Betri kjörsókn í Vestmannaeyjum en á sama tíma fyrir átta árum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. maí 2018 16:53 Mikil spenna er í Vestmannaeyjum fyrir úrslitum bæjarstjórnarkosninganna. Vísir/Pjetur Kjörsókn hefur verið misjöfn á milli sveitarfélaga í sveitarstjórnarkosningunum í dag en er heldur lakari en í kosningunum fyrir átta árum. Síðdegis höfðu 1236 kosið á kjörstað og utan kjörfundar á Ísafirði eða 46,57% og sagði formaður kjörstjórnar kjörsóknina núna mjög svipaða og fyrir fjórum árum. Kosningaþátttaka á Akureyri var lakari í dag miðan við síðustu kosningar. 4638 köfðu greitt atkvæði nú síðdegis eða 33,58% samanborið við 34,73 fyrir fjórum árum. Á sama tíma í dag höfðu 34% kosið í Fljótsdalshéraði og sagði formaður yfirkjörstjórnar þar kosningaþátttökuna nú sambærilega og fyrir fjórum árum eða jafnvel örlítið meiri. Kosningaþátttaka var dræm framan af degi í sveitarfélaginu Árborg. Klukkan fjögur höfðu 1831 greitt atkvæði eða 27,8% samanborið við 37% í sveitarstjórnarkosningunum 2014.Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Eyjum. Það verður því forvitnilegt að sjá hvort hann komist inn í bæjarstjórn eftir kosningarnar en nýtt framboð, Fyrir Heimaey, býður nú fram í fyrsta sinn.Skjáskot/Stöð 2Mikil spenna er í Vestmannaeyjum fyrir úrslitum bæjarstjórnarkosninganna. Síðdegis höfðu 1189 greitt atkvæði, eða 37,6% sem er einu og hálfu prósentustigi meira en fyrir fjórum árum og prósentustigi meira en í kosningunum 2010. Um 800 hafa greitt atkvæði utan kjörfundar og hefur aldrei verið meiri þátttaka. Sex prósentum færri höfðu kosið í Reykjanesbæ nú síðdegis en á sama tíma fyrir fjórum árum þegar 31,90% höfðu kosið samanborið við 25,93% í dag. Um klukkan fjögur höfðu 5707 greitt atkvæði í Hafnarfirði, eða 27,48%. Á sama tíma fyrir fjórum árum var kjörsókn 31,9%. Í Garðabæ var kjörsóknin 32,6% nú síðdegis en var 32,1% fyrir fjórum árum. Rúmlega 120 greiddu atkvæði utan kjörfundar í Smáralind í dag en kjörstaðurinn var opinn til klukkan 17 og þurftu kjósendur að koma atkvæði sínu sjálfir til skila. Síðdegis höfðu í heildina um tuttugu þúsund greitt atkvæði utan kjörfundar á landinu öllu. Kosningar 2018 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Kjörsókn hefur verið misjöfn á milli sveitarfélaga í sveitarstjórnarkosningunum í dag en er heldur lakari en í kosningunum fyrir átta árum. Síðdegis höfðu 1236 kosið á kjörstað og utan kjörfundar á Ísafirði eða 46,57% og sagði formaður kjörstjórnar kjörsóknina núna mjög svipaða og fyrir fjórum árum. Kosningaþátttaka á Akureyri var lakari í dag miðan við síðustu kosningar. 4638 köfðu greitt atkvæði nú síðdegis eða 33,58% samanborið við 34,73 fyrir fjórum árum. Á sama tíma í dag höfðu 34% kosið í Fljótsdalshéraði og sagði formaður yfirkjörstjórnar þar kosningaþátttökuna nú sambærilega og fyrir fjórum árum eða jafnvel örlítið meiri. Kosningaþátttaka var dræm framan af degi í sveitarfélaginu Árborg. Klukkan fjögur höfðu 1831 greitt atkvæði eða 27,8% samanborið við 37% í sveitarstjórnarkosningunum 2014.Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Eyjum. Það verður því forvitnilegt að sjá hvort hann komist inn í bæjarstjórn eftir kosningarnar en nýtt framboð, Fyrir Heimaey, býður nú fram í fyrsta sinn.Skjáskot/Stöð 2Mikil spenna er í Vestmannaeyjum fyrir úrslitum bæjarstjórnarkosninganna. Síðdegis höfðu 1189 greitt atkvæði, eða 37,6% sem er einu og hálfu prósentustigi meira en fyrir fjórum árum og prósentustigi meira en í kosningunum 2010. Um 800 hafa greitt atkvæði utan kjörfundar og hefur aldrei verið meiri þátttaka. Sex prósentum færri höfðu kosið í Reykjanesbæ nú síðdegis en á sama tíma fyrir fjórum árum þegar 31,90% höfðu kosið samanborið við 25,93% í dag. Um klukkan fjögur höfðu 5707 greitt atkvæði í Hafnarfirði, eða 27,48%. Á sama tíma fyrir fjórum árum var kjörsókn 31,9%. Í Garðabæ var kjörsóknin 32,6% nú síðdegis en var 32,1% fyrir fjórum árum. Rúmlega 120 greiddu atkvæði utan kjörfundar í Smáralind í dag en kjörstaðurinn var opinn til klukkan 17 og þurftu kjósendur að koma atkvæði sínu sjálfir til skila. Síðdegis höfðu í heildina um tuttugu þúsund greitt atkvæði utan kjörfundar á landinu öllu.
Kosningar 2018 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira