Bandarískur ferðamaður í farbann vegna banaslyss Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. maí 2018 20:14 Íslensk kona á miðjum aldri lést í slysinu. Vísir Landsréttur hefur staðfest farbann yfir bandarískum ferðamanni sem grunaður er um að hafa verið valdur að banaslysi á Suðurlandsvegi í síðustu viku. Frásögn mannsins er ekki í samræmi við þau gögn sem tæknideild lögreglunnar hefur aflað við rannsókn slyssins. Íslensk kona á miðjum aldri lést í slysinu þegar tveir bílar rákust saman við afleggjarann að Landeyjarhafnarvegi. Var hún ein í sínum bíl en í hinum bílnum voru þrír Bandaríkjamenn á miðjum aldri sem voru hér í ferðalagi. Virðast þeir hafa sloppið að mestu leyti við meiðsli í slysinu. Maðurinn var úrskurðaður í farbann til 15. júní í Héraðsdómi Suðurlands fyrir helgi en úrskurðurinn var kærður til Landsréttar.Telur líklegt að hann reyni að koma sér undan málsóknÍ úrskurði Landsréttar kemur fram að við skýrslutöku hjá lögreglu hafi bandaríski ferðamaðurinn sagst hafa ekið á sínum vegarhelmingi en bifreiðin sem á móti kom hafi virst honum stjórnlaus og komið yfir á hans vegarhelming. Hann hafi ekki getað forðað árekstri þar sem þarna sé brú á veginum og sagðist hann því ekki hafa verið valdur að slysinu. Í úrskurðinum kemur einnig fram að samkvæmt gögnum tæknideildar lögreglu sem liggi fyrir við rannsókn málsins telji lögregla ljóst að bílnum sem bandaríski ferðamaðurinn ók hafi verið ekið á öfugum vegarhelmingi. Telur lögreglustjóri að með vísan til þess að ferðamaðurinn neiti sök og þess misræmis sem gæti á milli frásagnar hans og gagna málsins megi leiða líkur að því bandaríski ferðamaðurinn „kunni að reyna að leynast eða koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar ef til þess kemur.“ Tók Landsréttur undir þessi sjónarmið lögreglustjóra og í ljósi þess að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa gerst sekur um þau brot sem hann er grunaður um í málinu var farbannsúrskurður héraðsdóms staðfestur. Tengdar fréttir Banaslys á Suðurlandsvegi Þrír aðrir fluttir slasaðir á sjúkrahús 16. maí 2018 16:32 Kona á miðjum aldri lést í slysinu Konan var ein í bílnum þegar slysið varð. 16. maí 2018 23:01 Nafn konunnar sem lést á Suðurlandsvegi Bænastund í Eyvindarhólakirkju í kvöld 17. maí 2018 15:04 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest farbann yfir bandarískum ferðamanni sem grunaður er um að hafa verið valdur að banaslysi á Suðurlandsvegi í síðustu viku. Frásögn mannsins er ekki í samræmi við þau gögn sem tæknideild lögreglunnar hefur aflað við rannsókn slyssins. Íslensk kona á miðjum aldri lést í slysinu þegar tveir bílar rákust saman við afleggjarann að Landeyjarhafnarvegi. Var hún ein í sínum bíl en í hinum bílnum voru þrír Bandaríkjamenn á miðjum aldri sem voru hér í ferðalagi. Virðast þeir hafa sloppið að mestu leyti við meiðsli í slysinu. Maðurinn var úrskurðaður í farbann til 15. júní í Héraðsdómi Suðurlands fyrir helgi en úrskurðurinn var kærður til Landsréttar.Telur líklegt að hann reyni að koma sér undan málsóknÍ úrskurði Landsréttar kemur fram að við skýrslutöku hjá lögreglu hafi bandaríski ferðamaðurinn sagst hafa ekið á sínum vegarhelmingi en bifreiðin sem á móti kom hafi virst honum stjórnlaus og komið yfir á hans vegarhelming. Hann hafi ekki getað forðað árekstri þar sem þarna sé brú á veginum og sagðist hann því ekki hafa verið valdur að slysinu. Í úrskurðinum kemur einnig fram að samkvæmt gögnum tæknideildar lögreglu sem liggi fyrir við rannsókn málsins telji lögregla ljóst að bílnum sem bandaríski ferðamaðurinn ók hafi verið ekið á öfugum vegarhelmingi. Telur lögreglustjóri að með vísan til þess að ferðamaðurinn neiti sök og þess misræmis sem gæti á milli frásagnar hans og gagna málsins megi leiða líkur að því bandaríski ferðamaðurinn „kunni að reyna að leynast eða koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar ef til þess kemur.“ Tók Landsréttur undir þessi sjónarmið lögreglustjóra og í ljósi þess að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa gerst sekur um þau brot sem hann er grunaður um í málinu var farbannsúrskurður héraðsdóms staðfestur.
Tengdar fréttir Banaslys á Suðurlandsvegi Þrír aðrir fluttir slasaðir á sjúkrahús 16. maí 2018 16:32 Kona á miðjum aldri lést í slysinu Konan var ein í bílnum þegar slysið varð. 16. maí 2018 23:01 Nafn konunnar sem lést á Suðurlandsvegi Bænastund í Eyvindarhólakirkju í kvöld 17. maí 2018 15:04 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira