Sendiherra Ísraels kvartar undan "ósmekklegu gríni“ á kostnað Nettu Birgir Olgeirsson skrifar 24. maí 2018 19:00 Netta vann Eurovision í ár með laginu Toy. Vísir/Getty Sendiráð Ísraels í Hollandi hefur sent hollenskri sjónvarpsstöð kvörtun vegna gríns á kostnað ísraelsku tónlistarkonunnar Nettu Barzilai sem vann Eurovision-keppnina fyrr í mánuðinum. Greint er frá málinu á vef Jerusalem Post en þar segir að sendiherra Ísraels gagnvart Hollandi, Aviv Shir-On, hafi sagt í bréfi sínu til sjónvarpsstöðvarinnar að frelsi til skoðana og gríns væri mikilvægt, en þetta skop hafi gengið of langt. Atriðið sem um ræðir var sýnt síðastliðið sunnudagskvöld en þar mátti sjá leikara í gervi Nettu syngja lag hennar Toy en með texta sem sumir vilja meina að sé fjandsamlegur gyðingum. „Sjáið hversu falleg ég er. Ég varpa sprengjum, Ísrael vinnur aftur, 70 ár og partíið heldur áfram,“ segir í texta skrumskælingarinnar sem leikarinn flutti en bakvið hann voru myndir af Gaza-svæðinu og ísraelskum öryggisvörðum. „Engin leið, engir Palestínumenn inn. Ég elti Palestínumenn uppi bak við tjöldin,“ söng leikarinn. Þetta grínatriðið var hluti af þætti grínistans Sanne Wallis de Vrier sem hollenska sjónvarpsstöðin BNNVARA sýnir.Sendiherra Ísraels gagnvart Hollandi sagði þetta grín ekki bara dæmi um slæman smekk. „Við fögnum því ekki þegar Palestínumenn eru drepnir. Þegar fólk týnir lífi, skiptir það ekki máli hvaðan það er, við hlæjum ekki. Þið ættuð heldur ekki að hlæja,“ skrifaði sendiherrann. Forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar BNNVARA sögðu í svari sínu að þátturinn fjalli um málefni líðandi stundar með háði og að Ísrael hefði nýverið unnið Eurovision í skugga mikilla átaka á Gaza-svæðinu. Stöðin hafnaði öllum ásökunum um að skopið hefði verið fjandsamlegt gyðingum. Er það álit forsvarsmanna stöðvarinnar að gert hafi verið grín að stefnu Ísraels og ekki væri um áfellisdóm að ræða gagnvart samfélagi gyðinga. Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Páll Óskar hafnaði fundi með sendiherra Ísraels Vildi leyfa Páli að heyra hlið Ísraels í þessu máli. 24. maí 2018 17:39 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Sendiráð Ísraels í Hollandi hefur sent hollenskri sjónvarpsstöð kvörtun vegna gríns á kostnað ísraelsku tónlistarkonunnar Nettu Barzilai sem vann Eurovision-keppnina fyrr í mánuðinum. Greint er frá málinu á vef Jerusalem Post en þar segir að sendiherra Ísraels gagnvart Hollandi, Aviv Shir-On, hafi sagt í bréfi sínu til sjónvarpsstöðvarinnar að frelsi til skoðana og gríns væri mikilvægt, en þetta skop hafi gengið of langt. Atriðið sem um ræðir var sýnt síðastliðið sunnudagskvöld en þar mátti sjá leikara í gervi Nettu syngja lag hennar Toy en með texta sem sumir vilja meina að sé fjandsamlegur gyðingum. „Sjáið hversu falleg ég er. Ég varpa sprengjum, Ísrael vinnur aftur, 70 ár og partíið heldur áfram,“ segir í texta skrumskælingarinnar sem leikarinn flutti en bakvið hann voru myndir af Gaza-svæðinu og ísraelskum öryggisvörðum. „Engin leið, engir Palestínumenn inn. Ég elti Palestínumenn uppi bak við tjöldin,“ söng leikarinn. Þetta grínatriðið var hluti af þætti grínistans Sanne Wallis de Vrier sem hollenska sjónvarpsstöðin BNNVARA sýnir.Sendiherra Ísraels gagnvart Hollandi sagði þetta grín ekki bara dæmi um slæman smekk. „Við fögnum því ekki þegar Palestínumenn eru drepnir. Þegar fólk týnir lífi, skiptir það ekki máli hvaðan það er, við hlæjum ekki. Þið ættuð heldur ekki að hlæja,“ skrifaði sendiherrann. Forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar BNNVARA sögðu í svari sínu að þátturinn fjalli um málefni líðandi stundar með háði og að Ísrael hefði nýverið unnið Eurovision í skugga mikilla átaka á Gaza-svæðinu. Stöðin hafnaði öllum ásökunum um að skopið hefði verið fjandsamlegt gyðingum. Er það álit forsvarsmanna stöðvarinnar að gert hafi verið grín að stefnu Ísraels og ekki væri um áfellisdóm að ræða gagnvart samfélagi gyðinga.
Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Páll Óskar hafnaði fundi með sendiherra Ísraels Vildi leyfa Páli að heyra hlið Ísraels í þessu máli. 24. maí 2018 17:39 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Páll Óskar hafnaði fundi með sendiherra Ísraels Vildi leyfa Páli að heyra hlið Ísraels í þessu máli. 24. maí 2018 17:39