Sjálfstæðismenn hlupu á sig þegar þeir sátu fyrir í landsliðsgallanum Jakob Bjarnar skrifar 24. maí 2018 12:32 Ungir Sjálfstæðismenn á Akureyri hlupu á sig þegar þeir létu mynda sig í íslenska landsliðsbúningnum. Vísir Ungir Sjálfstæðismenn á Akureyri voru full borubrattir þegar þeir létu mynda sig í landsliðsbúningnum á dögunum og birtu. Ýmsum þótti þetta skjóta skökku við og bárust KSÍ ábendingar úr ýmsum áttum um að þarna hlytu hinir ungu pólitísku Akureyringar komnir yfir strikið.Freisting að vilja tengja sig við liðið þegar vel gengur Darri Johanssen hjá Pipar\TBWA segir þetta rétt, en KSÍ og Pipar auglýsingastofa gerðu með sér samstarfssamning um sérstaka vörumerkjavöktun. „Það er alltaf ákveðin freisting hjá auglýsendum að tengja sig liðinu í markaðsefni, ekki síst þegar vel gengur – og það er eðlilegt. Öll þjóðin fylgist með og allir vilja veg liðsins sem mestan. En um þetta gilda hinsvegar mjög strangar reglur. Merki KSÍ og landsliðsbúningurinn eru skrásett vörumerki og öll notkun myndefnis sem sýnir merkið, búninginn eða leikmenn íklædda honum er með öllu óheimil, nema samstarfsaðilum KSÍ,“ sagði Ómar Smárason, markaðsstjóri hjá KSÍ, þegar sá samningur var kynntur.Tóku myndina úr birtingu umsvifalaust Darri segir að þegar hinum ungu Sjálfstæðismönnum hafi borist ábending um að þeir væru líkast til innan landhelgi með þetta uppátæki sitt hafi þeir haft samband við KSÍ af fyrra bragði. Þá til að kynna sér stöðu sína. „KSÍ tjáði þeim þá að það gæti ekki heimilað þessa tilteknu notkun á búningnum. Þau brugðust hratt og vel við og tóku myndina úr birtingu um leið, fannst þetta afar leiðinlegt, báðust velvirðingar á því og þannig lauk málinu. Engir eftirmálar.“ Darri segir segir eðlilegt að fólk almennt viti ekki hvar línurnar í þessu liggja og um að gera sé að hafa samband við Pipar\TBWA eða KSÍ til að ganga úr skugga um það ef vafi leiki á um. Ekki megi nota búningana í markaðslegum tilgangi en einstaklingum er hins vegar eftir sem áður heimilt að birta myndir af sér í búningunum: Áfram Ísland! Kosningar 2018 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ungir Sjálfstæðismenn á Akureyri voru full borubrattir þegar þeir létu mynda sig í landsliðsbúningnum á dögunum og birtu. Ýmsum þótti þetta skjóta skökku við og bárust KSÍ ábendingar úr ýmsum áttum um að þarna hlytu hinir ungu pólitísku Akureyringar komnir yfir strikið.Freisting að vilja tengja sig við liðið þegar vel gengur Darri Johanssen hjá Pipar\TBWA segir þetta rétt, en KSÍ og Pipar auglýsingastofa gerðu með sér samstarfssamning um sérstaka vörumerkjavöktun. „Það er alltaf ákveðin freisting hjá auglýsendum að tengja sig liðinu í markaðsefni, ekki síst þegar vel gengur – og það er eðlilegt. Öll þjóðin fylgist með og allir vilja veg liðsins sem mestan. En um þetta gilda hinsvegar mjög strangar reglur. Merki KSÍ og landsliðsbúningurinn eru skrásett vörumerki og öll notkun myndefnis sem sýnir merkið, búninginn eða leikmenn íklædda honum er með öllu óheimil, nema samstarfsaðilum KSÍ,“ sagði Ómar Smárason, markaðsstjóri hjá KSÍ, þegar sá samningur var kynntur.Tóku myndina úr birtingu umsvifalaust Darri segir að þegar hinum ungu Sjálfstæðismönnum hafi borist ábending um að þeir væru líkast til innan landhelgi með þetta uppátæki sitt hafi þeir haft samband við KSÍ af fyrra bragði. Þá til að kynna sér stöðu sína. „KSÍ tjáði þeim þá að það gæti ekki heimilað þessa tilteknu notkun á búningnum. Þau brugðust hratt og vel við og tóku myndina úr birtingu um leið, fannst þetta afar leiðinlegt, báðust velvirðingar á því og þannig lauk málinu. Engir eftirmálar.“ Darri segir segir eðlilegt að fólk almennt viti ekki hvar línurnar í þessu liggja og um að gera sé að hafa samband við Pipar\TBWA eða KSÍ til að ganga úr skugga um það ef vafi leiki á um. Ekki megi nota búningana í markaðslegum tilgangi en einstaklingum er hins vegar eftir sem áður heimilt að birta myndir af sér í búningunum: Áfram Ísland!
Kosningar 2018 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira