Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. maí 2018 14:36 Brúðhjón og fleiri munu geta skemmt sér um helgina í Iðnó eins og til stóð að sögn René. Vísir/Vilhelm Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu mættu í Iðnó við Tjörnina í gær og lokuðu staðnum. Lögreglumennirnir gengu erinda Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þar sem að umsókn um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastaði í flokki þrjú hafði verið synjað. René Boonekamp, sem rekur Iðnó, segir í samtali við Vísi að málið sé úr sögunni. Vissulega hafi lögregla lokað staðnum í gær en þetta hafi allt verið á misskilningi byggt. Iðnó er vinsæll staður til skemmtanahalds og átti meðal annars brúðkaupsveisla að fara fram þar um helgina. „The show must go on,“ segir René léttur. Veisluhöld um helgina verði eins og til stóð.Neikvæð umsögn frá borgarstjórn Í svari frá Sigurði Hafstað, fagstjóra á þinglýsinga- og leyfasviði sýslumanns, kemur fram að þann 20. september í fyrra hafi sýslumanni borist umsókn um nýtt rekstrarleyfi. Umsóknin hafi farið í lögbundið umsagnarferli um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Neikvæðar umsagnir bárust frá skrifstofu borgarstjórnar þar sem vísað var til þess að öryggis- og lokaúttekt lægi ekki fyrir. Leyfisveitendi má samkvæmt svari sýslumanns ekki gefa út rekstrarleyfi ef lögbundinn umsagnaraðili, Reykjavíkurborg í þessu tilfelli, leggst gegn útgáfu þess. Umsagnir eru bindandi fyrir leyfisveitanda samkvæmt reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Var umsókninni formlega synjað þann 18. maí en bráðabirgðaleyfi fyrir staðinn hafi runnið út þann 16. janúar. Sigurður segir að þar sem lögreglustjóri eigi að hafa eftirlit með framkvæmd laga hafi hann, lögum samkvæmt, án fyrirvara eða aðvörunar stöðvað starfsemina í gær enda ekki leyfi til hennar.Engum um að kenna Vísir hafði samband við René og félaga í morgun vegna málsins. Þeir voru önnum kafnir að ráða ráðum sínum og finna út hvernig hægt væri að bregðast við stöðunni. Hún var létt lundin hjá René þegar hann náði í blaðamann á þriðja tímanum. Hann var þá staddur á skrifstofu sýslumanns. Þegar blaðamaður spyr René út í neikvæða umsögn skrifstofu borgarstjórnar ítrekar hann að um misskilning hafi verið að ræða tengdar athugasemdum byggingafulltrúa. Engin ástæða sé til að dvelja við þetta. Engum sé um að kenna. „Þetta er no news,“ segir René léttur. Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fleiri fréttir Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Sjá meira
Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu mættu í Iðnó við Tjörnina í gær og lokuðu staðnum. Lögreglumennirnir gengu erinda Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þar sem að umsókn um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastaði í flokki þrjú hafði verið synjað. René Boonekamp, sem rekur Iðnó, segir í samtali við Vísi að málið sé úr sögunni. Vissulega hafi lögregla lokað staðnum í gær en þetta hafi allt verið á misskilningi byggt. Iðnó er vinsæll staður til skemmtanahalds og átti meðal annars brúðkaupsveisla að fara fram þar um helgina. „The show must go on,“ segir René léttur. Veisluhöld um helgina verði eins og til stóð.Neikvæð umsögn frá borgarstjórn Í svari frá Sigurði Hafstað, fagstjóra á þinglýsinga- og leyfasviði sýslumanns, kemur fram að þann 20. september í fyrra hafi sýslumanni borist umsókn um nýtt rekstrarleyfi. Umsóknin hafi farið í lögbundið umsagnarferli um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Neikvæðar umsagnir bárust frá skrifstofu borgarstjórnar þar sem vísað var til þess að öryggis- og lokaúttekt lægi ekki fyrir. Leyfisveitendi má samkvæmt svari sýslumanns ekki gefa út rekstrarleyfi ef lögbundinn umsagnaraðili, Reykjavíkurborg í þessu tilfelli, leggst gegn útgáfu þess. Umsagnir eru bindandi fyrir leyfisveitanda samkvæmt reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Var umsókninni formlega synjað þann 18. maí en bráðabirgðaleyfi fyrir staðinn hafi runnið út þann 16. janúar. Sigurður segir að þar sem lögreglustjóri eigi að hafa eftirlit með framkvæmd laga hafi hann, lögum samkvæmt, án fyrirvara eða aðvörunar stöðvað starfsemina í gær enda ekki leyfi til hennar.Engum um að kenna Vísir hafði samband við René og félaga í morgun vegna málsins. Þeir voru önnum kafnir að ráða ráðum sínum og finna út hvernig hægt væri að bregðast við stöðunni. Hún var létt lundin hjá René þegar hann náði í blaðamann á þriðja tímanum. Hann var þá staddur á skrifstofu sýslumanns. Þegar blaðamaður spyr René út í neikvæða umsögn skrifstofu borgarstjórnar ítrekar hann að um misskilning hafi verið að ræða tengdar athugasemdum byggingafulltrúa. Engin ástæða sé til að dvelja við þetta. Engum sé um að kenna. „Þetta er no news,“ segir René léttur.
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fleiri fréttir Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Sjá meira