„Mér líst bara vel á þetta. Við erum, í könnunum, að tvöfalda fylgi okkar frá síðustu kosningum. Það er algerlega magnað,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík. Hún segir það sýna að Píratar séu komnir til að vera og að fólk treysti þeim.
„Ég held að fólk sé farið að þekkja okkur og vita fyrir hvað við stöndum.“
Dóra ætlar sér að fara í kosningamiðstöð Pírata og verja deginum þar við að spjalla við kjósendur og hafa það gott.
Píratar komnir til að vera
Samúel Karl Ólason skrifar