Hrafn Jökulsson fær að hafa lögheimili sitt í Árneshreppi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. maí 2018 11:16 Hrafn Jökulsson er ánægður með að lögheimilisskráning hans í Árneshrepp standi. vísir/ernir Þjóðskrá hefur orðið við þeirri kröfu Hrafns Jökulssonar að lögheimilisflutningur hans í Kaupfélagshúsið í Árneshreppi í lok apríl síðastliðnum standi. Áður hafði Þjóðskrá fellt lögheimilisskráningu Hrafns úr gildi en eins og fjallað hefur verið um ákvað stofnunin að taka lögheimilisflutninga átján einstaklinga í Árneshrepp til skoðunar á dögunum. Á föstudag voru tólf lögheimilisskráningar felldar úr gildi, þar á meðal lögheimilisskráning Hrafns. Í fyrradag var sú þréttánda felld úr gildi, ein var samþykkt og einn dró skráninguna til baka. Í gær var svo ein skráning felld úr gildi. Hreppsnefnd Árneshrepps felldi svo tólf einstaklinga út af kjörskrá í hreppnum í fyrradag í samræmi við ákvörðun Þjóðskrá um að fella lögheimiliskráningarnar úr gildi. Hrafn segist í samtali við Vísi óskaplega glaður með að málinu sé lokið. Hann segist ekki vita betur en að hreppsnefndin fundi í kvöld og fari yfir kjörskrána á ný. Kveðst hann ekki eiga von á öðru en að honum verði bætt aftur inn á hana. „Mér var að berast frá Þjóðskrá Íslands tilkynning um það að þeir hefðu orðið við minni réttmætu kröfu um að lögheimilisflutningur minn standi. Ég er óskaplega glaður yfir því að þessu máli skuli vera lokið og óendanlega þakklátur öllum þeim sem hafa lagt mér lið í þessari mannréttindabaráttu,“ segir Hrafn. Spurður út í hvað hann þurfti að gera til að fá skráningunni breytt til baka segir hann: „Ég hef átt í góðum samskiptum við hið ágæta starfsfólk Þjóðskrár. Þeim hafa borist hin ýmsu gögn bæði frá mér og öðrum máli mínu til staðfestingar og ég vissi alltaf að réttlætið myndi sigra að lokum. Það er mikill léttir að geta farið að hugsa um eitthvað annað.“ Hrafn segist feginn hversu hratt og vel málið gekk fyrir sig. „Og ég er ákaflega ánægður hve Þjóðskrá hefur unnið faglega að mínu máli.“Hér fyrir neðan má sjá færslu Hrafns á Facebook frá því fyrr í vikunni um málið. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vefja náttsloppunum fastar utan um sig þegar við mætum með skóflurnar Árneshreppur á Ströndum er búinn að stela sviðsljósinu fyrir þessar kosningar. Bóndinn í Steinstúni vandar lögheimilisflytjendum ekki kveðjurnar. 23. maí 2018 22:15 Felldu tólf út af kjörskrá Árneshrepps Meirihluti nefndarinnar ákvað þetta á fundi í kvöld þar sem mótmæli voru viðhöfð af áhorfendum. 22. maí 2018 22:34 Þjóðskrá hefur afgreitt 15 af 18 lögheimilisskráningum í Árneshrepp Þjóðská felldi niður eina lögheimilsskráningu í Árneshrepp í dag. 23. maí 2018 16:56 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Þjóðskrá hefur orðið við þeirri kröfu Hrafns Jökulssonar að lögheimilisflutningur hans í Kaupfélagshúsið í Árneshreppi í lok apríl síðastliðnum standi. Áður hafði Þjóðskrá fellt lögheimilisskráningu Hrafns úr gildi en eins og fjallað hefur verið um ákvað stofnunin að taka lögheimilisflutninga átján einstaklinga í Árneshrepp til skoðunar á dögunum. Á föstudag voru tólf lögheimilisskráningar felldar úr gildi, þar á meðal lögheimilisskráning Hrafns. Í fyrradag var sú þréttánda felld úr gildi, ein var samþykkt og einn dró skráninguna til baka. Í gær var svo ein skráning felld úr gildi. Hreppsnefnd Árneshrepps felldi svo tólf einstaklinga út af kjörskrá í hreppnum í fyrradag í samræmi við ákvörðun Þjóðskrá um að fella lögheimiliskráningarnar úr gildi. Hrafn segist í samtali við Vísi óskaplega glaður með að málinu sé lokið. Hann segist ekki vita betur en að hreppsnefndin fundi í kvöld og fari yfir kjörskrána á ný. Kveðst hann ekki eiga von á öðru en að honum verði bætt aftur inn á hana. „Mér var að berast frá Þjóðskrá Íslands tilkynning um það að þeir hefðu orðið við minni réttmætu kröfu um að lögheimilisflutningur minn standi. Ég er óskaplega glaður yfir því að þessu máli skuli vera lokið og óendanlega þakklátur öllum þeim sem hafa lagt mér lið í þessari mannréttindabaráttu,“ segir Hrafn. Spurður út í hvað hann þurfti að gera til að fá skráningunni breytt til baka segir hann: „Ég hef átt í góðum samskiptum við hið ágæta starfsfólk Þjóðskrár. Þeim hafa borist hin ýmsu gögn bæði frá mér og öðrum máli mínu til staðfestingar og ég vissi alltaf að réttlætið myndi sigra að lokum. Það er mikill léttir að geta farið að hugsa um eitthvað annað.“ Hrafn segist feginn hversu hratt og vel málið gekk fyrir sig. „Og ég er ákaflega ánægður hve Þjóðskrá hefur unnið faglega að mínu máli.“Hér fyrir neðan má sjá færslu Hrafns á Facebook frá því fyrr í vikunni um málið.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vefja náttsloppunum fastar utan um sig þegar við mætum með skóflurnar Árneshreppur á Ströndum er búinn að stela sviðsljósinu fyrir þessar kosningar. Bóndinn í Steinstúni vandar lögheimilisflytjendum ekki kveðjurnar. 23. maí 2018 22:15 Felldu tólf út af kjörskrá Árneshrepps Meirihluti nefndarinnar ákvað þetta á fundi í kvöld þar sem mótmæli voru viðhöfð af áhorfendum. 22. maí 2018 22:34 Þjóðskrá hefur afgreitt 15 af 18 lögheimilisskráningum í Árneshrepp Þjóðská felldi niður eina lögheimilsskráningu í Árneshrepp í dag. 23. maí 2018 16:56 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Vefja náttsloppunum fastar utan um sig þegar við mætum með skóflurnar Árneshreppur á Ströndum er búinn að stela sviðsljósinu fyrir þessar kosningar. Bóndinn í Steinstúni vandar lögheimilisflytjendum ekki kveðjurnar. 23. maí 2018 22:15
Felldu tólf út af kjörskrá Árneshrepps Meirihluti nefndarinnar ákvað þetta á fundi í kvöld þar sem mótmæli voru viðhöfð af áhorfendum. 22. maí 2018 22:34
Þjóðskrá hefur afgreitt 15 af 18 lögheimilisskráningum í Árneshrepp Þjóðská felldi niður eina lögheimilsskráningu í Árneshrepp í dag. 23. maí 2018 16:56