Þekkja hverja einustu Fortitude-senu og flykkjast á Reyðarfjörð Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. maí 2018 11:30 Jónas Helgason segir töluverðan fjölda Fortitude-aðdáenda hafa sótt Reyðarfjörð heim undanfarin ár. Vísir/Stína Jónas Helgason veitingamaður hóf rekstur Tærgesen veitinga- og gistihúss ásamt konu sinni, Söndru Þorbjörnsdóttur, árið 2009. Jónas og Sandra hafa nokkra sérstöðu meðal gistihúsarekenda á Austfjörðum en Tærgesen-húsið lék stórt hlutverk í fyrstu tveimur þáttaröðum Fortitude. Húsið var hluti af leikmynd þáttanna og þá gistu tökulið og leikarar auk þess á gistiheimili hjónanna þegar tökur stóðu yfir á Reyðarfirði árin 2014 og 2016. Fortitude-þættirnir, sem sýndir hafa verið á RÚV, eru Íslendingum eflaust mörgum kunnugir en þættirnir fjalla um hrottalegt morð sem skekur íbúa þorps á norðurhjara veraldar. Þá var fréttaflutningur af leikurum þáttanna áberandi þegar þeir komu hingað til lands í tökur á sínum tíma.Sjá einnig: Dennis Quaid keypti Valentínusargjöf fyrir konuna á ÍslandiNördar sem þekkja hverja einustu senu Jónas segir það mjög algengt að forfallnir Fortitude-aðdáendur geri sér sérstaklega ferð á Reyðarfjörð og gisti á Tærgesen vegna dálætis síns á þáttunum. „Já, við fáum reglulega til okkar fólk sem kemur eingöngu út af þessum þáttum og fólk sem er jafnvel nördar, þekkja allar senur og alla þætti út í gegn,“ segir Jónas.Gamla Tærgesen-húsið sést hér til hægri í fullum Fortitude-skrúða og fyrir framan er lögreglubíll úr þáttunum. Þá sést glitta í tökulið þáttanna til vinstri á mynd.Mynd/Jónas HelgasonHann segir þó erfitt að meta fjölda Fortitude-ferðamanna sem gist hafa á Tærgesen, margir gefi sig á tal við þau hjónin og segi frá ferðinni og Fortitude-áhuganum en aðrir aðdáendur þáttanna komi og segi ekki neitt. Jónas gerir þó ráð fyrir að um sé að ræða töluverðan fjölda fólks. Þegar blaðamann bar að garði á Tærgesen í lok apríl síðastliðnum var þar einmitt erlent par í gistingu á Tærgesen sem hafði lagt leið sína á Reyðarfjörð vegna þáttanna.Sjá einnig: Tökur á Fortitude líkt og vertíð fyrir Fjarðabyggð Þá voru nýlega byggð 22 ný mótelherbergi rétt fyrir ofan upprunalega Tærgesen-húsið sem tekin voru í notkun sumarið 2013. Jónas segir téða Fortitude-nörda þó marga aðeins vilja gista í gamla húsinu. „Þeir vilja fá þetta beint í æð.“Reyðarfjörður skákaði Noregi og Kanada Jónas segir auk þess að líflegt hafi verið á Tærgesen þegar tökulið þáttanna gisti þar árið 2014 og 2016. Stórleikarinn Dennis Quaid hélt t.d. tónleika fyrir viðstadda eitt kvöldið á Tærgesen og þá kynntist Jónas leikmyndahönnuðinum Gemmu Jackson sem sá um leikmyndina í Fortitude. Að sögn Jónasar hafði Gemma ásamt teymi sínu kannað fjölmarga vænlega tökustaði áður en Reyðarfjörður varð á endanum fyrir valinu. „Þau voru búin að fara til Kanada, Bandaríkjanna, Noregs og svo komu þau hingað. Þá segir hún, heyrðu hérna tökum við upp,“ segir Jónas.Hjónin á Tærgesen eru stolt af Fortitude-tengingunni en á þessari samsettu mynd, sem hangir í andyri gistihússins, má sjá skjáskot úr þáttunum auk myndar af tónleikum Dennis Quaid.Vísir/Stína„Ég var búinn að vera aðeins að spjalla við þessa dömu, hún gisti hérna hjá okkur, svo frétti ég það bara löngu seinna að þetta væri heimsfræg manneskja sem hefur unnið haug af Emmy-verðlaunum. Hún er ábyrg fyrir leikmyndinni