Sálfræðing í hvern skóla Kolbrún Baldursdóttir skrifar 24. maí 2018 10:30 Sálfræðiþjónusta við börn í skólum er einn af þeim málaflokkum sem hefur verið vanræktur hjá borgarmeirihlutanum árum saman. Nú sinnir hver sálfræðingur jafnvel þremur skólum. Nærtækasta dæmið er úr Breiðholti en í Breiðholti eru 17 leik- og grunnskólar en aðeins 5 stöðugildi sálfræðinga. Mikið álag er á sálfræðingum þjónustumiðstöðva og erfitt fyrir þá að vera til taks fyrir börnin, kennarana og foreldrana. Í starfi mínu sem sálfræðingur á heilsugæslu í Breiðholti hafa komið til mín foreldrar sem segja að enginn sálfræðingur sé í grunnskóla barna þeirra, í það minnsta hafa þeir ekki heyrt af slíkum. Flokkur fólksins vill að sérhver skóli hafi sinn sálfræðing. Við munum ekki hætta fyrr en því markmiði er náð fái Flokkur fólksins kjörgengi í kosningunum næstkomandi laugardag. Viðunandi fyrirkomulag er að einn sálfræðingur í fullu starfi sinni að hámarki einum grunnskóla og einum leikskóla.En hvert er hlutverk skólasálfræðings? Hlutverk skólasálfræðings felst í greiningu á vanda barna, ráðgjöf til foreldra og starfsfólks og stuðningsviðtölum við börn. Algengast er að börnum sé vísað til skólasálfræðings vegna vanlíðunar s.s. kvíða, depurðar eða gruns um athyglisbrest og/eða ofvirkni, hegðunarvanda eða þroskaskerðingar. Hlutverk sálfræðinga í skóla er einnig að vinna við hlið kennara og styðja foreldra í tilfellum barna sem glíma við hegðunar- og tilfinningavanda. Eins og sjá má er hlutverk skólasálfræðings yfirgripsmikið og er vísað til nánari upplýsinga í Reglugerð um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla. Ef þú hefur ekki séð sálfræðinginn í skóla barnsins þíns er það vegna þess að hann annar ekki að sinna starfi sínu sem skyldi. Þegar kemur að börnunum á ekki að spara eða skera niður eins og gert hefur verið á undanförnum árum. Borgin hefur vel ráð á að sjá til þess að börn, foreldrar og kennarar hafi fullnægjandi aðgengi að sálfræðiþjónustu í skólum. Flokkur fólksins vill velta við hverjum steini til að fjármagna megi strax þá aðgerð að ráða fleiri sálfræðinga í skóla. Með því að sameina nefndir sem nú telja um 400 og draga úr ferðakostnaði er hægt að veita fjárhagslegt svigrúm sem nota má til að ráða fleiri sálfræðinga í skóla í haust. Bið eftir þjónustu fagaðila fyrir barn getur haft alvarlegar afleiðingar. Börnum í vanlíðan sem ekki er sinnt eru oft búin að missa sjálfstraust, jafnvel farin að stunda sjálfskaða, neita að fara í skólann og dæmi eru um að börn tali um að þau vilji ekki lifa lengur. Flokkur fólksins líður ekki að börn sem þarfnast aðstoðar séu látin bíða og líða sálarkvalir af því að borgin telur sig ekki hafa efni á að sinna þeim með fullnægjandi hætti. Gleymum ekki að börnin eru framtíðin!Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Sálfræðiþjónusta við börn í skólum er einn af þeim málaflokkum sem hefur verið vanræktur hjá borgarmeirihlutanum árum saman. Nú sinnir hver sálfræðingur jafnvel þremur skólum. Nærtækasta dæmið er úr Breiðholti en í Breiðholti eru 17 leik- og grunnskólar en aðeins 5 stöðugildi sálfræðinga. Mikið álag er á sálfræðingum þjónustumiðstöðva og erfitt fyrir þá að vera til taks fyrir börnin, kennarana og foreldrana. Í starfi mínu sem sálfræðingur á heilsugæslu í Breiðholti hafa komið til mín foreldrar sem segja að enginn sálfræðingur sé í grunnskóla barna þeirra, í það minnsta hafa þeir ekki heyrt af slíkum. Flokkur fólksins vill að sérhver skóli hafi sinn sálfræðing. Við munum ekki hætta fyrr en því markmiði er náð fái Flokkur fólksins kjörgengi í kosningunum næstkomandi laugardag. Viðunandi fyrirkomulag er að einn sálfræðingur í fullu starfi sinni að hámarki einum grunnskóla og einum leikskóla.En hvert er hlutverk skólasálfræðings? Hlutverk skólasálfræðings felst í greiningu á vanda barna, ráðgjöf til foreldra og starfsfólks og stuðningsviðtölum við börn. Algengast er að börnum sé vísað til skólasálfræðings vegna vanlíðunar s.s. kvíða, depurðar eða gruns um athyglisbrest og/eða ofvirkni, hegðunarvanda eða þroskaskerðingar. Hlutverk sálfræðinga í skóla er einnig að vinna við hlið kennara og styðja foreldra í tilfellum barna sem glíma við hegðunar- og tilfinningavanda. Eins og sjá má er hlutverk skólasálfræðings yfirgripsmikið og er vísað til nánari upplýsinga í Reglugerð um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla. Ef þú hefur ekki séð sálfræðinginn í skóla barnsins þíns er það vegna þess að hann annar ekki að sinna starfi sínu sem skyldi. Þegar kemur að börnunum á ekki að spara eða skera niður eins og gert hefur verið á undanförnum árum. Borgin hefur vel ráð á að sjá til þess að börn, foreldrar og kennarar hafi fullnægjandi aðgengi að sálfræðiþjónustu í skólum. Flokkur fólksins vill velta við hverjum steini til að fjármagna megi strax þá aðgerð að ráða fleiri sálfræðinga í skóla. Með því að sameina nefndir sem nú telja um 400 og draga úr ferðakostnaði er hægt að veita fjárhagslegt svigrúm sem nota má til að ráða fleiri sálfræðinga í skóla í haust. Bið eftir þjónustu fagaðila fyrir barn getur haft alvarlegar afleiðingar. Börnum í vanlíðan sem ekki er sinnt eru oft búin að missa sjálfstraust, jafnvel farin að stunda sjálfskaða, neita að fara í skólann og dæmi eru um að börn tali um að þau vilji ekki lifa lengur. Flokkur fólksins líður ekki að börn sem þarfnast aðstoðar séu látin bíða og líða sálarkvalir af því að borgin telur sig ekki hafa efni á að sinna þeim með fullnægjandi hætti. Gleymum ekki að börnin eru framtíðin!Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun