Gylfi æfir með liðinu eftir örfáa daga: "Er á mjög fínum stað“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. maí 2018 11:59 Gylfi Þór er byrjaður að leika boltalistir að nýju Vísir/Vilhelm Ástandið á Gylfa Þór Sigurðssyni er „bara fínt,“ og mun hann byrja að æfa með íslenska landsliðinu innan tveggja, þriggja daga. Þetta sagði miðjumaðurinn knái í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í dag á æfingu íslenska liðsins. Gylfi Þór meiddist eins og alþjóð veit í leik með Brighton fyrr í vetur. Hann segir endurhæfinguna ganga vel. „Það er vika, tvær vikur síðan ég byrjaði að sparka í bolta. Ég er byrjaður að skjóta núna sem er mjög góð tilfinning. Búinn að vera langur tími en ég er byrjaður að gera flest; hoppa, hlaupa og taka snúninga,“ sagði Gylfi Þór. „Fyrsta daginn eftir meiðslin þá hélt ég að HM væri í hættu, ég gat ekki hreyft hnéð. Síðan gekk þetta mjög vel áður en það kom smá bakslag, var vökvi í hnénu sem þurfti að taka úr og það setti mig aftur um eina til tvær vikur, en ég er á mjög fínum stað núna.“ „Það mikilvægasta sem við erum búnir að gera síðustu vikur er að vera ekkert að flýta okkur. Við höfum nægan tíma, ég er að koma á réttum tíma. Það er engin ástæða fyrir því að vera að flýta sér í æfingar eða fyrsta leik á móti Noreg, málið er að ég þarf að vera heill og klár þegar við mætum til Rússlands.“ Ísland á vináttulandsleiki við Noreg og Gana þann 2. og 7. júní á Laugardalsvelli áður en liðið heldur til Rússlands. Stefnir Gylfi á að spila í þeim leikjum? „Planið er að fá nokkrar mínútur þar. Hversu margar fer eftir því hvernig æfingarnar ganga á næstu dögum og hvernig hnéð tekur því,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sérfræðingar ESPN hafa enga trú á Íslandi á HM: „Ævintýrið er á enda“ Strákarnir okkar eru fallbyssufóður á HM að mati nokkra virtra blaðamanna. 15. maí 2018 15:35 Gylfi byrjaður að sparka í bolta | Myndband Þau frábæru tíðindi bárust af Gylfa Þór Sigurðssyni í dag að hann væri farinn að sparka í bolta á nýjan leik. 17. maí 2018 13:46 Allardyce: Enn langt í Gylfa | Birkir spilar ekki um helgina Sam Allardyce, stjóri Everton, staðfesti á blaðamannafundi í morgun að Gylfi Þór Sigurðsson væri byrjaður að hreyfa sig á ný eftir meiðslin. 27. apríl 2018 09:30 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Ástandið á Gylfa Þór Sigurðssyni er „bara fínt,“ og mun hann byrja að æfa með íslenska landsliðinu innan tveggja, þriggja daga. Þetta sagði miðjumaðurinn knái í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í dag á æfingu íslenska liðsins. Gylfi Þór meiddist eins og alþjóð veit í leik með Brighton fyrr í vetur. Hann segir endurhæfinguna ganga vel. „Það er vika, tvær vikur síðan ég byrjaði að sparka í bolta. Ég er byrjaður að skjóta núna sem er mjög góð tilfinning. Búinn að vera langur tími en ég er byrjaður að gera flest; hoppa, hlaupa og taka snúninga,“ sagði Gylfi Þór. „Fyrsta daginn eftir meiðslin þá hélt ég að HM væri í hættu, ég gat ekki hreyft hnéð. Síðan gekk þetta mjög vel áður en það kom smá bakslag, var vökvi í hnénu sem þurfti að taka úr og það setti mig aftur um eina til tvær vikur, en ég er á mjög fínum stað núna.“ „Það mikilvægasta sem við erum búnir að gera síðustu vikur er að vera ekkert að flýta okkur. Við höfum nægan tíma, ég er að koma á réttum tíma. Það er engin ástæða fyrir því að vera að flýta sér í æfingar eða fyrsta leik á móti Noreg, málið er að ég þarf að vera heill og klár þegar við mætum til Rússlands.“ Ísland á vináttulandsleiki við Noreg og Gana þann 2. og 7. júní á Laugardalsvelli áður en liðið heldur til Rússlands. Stefnir Gylfi á að spila í þeim leikjum? „Planið er að fá nokkrar mínútur þar. Hversu margar fer eftir því hvernig æfingarnar ganga á næstu dögum og hvernig hnéð tekur því,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sérfræðingar ESPN hafa enga trú á Íslandi á HM: „Ævintýrið er á enda“ Strákarnir okkar eru fallbyssufóður á HM að mati nokkra virtra blaðamanna. 15. maí 2018 15:35 Gylfi byrjaður að sparka í bolta | Myndband Þau frábæru tíðindi bárust af Gylfa Þór Sigurðssyni í dag að hann væri farinn að sparka í bolta á nýjan leik. 17. maí 2018 13:46 Allardyce: Enn langt í Gylfa | Birkir spilar ekki um helgina Sam Allardyce, stjóri Everton, staðfesti á blaðamannafundi í morgun að Gylfi Þór Sigurðsson væri byrjaður að hreyfa sig á ný eftir meiðslin. 27. apríl 2018 09:30 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Sérfræðingar ESPN hafa enga trú á Íslandi á HM: „Ævintýrið er á enda“ Strákarnir okkar eru fallbyssufóður á HM að mati nokkra virtra blaðamanna. 15. maí 2018 15:35
Gylfi byrjaður að sparka í bolta | Myndband Þau frábæru tíðindi bárust af Gylfa Þór Sigurðssyni í dag að hann væri farinn að sparka í bolta á nýjan leik. 17. maí 2018 13:46
Allardyce: Enn langt í Gylfa | Birkir spilar ekki um helgina Sam Allardyce, stjóri Everton, staðfesti á blaðamannafundi í morgun að Gylfi Þór Sigurðsson væri byrjaður að hreyfa sig á ný eftir meiðslin. 27. apríl 2018 09:30