í Game of Thrones,“ bætir Jónas við en hluti Game of Thrones-þáttaraðarinnar var einmitt tekinn upp á Íslandi, eins og frægt er orðið. Framleiðendur Fortitude leituðu þó á önnur mið í þriðju og síðustu seríu þáttanna en hún er tekin upp í myndveri á Bretlandi.Vill fleiri ferðamenn í stillur og norðurljós á veturna Dreifing ferðamanna um Ísland hefur verið nokkuð milli tannanna á fólki fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Íbúar á Austurlandi hafa þannig kvartað yfir því að ferðamenn skili sér ekki í landshlutann og Jónas tekur undir það. „Það vantar náttúrulega ferðafólk hérna fyrir austan, utan háannatíma, og maður vill sjá meira gert til þess að fá fólk hingað,“ segir Jónas. „Hérna er nóg pláss og hægt að labba um án þess að troða öðrum um tær. Þótt það sé gífurlega fallegt hérna á sumrin er líka ofsalega fallegt hér á veturna, miklar stillur, norðurljós og allur pakkinn.“ Bíó og sjónvarp Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Glæný stikla úr Fortitude: Austurlandið í aðalhlutverki Í vetur fóru fram tökur á annarri seríu Fortitude hér á landi en þær fóru fram á Austurlandi. 15. júlí 2016 12:30 Þriðja sería Fortitude að öllum líkindum tekin upp hér á landi Önnur sería þáttaraðarinnar verður frumsýnd í janúar. 23. október 2016 19:48 Ánægður með örlæti íbúa á Reyðarfirði Trevor Hopkins er einn af framleiðendum bresku þáttanna Fortitude sem teknir eru upp á Reyðarfirði. Hann fer fögrum orðum um Ísland. 2. mars 2016 09:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira
Jónas Helgason veitingamaður hóf rekstur Tærgesen veitinga- og gistihúss ásamt konu sinni, Söndru Þorbjörnsdóttur, árið 2009. Jónas og Sandra hafa nokkra sérstöðu meðal gistihúsarekenda á Austfjörðum en Tærgesen-húsið lék stórt hlutverk í fyrstu tveimur þáttaröðum Fortitude. Húsið var hluti af leikmynd þáttanna og þá gistu tökulið og leikarar auk þess á gistiheimili hjónanna þegar tökur stóðu yfir á Reyðarfirði árin 2014 og 2016. Fortitude-þættirnir, sem sýndir hafa verið á RÚV, eru Íslendingum eflaust mörgum kunnugir en þættirnir fjalla um hrottalegt morð sem skekur íbúa þorps á norðurhjara veraldar. Þá var fréttaflutningur af leikurum þáttanna áberandi þegar þeir komu hingað til lands í tökur á sínum tíma.Sjá einnig: Dennis Quaid keypti Valentínusargjöf fyrir konuna á ÍslandiNördar sem þekkja hverja einustu senu Jónas segir það mjög algengt að forfallnir Fortitude-aðdáendur geri sér sérstaklega ferð á Reyðarfjörð og gisti á Tærgesen vegna dálætis síns á þáttunum. „Já, við fáum reglulega til okkar fólk sem kemur eingöngu út af þessum þáttum og fólk sem er jafnvel nördar, þekkja allar senur og alla þætti út í gegn,“ segir Jónas.Gamla Tærgesen-húsið sést hér til hægri í fullum Fortitude-skrúða og fyrir framan er lögreglubíll úr þáttunum. Þá sést glitta í tökulið þáttanna til vinstri á mynd.Mynd/Jónas HelgasonHann segir þó erfitt að meta fjölda Fortitude-ferðamanna sem gist hafa á Tærgesen, margir gefi sig á tal við þau hjónin og segi frá ferðinni og Fortitude-áhuganum en aðrir aðdáendur þáttanna komi og segi ekki neitt. Jónas gerir þó ráð fyrir að um sé að ræða töluverðan fjölda fólks. Þegar blaðamann bar að garði á Tærgesen í lok apríl síðastliðnum var þar einmitt erlent par í gistingu á Tærgesen sem hafði lagt leið sína á Reyðarfjörð vegna þáttanna.Sjá einnig: Tökur á Fortitude líkt og vertíð fyrir Fjarðabyggð Þá voru nýlega byggð 22 ný mótelherbergi rétt fyrir ofan upprunalega Tærgesen-húsið sem tekin voru í notkun sumarið 2013. Jónas segir téða Fortitude-nörda þó marga aðeins vilja gista í gamla húsinu. „Þeir vilja fá þetta beint í æð.“Reyðarfjörður skákaði Noregi og Kanada Jónas segir auk þess að líflegt hafi verið á Tærgesen þegar tökulið þáttanna gisti þar árið 2014 og 2016. Stórleikarinn Dennis Quaid hélt t.d. tónleika fyrir viðstadda eitt kvöldið á Tærgesen og þá kynntist Jónas leikmyndahönnuðinum Gemmu Jackson sem sá um leikmyndina í Fortitude. Að sögn Jónasar hafði Gemma ásamt teymi sínu kannað fjölmarga vænlega tökustaði áður en Reyðarfjörður varð á endanum fyrir valinu. „Þau voru búin að fara til Kanada, Bandaríkjanna, Noregs og svo komu þau hingað. Þá segir hún, heyrðu hérna tökum við upp,“ segir Jónas.Hjónin á Tærgesen eru stolt af Fortitude-tengingunni en á þessari samsettu mynd, sem hangir í andyri gistihússins, má sjá skjáskot úr þáttunum auk myndar af tónleikum Dennis Quaid.Vísir/Stína„Ég var búinn að vera aðeins að spjalla við þessa dömu, hún gisti hérna hjá okkur, svo frétti ég það bara löngu seinna að þetta væri heimsfræg manneskja sem hefur unnið haug af Emmy-verðlaunum. Hún er ábyrg fyrir leikmyndinni í Game of Thrones,“ bætir Jónas við en hluti Game of Thrones-þáttaraðarinnar var einmitt tekinn upp á Íslandi, eins og frægt er orðið. Framleiðendur Fortitude leituðu þó á önnur mið í þriðju og síðustu seríu þáttanna en hún er tekin upp í myndveri á Bretlandi.Vill fleiri ferðamenn í stillur og norðurljós á veturna Dreifing ferðamanna um Ísland hefur verið nokkuð milli tannanna á fólki fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Íbúar á Austurlandi hafa þannig kvartað yfir því að ferðamenn skili sér ekki í landshlutann og Jónas tekur undir það. „Það vantar náttúrulega ferðafólk hérna fyrir austan, utan háannatíma, og maður vill sjá meira gert til þess að fá fólk hingað,“ segir Jónas. „Hérna er nóg pláss og hægt að labba um án þess að troða öðrum um tær. Þótt það sé gífurlega fallegt hérna á sumrin er líka ofsalega fallegt hér á veturna, miklar stillur, norðurljós og allur pakkinn.“
Bíó og sjónvarp Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Glæný stikla úr Fortitude: Austurlandið í aðalhlutverki Í vetur fóru fram tökur á annarri seríu Fortitude hér á landi en þær fóru fram á Austurlandi. 15. júlí 2016 12:30 Þriðja sería Fortitude að öllum líkindum tekin upp hér á landi Önnur sería þáttaraðarinnar verður frumsýnd í janúar. 23. október 2016 19:48 Ánægður með örlæti íbúa á Reyðarfirði Trevor Hopkins er einn af framleiðendum bresku þáttanna Fortitude sem teknir eru upp á Reyðarfirði. Hann fer fögrum orðum um Ísland. 2. mars 2016 09:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira
Glæný stikla úr Fortitude: Austurlandið í aðalhlutverki Í vetur fóru fram tökur á annarri seríu Fortitude hér á landi en þær fóru fram á Austurlandi. 15. júlí 2016 12:30
Þriðja sería Fortitude að öllum líkindum tekin upp hér á landi Önnur sería þáttaraðarinnar verður frumsýnd í janúar. 23. október 2016 19:48
Ánægður með örlæti íbúa á Reyðarfirði Trevor Hopkins er einn af framleiðendum bresku þáttanna Fortitude sem teknir eru upp á Reyðarfirði. Hann fer fögrum orðum um Ísland. 2. mars 2016 09:00