Sálfræðing í hvern skóla Kolbrún Baldursdóttir skrifar 24. maí 2018 10:30 Sálfræðiþjónusta við börn í skólum er einn af þeim málaflokkum sem hefur verið vanræktur hjá borgarmeirihlutanum árum saman. Nú sinnir hver sálfræðingur jafnvel þremur skólum. Nærtækasta dæmið er úr Breiðholti en í Breiðholti eru 17 leik- og grunnskólar en aðeins 5 stöðugildi sálfræðinga. Mikið álag er á sálfræðingum þjónustumiðstöðva og erfitt fyrir þá að vera til taks fyrir börnin, kennarana og foreldrana. Í starfi mínu sem sálfræðingur á heilsugæslu í Breiðholti hafa komið til mín foreldrar sem segja að enginn sálfræðingur sé í grunnskóla barna þeirra, í það minnsta hafa þeir ekki heyrt af slíkum. Flokkur fólksins vill að sérhver skóli hafi sinn sálfræðing. Við munum ekki hætta fyrr en því markmiði er náð fái Flokkur fólksins kjörgengi í kosningunum næstkomandi laugardag. Viðunandi fyrirkomulag er að einn sálfræðingur í fullu starfi sinni að hámarki einum grunnskóla og einum leikskóla.En hvert er hlutverk skólasálfræðings? Hlutverk skólasálfræðings felst í greiningu á vanda barna, ráðgjöf til foreldra og starfsfólks og stuðningsviðtölum við börn. Algengast er að börnum sé vísað til skólasálfræðings vegna vanlíðunar s.s. kvíða, depurðar eða gruns um athyglisbrest og/eða ofvirkni, hegðunarvanda eða þroskaskerðingar. Hlutverk sálfræðinga í skóla er einnig að vinna við hlið kennara og styðja foreldra í tilfellum barna sem glíma við hegðunar- og tilfinningavanda. Eins og sjá má er hlutverk skólasálfræðings yfirgripsmikið og er vísað til nánari upplýsinga í Reglugerð um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla. Ef þú hefur ekki séð sálfræðinginn í skóla barnsins þíns er það vegna þess að hann annar ekki að sinna starfi sínu sem skyldi. Þegar kemur að börnunum á ekki að spara eða skera niður eins og gert hefur verið á undanförnum árum. Borgin hefur vel ráð á að sjá til þess að börn, foreldrar og kennarar hafi fullnægjandi aðgengi að sálfræðiþjónustu í skólum. Flokkur fólksins vill velta við hverjum steini til að fjármagna megi strax þá aðgerð að ráða fleiri sálfræðinga í skóla. Með því að sameina nefndir sem nú telja um 400 og draga úr ferðakostnaði er hægt að veita fjárhagslegt svigrúm sem nota má til að ráða fleiri sálfræðinga í skóla í haust. Bið eftir þjónustu fagaðila fyrir barn getur haft alvarlegar afleiðingar. Börnum í vanlíðan sem ekki er sinnt eru oft búin að missa sjálfstraust, jafnvel farin að stunda sjálfskaða, neita að fara í skólann og dæmi eru um að börn tali um að þau vilji ekki lifa lengur. Flokkur fólksins líður ekki að börn sem þarfnast aðstoðar séu látin bíða og líða sálarkvalir af því að borgin telur sig ekki hafa efni á að sinna þeim með fullnægjandi hætti. Gleymum ekki að börnin eru framtíðin!Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sálfræðiþjónusta við börn í skólum er einn af þeim málaflokkum sem hefur verið vanræktur hjá borgarmeirihlutanum árum saman. Nú sinnir hver sálfræðingur jafnvel þremur skólum. Nærtækasta dæmið er úr Breiðholti en í Breiðholti eru 17 leik- og grunnskólar en aðeins 5 stöðugildi sálfræðinga. Mikið álag er á sálfræðingum þjónustumiðstöðva og erfitt fyrir þá að vera til taks fyrir börnin, kennarana og foreldrana. Í starfi mínu sem sálfræðingur á heilsugæslu í Breiðholti hafa komið til mín foreldrar sem segja að enginn sálfræðingur sé í grunnskóla barna þeirra, í það minnsta hafa þeir ekki heyrt af slíkum. Flokkur fólksins vill að sérhver skóli hafi sinn sálfræðing. Við munum ekki hætta fyrr en því markmiði er náð fái Flokkur fólksins kjörgengi í kosningunum næstkomandi laugardag. Viðunandi fyrirkomulag er að einn sálfræðingur í fullu starfi sinni að hámarki einum grunnskóla og einum leikskóla.En hvert er hlutverk skólasálfræðings? Hlutverk skólasálfræðings felst í greiningu á vanda barna, ráðgjöf til foreldra og starfsfólks og stuðningsviðtölum við börn. Algengast er að börnum sé vísað til skólasálfræðings vegna vanlíðunar s.s. kvíða, depurðar eða gruns um athyglisbrest og/eða ofvirkni, hegðunarvanda eða þroskaskerðingar. Hlutverk sálfræðinga í skóla er einnig að vinna við hlið kennara og styðja foreldra í tilfellum barna sem glíma við hegðunar- og tilfinningavanda. Eins og sjá má er hlutverk skólasálfræðings yfirgripsmikið og er vísað til nánari upplýsinga í Reglugerð um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla. Ef þú hefur ekki séð sálfræðinginn í skóla barnsins þíns er það vegna þess að hann annar ekki að sinna starfi sínu sem skyldi. Þegar kemur að börnunum á ekki að spara eða skera niður eins og gert hefur verið á undanförnum árum. Borgin hefur vel ráð á að sjá til þess að börn, foreldrar og kennarar hafi fullnægjandi aðgengi að sálfræðiþjónustu í skólum. Flokkur fólksins vill velta við hverjum steini til að fjármagna megi strax þá aðgerð að ráða fleiri sálfræðinga í skóla. Með því að sameina nefndir sem nú telja um 400 og draga úr ferðakostnaði er hægt að veita fjárhagslegt svigrúm sem nota má til að ráða fleiri sálfræðinga í skóla í haust. Bið eftir þjónustu fagaðila fyrir barn getur haft alvarlegar afleiðingar. Börnum í vanlíðan sem ekki er sinnt eru oft búin að missa sjálfstraust, jafnvel farin að stunda sjálfskaða, neita að fara í skólann og dæmi eru um að börn tali um að þau vilji ekki lifa lengur. Flokkur fólksins líður ekki að börn sem þarfnast aðstoðar séu látin bíða og líða sálarkvalir af því að borgin telur sig ekki hafa efni á að sinna þeim með fullnægjandi hætti. Gleymum ekki að börnin eru framtíðin!Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun