Kyrrstaða og þróun Björn Gunnlaugsson skrifar 23. maí 2018 12:00 Árið 1950 voru geimferðir fjarlægur draumur. Stórveldi kalda stríðsins eltust við þann draum þar til hundurinn Laika, Júrí Gagarín og Neil Armstrong skráðu nöfn sín á spjöld sögunnar. Seinna urðu til geimferjur, alþjóðleg geimstöð og meira að segja risastór sjónauki sem sér út til endimarka alheimsins, eða þar um bil. Árið 1950 hafði enginn Íslendingur unnið Nóbelsverðlaun í bókmenntum þótt við litum á okkur sem mikla bókaþjóð. Fimm árum síðar skráði Halldór Laxness nafn sitt á spjöld sögunnar og síðan þá hefur hróður íslenskra höfunda breiðst út um allan heim. Verk eftir Einar Má og Einar Kárason hafa verið kvikmynduð, Arnaldur og Yrsa eru þýdd á fjölmörg tungumál, Blái hnötturinn hans Andra Snæs var næstum búinn að gera hann svo frægan að hann yrði forseti. Næstum, en ekki alveg. Eins hafði enginn Íslendingur unnið til verðlauna á Ólympíuleikum árið 1950 en Vilhjálmur Einarsson skráði nafn sitt á spjöld sögunnar í Melbourne og í kjölfarið fylgdu Bjarni Friðriksson, Vala Flosadóttir og svo strákarnir okkar. Við urðum stórasta land í heimi árið 2008. Á fleiri en einn hátt. Sama ár og Ísland gerði handknattleikinn heimsfrægan varð hér hrun sem kom okkur nú aldeilis í heimsfréttirnar. Hrunið var afleiðing af útþenslustefnu sem kannski má rekja alla leið aftur til miðrar síðustu aldar, þegar landhelgin umhverfis Ísland hafði verið færð út í heilar fjórar mílur og Bretland beitti hryðjuverkalögum þess tíma og setti á okkur löndunarbann. Landhelgin var smám saman færð lengra og lengra út og er nú fimmtugföld á við það sem hún var 1950. Nei annars, það er nú kannski hæpið að tengja þetta við hrunið. Kannski. Árið 1950 var haldin í fyrsta sinn danslagakeppni á vegum Skemmtiklúbbs Templara og var það lagið Ástartöfrar eftir Valdimar Auðunsson sem var hlutskarpast í flokki nýju dansanna. Síðan þá höfum við séð rokk, bítl, diskó, pönk og kalt stríð milli aðdáenda Wham og Duran Duran. Mezzoforte slógu í gegn með einu lagi, Sykurmolarnir með einni plötu og svo komu Sigur Rós og Of Monsters and Men og skráðu nöfn sín á spjöld sögunnar. Það er ómögulegt að Valdimar Auðunsson hafi gert sér grein fyrir því hvaða þróun hann var að hrinda af stað. Ekki séns að hann hafi látið sig dreyma um það, ekki frekar en að menn færu til tungslins. Ef við horfum út fyrir landsteinana sjáum við að á árunum eftir 1950 hafa stríðsátök brotist út og tekið enda í Kóreu, Víetnam, Júgóslavíu og Rúanda svo dæmi séu tekin. Heilu löndin hafa horfið af landakortinu, eins og Austur-Þýskaland, Bíafra og Tíbet. Lönd sem voru ekki til árið 1950 keppa nú í Júróvisjón og má þar nefna Litháen, Moldóvu og Tékkland. Árið 1950 settist Sjálfstæðisflokkurinn að völdum á Seltjarnarnesi, þar sem ég ólst upp sem barn og á heima í dag. Flokkur sá hefur setið einn að völdum á Nesinu samfleytt í þessi 68 ár, ávallt með hreinan meirihluta og hefur því aldrei svo mikið sem myndað meirihlutastjórn í samstarfi við aðra. Á laugardaginn gefst kjósendum í bænum mínum kostur á að skrá nöfn sín á spjöld sögunnar.Höfundur skipar 3. sæti á N-lista Viðreisnar og Neslistans á