Palestínumenn kæra Ísrael til Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. maí 2018 19:30 Yfirvöld í Palestínu hafa kært Ísraelsríki til Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag fyrir meinta stríðsglæpi Ísraela í Palestínu. Ísraelar vísa ásökunum um stríðsglæpi aftur á móti á bug. Utanríkisráðherra Palestínu fór fram á formlega rannsókn við Alþjóðaglæpadómstólinn í Haag í gær. Hann vill að saksóknari rannsaki meinta glæpi og mannréttindabrot Ísraelshers gegn Palestínumönnum allt aftur til ársins 2014 - þar á meðal dauðsföll fjölda Palestínumanna sem fallið hafa í mótmælum við Gaza-ströndina undanfarnar vikur. „Palestínuríki tók mikilvægt og sögulegt skref í átt að réttlæti fyrir Palestínumenn sem halda áfram að þjást vegna viðvarandi, víðtækra og kerfisbundinna glæpa,“ segir Riyad al-Maliki, utanríkisráðherra Palestínu. Með rannsókninni vilja Palestínumenn láta reyna á raunverulegt vægi alþjóðalaga og hvort þau þjóni þeim tilgangi sem þeim sé ætlað. Ísrael er ekki meðal þeirra 123 ríkja sem aðild eiga að glæpadómstólnum en það er Palestína aftur á móti. Þannig gæti dómstóllinn aðeins rannsakað þá meintu glæpi sem framdir hafa verið í landi Palestínu að því er Reuters greinir frá. „Frekari tafir á réttlæti fyrir palestínsk fórnarlömb jafngildir því að þeim sé neitað um réttlæti og það er óásættanlegt. Við líðum það ekki að óréttlætið verði örlög Palestínu,“ segir Maliki. Ísraelar segja rannsókn af þessum toga ekki standast lög og telja dómstóllin fara út fyrir valdsvið sitt. Þá vísa þeir ásökunum um stríðsglæpi og mannréttindabrot alfarið á bug og segja aðgerðir hersins á Gaza að undanförnu hafa verið réttmætar. Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Tengdar fréttir Rannsakað af stríðsglæpadómstólnum Um tólf þúsund hafa særst í mótmælum á Gazaströndinni frá marslokum. Öryggisráðið fundaði í gær vegna mannfallsins á sunnudag. Aðalsaksóknari stríðsglæpadómstólsins fylgist náið með málum. 16. maí 2018 06:00 Fjölmörgum blöskrar blóðbaðið í Palestínu Hópur fólks kom saman til samtöðufundar með palestínu á Austurvelli í dag. 15. maí 2018 18:30 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Yfirvöld í Palestínu hafa kært Ísraelsríki til Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag fyrir meinta stríðsglæpi Ísraela í Palestínu. Ísraelar vísa ásökunum um stríðsglæpi aftur á móti á bug. Utanríkisráðherra Palestínu fór fram á formlega rannsókn við Alþjóðaglæpadómstólinn í Haag í gær. Hann vill að saksóknari rannsaki meinta glæpi og mannréttindabrot Ísraelshers gegn Palestínumönnum allt aftur til ársins 2014 - þar á meðal dauðsföll fjölda Palestínumanna sem fallið hafa í mótmælum við Gaza-ströndina undanfarnar vikur. „Palestínuríki tók mikilvægt og sögulegt skref í átt að réttlæti fyrir Palestínumenn sem halda áfram að þjást vegna viðvarandi, víðtækra og kerfisbundinna glæpa,“ segir Riyad al-Maliki, utanríkisráðherra Palestínu. Með rannsókninni vilja Palestínumenn láta reyna á raunverulegt vægi alþjóðalaga og hvort þau þjóni þeim tilgangi sem þeim sé ætlað. Ísrael er ekki meðal þeirra 123 ríkja sem aðild eiga að glæpadómstólnum en það er Palestína aftur á móti. Þannig gæti dómstóllinn aðeins rannsakað þá meintu glæpi sem framdir hafa verið í landi Palestínu að því er Reuters greinir frá. „Frekari tafir á réttlæti fyrir palestínsk fórnarlömb jafngildir því að þeim sé neitað um réttlæti og það er óásættanlegt. Við líðum það ekki að óréttlætið verði örlög Palestínu,“ segir Maliki. Ísraelar segja rannsókn af þessum toga ekki standast lög og telja dómstóllin fara út fyrir valdsvið sitt. Þá vísa þeir ásökunum um stríðsglæpi og mannréttindabrot alfarið á bug og segja aðgerðir hersins á Gaza að undanförnu hafa verið réttmætar.
Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Tengdar fréttir Rannsakað af stríðsglæpadómstólnum Um tólf þúsund hafa særst í mótmælum á Gazaströndinni frá marslokum. Öryggisráðið fundaði í gær vegna mannfallsins á sunnudag. Aðalsaksóknari stríðsglæpadómstólsins fylgist náið með málum. 16. maí 2018 06:00 Fjölmörgum blöskrar blóðbaðið í Palestínu Hópur fólks kom saman til samtöðufundar með palestínu á Austurvelli í dag. 15. maí 2018 18:30 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Rannsakað af stríðsglæpadómstólnum Um tólf þúsund hafa særst í mótmælum á Gazaströndinni frá marslokum. Öryggisráðið fundaði í gær vegna mannfallsins á sunnudag. Aðalsaksóknari stríðsglæpadómstólsins fylgist náið með málum. 16. maí 2018 06:00
Fjölmörgum blöskrar blóðbaðið í Palestínu Hópur fólks kom saman til samtöðufundar með palestínu á Austurvelli í dag. 15. maí 2018 18:30