuttugu 330 mL flöskur, kostar 2163 krónur í Costco í dag. Verðið stendur til boða til 4. júní. Þá kostar lítill kassi af Corona Extra bjór, tólf 330 mL flöskur, 1373 krónur. Með virðisauka kosta kassarnir 2401 krónu og 1524 krónur. Kaupandi bjórs hjá Costco í gær lét Vísi vita af afslættinum sem í boði væri hjá Costco. Aðeins þeir sem eru með vínveitingaleyfi geta keypt áfengi hjá bandaríska smásölurisanum í Kauptúni. Honum kom á óvart að áfengið var á afslætti en hann hafði ekki upplifað það áður hér á landi. Corona bjórinn rennur út í júní. Bjór að renna út Eins og sjá má á myndunum er afslátturinn töluverður. Í prósentum er afslátturinn af Bud light kassanum 34% en Corona Extra kassanum 45%. Talað er um Augnabliks sparnað á skiltunum í Costco. Sé bjórinn reiknaður í stykkjatali kostar Bud light flaskann 108 krónur og Corona bjórinn 115 krónur, 120 krónur og 127 krónur með virðisaukaskatti. Svo virðist sem bjórinn sem er seldur á afslætti renni út á næstu mánuðum. Bud Light bjórinn rennur út í júlí og Corona bjórinn í júní samkvæmt merkingum á pakkanum. Vísir hafði samband við Brett Vigelskas, framkvæmdastjóra Costco á Íslandi, og spurði hann út í bjórsöluna hjá Costco. Á þeim tíma hafði fréttastofa aðeins haft veður af afslættinum en ekki haft myndirnar því til staðfestingar. Brett þvertók fyrir að um nokkra afsláttarsölu væri að ræða á bjór í Costco. Bud light bjórinn þarf að drekka í síðasta lagi í júlí miðað við upplýsingarnar á pakkanum. Skrýtinn orðrómur „Nei, það er ekki rétt,“ sagði Brett.Okkur skilst að um sé að ræða Bud light bjór og Corona bjór. Að það tengist tollafgreiðslu vörunnar sem hafi dregist á langinn, og því sé hann seldur ódýrt?„Nei, því miður. Ég veit ekkert um hvað þú ert að tala.“ Aðspurður sagðist Brett vera staddur í Kauptúni í Garðabæ, í versluninni, en sagði ekkert óvenjulegt vera í gangi varðandi áfengissölu. „Nei, þetta er bara einhver skrýtinn orðrómur.“ Í framhaldinu bárust Vísi myndirnar sem fylgja fréttinni sem teknar voru í Costco í gær. Ekki náðist í Brett til að bera myndirnar undir hann, hvorki síðdegis í gær né í dag. Áfengi og tóbak Costco Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Kassi af Bud Light bjór, tuttugu 330 mL flöskur, kostar 2163 krónur í Costco í dag. Verðið stendur til boða til 4. júní. Þá kostar lítill kassi af Corona Extra bjór, tólf 330 mL flöskur, 1373 krónur. Með virðisauka kosta kassarnir 2401 krónu og 1524 krónur. Kaupandi bjórs hjá Costco í gær lét Vísi vita af afslættinum sem í boði væri hjá Costco. Aðeins þeir sem eru með vínveitingaleyfi geta keypt áfengi hjá bandaríska smásölurisanum í Kauptúni. Honum kom á óvart að áfengið var á afslætti en hann hafði ekki upplifað það áður hér á landi. Corona bjórinn rennur út í júní. Bjór að renna út Eins og sjá má á myndunum er afslátturinn töluverður. Í prósentum er afslátturinn af Bud light kassanum 34% en Corona Extra kassanum 45%. Talað er um Augnabliks sparnað á skiltunum í Costco. Sé bjórinn reiknaður í stykkjatali kostar Bud light flaskann 108 krónur og Corona bjórinn 115 krónur, 120 krónur og 127 krónur með virðisaukaskatti. Svo virðist sem bjórinn sem er seldur á afslætti renni út á næstu mánuðum. Bud Light bjórinn rennur út í júlí og Corona bjórinn í júní samkvæmt merkingum á pakkanum. Vísir hafði samband við Brett Vigelskas, framkvæmdastjóra Costco á Íslandi, og spurði hann út í bjórsöluna hjá Costco. Á þeim tíma hafði fréttastofa aðeins haft veður af afslættinum en ekki haft myndirnar því til staðfestingar. Brett þvertók fyrir að um nokkra afsláttarsölu væri að ræða á bjór í Costco. Bud light bjórinn þarf að drekka í síðasta lagi í júlí miðað við upplýsingarnar á pakkanum. Skrýtinn orðrómur „Nei, það er ekki rétt,“ sagði Brett.Okkur skilst að um sé að ræða Bud light bjór og Corona bjór. Að það tengist tollafgreiðslu vörunnar sem hafi dregist á langinn, og því sé hann seldur ódýrt?„Nei, því miður. Ég veit ekkert um hvað þú ert að tala.“ Aðspurður sagðist Brett vera staddur í Kauptúni í Garðabæ, í versluninni, en sagði ekkert óvenjulegt vera í gangi varðandi áfengissölu. „Nei, þetta er bara einhver skrýtinn orðrómur.“ Í framhaldinu bárust Vísi myndirnar sem fylgja fréttinni sem teknar voru í Costco í gær. Ekki náðist í Brett til að bera myndirnar undir hann, hvorki síðdegis í gær né í dag.
Áfengi og tóbak Costco Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira