Vel verður hitað upp fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Stöð 2 Sport í kvöld en leikur Real Madrid og Liverpool hefst klukkan 18.45 og er í opinni dagskrá.
Ríkharð Óskar Guðnason stýrir upphitun fyrir leikinn en honum til halds og trausts verða þeir Kári Árnason og Jóhannes Karl Guðjónsson.
Báðir hafa þeir spilað gegn liðum kvöldsins; Kári gegn Real Madrid og Jóhannes gegn Liverpool. Saman eiga þeir 99 landsleiki fyrir Íslands hönd.
Guðmundur Benediktsson lýsir svo leiknum en upphitunin hefst klukkan 18.15. Flautað verðu svo til leiks í Kiev klukkan 18.45 og leikurinn gerður upp að honum loknum.
Kári Árna og Jóhannes Karl hita upp fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Stöð 2 Sport

Tengdar fréttir

Eiður Smári: Madrid mun lyfta bikarnum
Eiður Smári Guðjohnsen vann Meistaradeildina árið 2009 með Barcelona en hann lék á ferlinum 45 leiki í keppninni.

Klopp: Þeir hafa aldrei spilað á móti okkur
Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er fullur sjálfstrausts fyrir úrslitaleik liðsins gegn Real Madrid sem fram fer í kvöld.

Óli Stef: Madrid gaurunum gæti liðið eins og Liverpool sé að taka eitthvað frá þeim
Fáir Íslendingar hafa meiri reynslu af úrslitaleikjum en Ólafur Stefánsson. Hann hefur unnið Meistaradeild Evrópu í handbolta fjórum sinnum, einu sinni með Magdeburg og þrisvar með Ciudad Real.

Nær Liverpool að velta Real Madrid úr sessi í Kænugarði?
Real Madrid og Liverpool mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Kænugarði í kvöld. Zinedine Zidane er ósigraður í úrslitaleikjum Meistaradeildar Evrópu en Jürgen Klopp hefur ekki enn tekist að vinna keppnina.