Áfengi

Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum
Forsvarsmenn vefverslunarinnar Heimkaup hafa ákveðið að nú verði einungis hægt að kaupa áfengi þar. Breytingarnar koma í kjölfar samruna fyrirtækisins við Samkaup.

Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ
Fundur lögreglu með knattspyrnufélögum á höfuðborgarsvæðinu hafði það meðal annars í för með sér að ekki var seldur bjór á heimaleik Víkinga gegn Aftureldingu í Bestu deild karla í gærkvöldi. Lögregla gerði athugasemdir við áfengisneyslu á heimaleik Stjörnunnar gegn Breiðabliki á föstudagskvöld.

Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí
Arnmundur Ernst Backman leikari segir það sína mestu guðsgjöf að hafa hætt að drekka og reykja kannabis. Arnmundur segist ekki hafa náð að syrgja móður sína fyrr en löngu eftir andlátið og það ferli hafi sýnt honum hve skakkt samfélagið okkar meðhöndlar fólk sem fer í gegnum missi nánasta ástvinar.

Ingvar útskrifaður úr meðferð
Ingvar Þóroddsson, þingmaður Viðreisnar, segist vera útskrifaður úr meðferð en hann tók sér hlé frá þingstörfum í síðasta mánuði í von um að sigrast á Bakkusi.

Vara við því að ölvuðu fólki sé boðið að sitja að sumbli í Lystigarðinum
Garðyrkjufólk hefur áhyggjur af fyrirhugaðri bjórhátið sem á að halda í lystigarði bæjarins í næsta mánuði. Formaður Garðyrkjufélags Íslands segir augljósa áhættu fólgna í því að bjóða ölvuðu fólki að sitja að sumbli innan um óbætanlegar plöntur. Skipuleggjandi segir aldrei hafa verið gengið illa um garðinn á fyrri hátíðum.

Frábær fundur, frábært framtak, vanvirk stjórnsýsla, meðvirk stjórnvöld
Hinn 16. júní síðastliðinn stóðu helstu forvarnarsamtök landsins að góðum og vekjandi fundi um forvarnir og þá lögleysu sem látin er viðgangast með ólöglegri netverslun með áfengi. Smám saman er lögbrjótunum að takast að grafa undan lögbundinni dreifingu á áfengi.

Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri
Það er allt að gerast hjá Arnari Jóni Agnarssyni, einum eigenda Mosa gins. Sem nú framleiðir nýtt íslenskt gin á einstakan hátt; Með því að veðra það í tunnum!

Ótækt að íþróttafélögin selji áfengi án leyfis
Forseti ÍSÍ segir ótækt að íþróttafélögin selji áfengi á íþróttaviðburðum án þess að hafa til þess leyfi. Innan við helmingur félaga á höfuðborgarsvæðinu má selja áfengi og ekkert þeirra er með útiveitingaleyfi. Heilbrigðisráðherra segir að skýra þurfi reglur.

Teikn á lofti þegar kemur að áfengisneyslu unglinga
Teikn á lofti eru um að áfengisneysla meðal unglinga sé að aukast. Þetta segir formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum en hann furðar sig á að fimm árum eftir að netsala áfengis var kærð til lögreglu sé enn engin niðurstaða komin í málið.

Til hamingju með daginn á ný!
Þann 16. júní 2025 eru nákvæmlega fimm ár síðan ÁTVR kærði ólöglega netsölu til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Netsölu sem er ólögleg því hún selur áfengi í smásölu af lager á Íslandi til neytenda. Lögreglan hefur ekki klárað þetta samfélagslega mikilvæga mál á fimm árum, hálfum áratug. Til hamingju með daginn! Þessi staða er auðvitað með ólíkindum.

Nýtt slagorð Ísland Duty Free: „Ég er á leiðinni“
Tómar hillur blasa við komufarþegum Leifsstöðvar og virðist frasinn „I'm on my way“ eða „Ég er á leiðinni“ standa á öðru hverju skilti. Framkvæmdastjórinn segir að unnið sé hörðum höndum að því að leysa málið.

„Klárlega“ breytingar í ytra umhverfi sem ÁTVR þurfi að laga sig að
Nýráðinn forstjóri ÁTVR er fyrsta konan til að gegna stöðunni í meira en hundrað ára sögu stofnunarinnar. Hún segist spennt að kynnast starfseminni og segir ytra umhverfi í áfengis- og tóbakssölu á Íslandi klárlega breytt.

Þorgerður skipuð forstjóri ÁTVR
Þorgerður Kristín Þráinsdóttir hefur verið skipuð forstjóri ÁTVR. Þorgerður var valin úr hópi nítján umsækjenda.

Skor flytur: „Ansi þreytt“ að þurfa að reka fólk út klukkan tíu
Pílu- og veitingastaðurinn Skor flytur um set á næstu misserum, af Kolagötu yfir í húsnæði að Hafnarstræti 18. Eigandi segist langþreyttur á deilum um opnunartíma og bindur vonir við að geta lengt opnunartíma staðarins í nýju húsnæði.

NordAN: Vegið að norrænni forvarnarstefnu
Um síðustu aldamót, nánar tiltekið í september árið 2000, leit NordAN dagsins ljós. Það eru samtök sem beita sér fyrir rannsóknum á sviði áfengismála, vilja vita hvað er rétt og hvað er rangt svo styðjast megi við staðreyndir þegar stefna í áfengismálum er mótuð. Markmiðið er að draga eftir því sem kostur er úr skaðlegri neyslu áfengis og annarra vímuefna.

Borðaði súrdeigsbrauð og mældist með áfengi í útblæstri
Íslenskur maður um fertugt var stoppaður af lögreglu í vikunni og mældist með alkóhól í útblæstri þrátt fyrir að hafa aldrei drukkið deigan dropa. Ástæðan fyrir þessu var súrdeigsbrauð sem maðurinn hafði nýlega lagt sér til munns. Lögreglumaður segir að slíkar falskar mælingar komi fyrir en séu ekki algengar.

Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum
Nýr formaður Íþrótta- og ólympíusambands Íslands segir áfengi og íþróttaviðburði geta átt samleið að því gefnu að farið sé að landslögum og tryggt sé að börn og unglingar hafi ekki aðgengi að því. ÍSÍ vilji taka forystu í því að móta sterkari umgjörð um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum.

Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól
Myndbandsbrot úr ræðu Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins hafa nú gengið manna í millum síðan á þriðjudagskvöld. Fólk veltir því fyrir sér hvort þingmaðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis í ræðunni og er þetta orðinn hálfgerður samkvæmisleikur víða, að horfa á ræðuna sem er orðin ein sú þekktasta á vorþinginu, þó ekki hafi verið lagt upp með það.

Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist ekki vita til þess að áfengissala á íþróttaviðburðum hafi skapað sérstök vandamál síðustu ár. Það sé áríðandi að regluverkið verði uppfært en íþróttafélögunum sé almennt treystandi til að skipuleggja söluna og fólki til að fara rólega í neysluna.

Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð
Ingvar Þóroddsson, þingmaður Viðreisnar og annar varaforseti Alþingis, hefur tekið sér leyfi frá þingstörfum til að fara í áfengismeðferð á Vogi.

Óbreytt ástand kemur ekki til greina
Koma þarf böndum á áfengissölu íþróttafélaganna að mati formanns menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar, óbreytt ástand komi ekki til greina. Hann segir áfengisneyslu á íþróttaleikjum illa samræmast forvarnar- og lýðheilsustefnum borgarinnar.

Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta?
Í áraraðir hefur verið lögð áhersla á að íþróttir og áfengi fari ekki saman. Íþróttahreyfingin hefur notið víðtæks stuðnings og trausts sveitarfélaga, almennings og styrktaraðila á þeirri forsendu að íþróttir stuðli að heilbrigðum lífsstíl, forvörnum og jákvæðum félagslegum áhrifum – sérstaklega fyrir börn og ungmenni.

Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum
Íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúar telja óheillaskref að farið sé að selja áfengi á íþróttaviðburðum. Mikilvægt sé að umræða fari fram um þetta og að sveitarfélögin komi að henni þar sem þau taki þátt í að fjármagna íþróttastarfið.

Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum
Líkja má aðstæðum sem skapast hafa í kringum áfengissölu á íþróttaviðburðum við villta vestrið að mati stjórna Íþróttabandalaga Reykjavíkur og Reykjanesbæjar sem kalla eftir skýrari reglum. Málið verður rætt á íþróttaþingi.

Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram
Hæstiréttur hefur veitt Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins áfrýjunarleyfi í máli áfengisinnflytjandans Distu á hendur stofnuninni vegna áfenga koffíndrykksins Shaker. Landsréttur taldi ÁTVR ekki stætt á því að neita að taka drykkinn í sölu til reynslu á grundvelli lýðheilsusjónarmiða.

Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags
Bjarni Þór Logason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags. Bjarni kemur þaðan frá Heimkaupum þar sem hann var innkaupastjóri. Bjarni kom einnig að opnun verslunar Prís í Kópavogi. Áður starfaði hann sem rekstrarstjóri hjá Ölgerðinni, RJC og Líflandi.

Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina
Hljómsveitin XXX Rottweiler hundar fagna 25 ára starfsafmæli sínu í Laugardalshöll 24. maí og hefur Erpur Eyvindarson, forsprakki sveitarinnar, verið í hverju hlaðvarpsviðtalinu á fætur öðru og lofar veislu.

Börn innan seilingar
Ég og barnabarn mitt vorum í djúpum pælingum um mikilvægt málefni um daginn. Ræddum það fram og aftur hver sé munurinn á rauðu og grænu geislasverðunum í Stjörnustríðssögunum. Vorum ekki alveg vissir þannig að sá yngri, sjö ára gamall, leggur til að best sé að „gúggla“ þetta og sækir í kjölfarið símann sinn, sem tilheyrir eldri kynslóðinni eins og afinn.

Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum
Misbrestur er á að leyfi íþróttafélaga til að selja áfengi á kappleikjum sínum séu í lagi og dæmi eru um að lögregla hafi verið kölluð til vegna átaka. Lögreglan ætlar að efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaviðburðum.

Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið
Nýleg svör fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn undirritaðrar um kostnað ríkisins vegna málaferla ÁTVR gegn heildsölum vekja upp alvarlegar spurningar um ábyrgð og stjórnsýslu ríkisins. Þar kom fram að ríkið hefur greitt milljónir króna í málskostnað vegna mála sem það hefur tapað – þar á meðal mál þar sem Hæstiréttur hefur dæmt að synjun ÁTVR á vörum innflytjanda hafi verið ólögmæt.