Seltjarnarnesi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1950 voru geimferðir fjarlægur draumur. Stórveldi kalda stríðsins eltust við þann draum þar til hundurinn Laika, Júrí Gagarín og Neil Armstrong skráðu nöfn sín á spjöld sögunnar. Seinna urðu til geimferjur, alþjóðleg geimstöð og meira að segja risastór sjónauki sem sér út til endimarka alheimsins, eða þar um bil. Árið 1950 hafði enginn Íslendingur unnið Nóbelsverðlaun í bókmenntum þótt við litum á okkur sem mikla bókaþjóð. Fimm árum síðar skráði Halldór Laxness nafn sitt á spjöld sögunnar og síðan þá hefur hróður íslenskra höfunda breiðst út um allan heim. Verk eftir Einar Má og Einar Kárason hafa verið kvikmynduð, Arnaldur og Yrsa eru þýdd á fjölmörg tungumál, Blái hnötturinn hans Andra Snæs var næstum búinn að gera hann svo frægan að hann yrði forseti. Næstum, en ekki alveg. Eins hafði enginn Íslendingur unnið til verðlauna á Ólympíuleikum árið 1950 en Vilhjálmur Einarsson skráði nafn sitt á spjöld sögunnar í Melbourne og í kjölfarið fylgdu Bjarni Friðriksson, Vala Flosadóttir og svo strákarnir okkar. Við urðum stórasta land í heimi árið 2008. Á fleiri en einn hátt. Sama ár og Ísland gerði handknattleikinn heimsfrægan varð hér hrun sem kom okkur nú aldeilis í heimsfréttirnar. Hrunið var afleiðing af útþenslustefnu sem kannski má rekja alla leið aftur til miðrar síðustu aldar, þegar landhelgin umhverfis Ísland hafði verið færð út í heilar fjórar mílur og Bretland beitti hryðjuverkalögum þess tíma og setti á okkur löndunarbann. Landhelgin var smám saman færð lengra og lengra út og er nú fimmtugföld á við það sem hún var 1950. Nei annars, það er nú kannski hæpið að tengja þetta við hrunið. Kannski. Árið 1950 var haldin í fyrsta sinn danslagakeppni á vegum Skemmtiklúbbs Templara og var það lagið Ástartöfrar eftir Valdimar Auðunsson sem var hlutskarpast í flokki nýju dansanna. Síðan þá höfum við séð rokk, bítl, diskó, pönk og kalt stríð milli aðdáenda Wham og Duran Duran. Mezzoforte slógu í gegn með einu lagi, Sykurmolarnir með einni plötu og svo komu Sigur Rós og Of Monsters and Men og skráðu nöfn sín á spjöld sögunnar. Það er ómögulegt að Valdimar Auðunsson hafi gert sér grein fyrir því hvaða þróun hann var að hrinda af stað. Ekki séns að hann hafi látið sig dreyma um það, ekki frekar en að menn færu til tungslins. Ef við horfum út fyrir landsteinana sjáum við að á árunum eftir 1950 hafa stríðsátök brotist út og tekið enda í Kóreu, Víetnam, Júgóslavíu og Rúanda svo dæmi séu tekin. Heilu löndin hafa horfið af landakortinu, eins og Austur-Þýskaland, Bíafra og Tíbet. Lönd sem voru ekki til árið 1950 keppa nú í Júróvisjón og má þar nefna Litháen, Moldóvu og Tékkland. Árið 1950 settist Sjálfstæðisflokkurinn að völdum á Seltjarnarnesi, þar sem ég ólst upp sem barn og á heima í dag. Flokkur sá hefur setið einn að völdum á Nesinu samfleytt í þessi 68 ár, ávallt með hreinan meirihluta og hefur því aldrei svo mikið sem myndað meirihlutastjórn í samstarfi við aðra. Á laugardaginn gefst kjósendum í bænum mínum kostur á að skrá nöfn sín á spjöld sögunnar.Höfundur skipar 3. sæti á N-lista Viðreisnar og Neslistans á Seltjarnarnesi
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun