22 dagar í HM: Þegar Platini hélt að liðsfélagi sinn væri dáinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. maí 2018 12:00 Þarna er Battiston búinn að skjóta á markið og skömmu síðar fékk hann mjöðmina á Schumacher í andlitið af fullum krafti. Afleiðingarnar voru alvarlegar. vísir/afp Einn besti leikur í sögu HM fór fram á HM árið 1982 en hans er samt einna helst minnst fyrir ljótasta brot í sögu keppninnar. Þetta var viðureign Vestur-Þýskalands og Frakklands í undanúrslitum á HM á Spáni. Algjörlega stórkostlegur leikur tveggja frábærra liða. Hrottaskapur þýska markvarðarins, Harald Schumacher, stal þó senunni. Franski varamaðurinn Patrick Battiston slapp þá inn fyrir vörn þýska liðsins. Hann var langt á undan Schumacher í boltann og þýski markvörðurinn brá þá á það ráð hoppa inn í Frakkann af krafti. Hann snéri upp á sig og fór með mjöðmina af fullu afli í andlitið á Battiston sem lá eftir steinrotaður. Hann var alvarlega meiddur. Það sáu allir enda höggið sem hann fékk rosalegt. Mænan skaddaðist, rifbein brotnuðu og hann missti þess utan tvær tennur. Battiston þurfti súrefni er hann fór af velli. Hann hefur aldrei jafnað sig fullkomlega eftir þetta brot.Platini stumrar hér yfir meðvitundarlausum Battiston.vísir/afpSjálfur man Battiston ekkert eftir atvikinu enda rotaðist hann eins og áður segir. Michel Platini, þáverandi fyrirliði Frakklands, hélt að Battiston væri látinn því hann lá fölur á vellinum og ekki með neinn púls. Staðan á Battiston var alvarleg. Það sem er þó ótrúlegast af öllu er að hollenski dómarinn Charles Corver sá ekki einu sinni ástæðu til þess að dæma á brotið. Það var ekki dæmd aukaspyrna á grófasta brot í sögu HM! Hegðun Schumacher gerði alla í Frakklandi sturlaða. Á meðan það var stumrað yfir stórslösuðum Battiston stóð Schumacher tilbúinn til þess að sparka frá marki sínu. Honum virtist standa á sama um að hafa stórslasað andstæðing sinn. Eftir leikinn var honum tjáð að Battiston hefði meðal annars misst tennur. Þá sagði Schumacher: „Ef það er allt og sumt þá skal ég borga tannlæknakostnaðinn.“ Við það varð fjandinn laus. Svo mikil voru lætin að Mitterrand Frakklandsforseti og Helmut Schmidt, kanslari Þýskalands, urðu að gefa frá sér sameiginlega yfirlýsingu til þess að róa spennuna á milli þjóðanna. Síðar komu leikmenn liðanna saman á blaðamannafund og báðu fólk um að sýna stillingu. Því miður muna allir eftir þessu viðbjóðslega broti en færri muna eftir því hvað leikurinn sjálfur var stórkostlegur. Einfaldlega einn sá besti í sögu HM. Pierre Littbarski kom Þjóðverjum yfir á 17. mínútu en Platini jafnaði úr vítaspyrnu níu mínútum síðar. Ekki var meira skorað í venjulegum leiktíma og því varð að framlengja. Framlengingin var lyginni líkust. Frakkar hófu hana af ótrúlegum krafti. Marius Tresor og Alain Giresse komu Frökkum í 3-1 með mörkum á fyrstu átta mínútum framlengingarinnar. Búið spil? Það héldu Þjóðverjar ekki og sendu goðsögnina Karl-Heinz Rummenigge á vettvang og hann breytti gangi leiksins. Minnkaði muninn á 102. mínútu og Þjóðverjar jöfnuðu sex mínútum síðar með marki frá Klaus Fischer. Það varð því að grípa til vítaspyrnukeppni sem var líka dramatísk. Það þurfti nefnilega að grípa til bráðabana í vítaspyrnukeppninni. Þar varð Schumacher hetja Þjóðverja er hann varði fyrstu spyrnu Frakka í bráðabananum frá Maxime Bossis. Það var nú ekki til að kæta Frakka að Schumacher skildi enda sem hetja leiksins. Úrslitaleikur mótsins fór fram aðeins þremur dögum síðar en þar sáu Þjóðverjar ekki til sólar gegn Ítölum og töpuðu 3-1. Þeir sögðust einfaldlega hafa verið bensínlausir eftir þetta ótrúlega stríð gegn Frökkum.Varnarlaus. Þarna sést vel að Battiston getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér í þessari árás.vísir/afp HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 23 dagar í HM: Þegar Rijkaard hrækti í permóið á Völler Það hefur alltaf andað köldu á milli Hollendinga og Þjóðverja en það sauð eftirminnilega upp úr á fótboltavellinum er liðin mættust á HM árið 1990. 22. maí 2018 11:00 28 dagar í HM: Rauðu spjöldin eltu Song frændurna Rigobert Song er einn af dáðustu fótboltamönnum í sögu Kamerún. Hann var fyrirliði landsliðsins og þjálfaði í heimalandinu. Hann á samt nokkur óskemmtileg met tengd heimsmeistarakeppninni í fótbolta og ásamt frænda sínum er einn af mestu skúrkum keppninnar. 17. maí 2018 13:00 27 dagar í HM: Markið sem ekki VAR og Englendingar gráta enn Eitt helsta deilumál fótboltaheimsins síðasta árið hefur verið myndbandsdómgæsla og notkun hennar. Ráðamenn fótboltans eru ekki sammála í þessum efnum. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vill ekki sjá myndbandsdómara í Meistaradeildinni á meðan Gianni Infantino, forseti FIFA, styður notkun þeirra og verður myndbandsdómgæsla notuð á HM í Rússlandi. 18. maí 2018 12:00 Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Sjá meira
Einn besti leikur í sögu HM fór fram á HM árið 1982 en hans er samt einna helst minnst fyrir ljótasta brot í sögu keppninnar. Þetta var viðureign Vestur-Þýskalands og Frakklands í undanúrslitum á HM á Spáni. Algjörlega stórkostlegur leikur tveggja frábærra liða. Hrottaskapur þýska markvarðarins, Harald Schumacher, stal þó senunni. Franski varamaðurinn Patrick Battiston slapp þá inn fyrir vörn þýska liðsins. Hann var langt á undan Schumacher í boltann og þýski markvörðurinn brá þá á það ráð hoppa inn í Frakkann af krafti. Hann snéri upp á sig og fór með mjöðmina af fullu afli í andlitið á Battiston sem lá eftir steinrotaður. Hann var alvarlega meiddur. Það sáu allir enda höggið sem hann fékk rosalegt. Mænan skaddaðist, rifbein brotnuðu og hann missti þess utan tvær tennur. Battiston þurfti súrefni er hann fór af velli. Hann hefur aldrei jafnað sig fullkomlega eftir þetta brot.Platini stumrar hér yfir meðvitundarlausum Battiston.vísir/afpSjálfur man Battiston ekkert eftir atvikinu enda rotaðist hann eins og áður segir. Michel Platini, þáverandi fyrirliði Frakklands, hélt að Battiston væri látinn því hann lá fölur á vellinum og ekki með neinn púls. Staðan á Battiston var alvarleg. Það sem er þó ótrúlegast af öllu er að hollenski dómarinn Charles Corver sá ekki einu sinni ástæðu til þess að dæma á brotið. Það var ekki dæmd aukaspyrna á grófasta brot í sögu HM! Hegðun Schumacher gerði alla í Frakklandi sturlaða. Á meðan það var stumrað yfir stórslösuðum Battiston stóð Schumacher tilbúinn til þess að sparka frá marki sínu. Honum virtist standa á sama um að hafa stórslasað andstæðing sinn. Eftir leikinn var honum tjáð að Battiston hefði meðal annars misst tennur. Þá sagði Schumacher: „Ef það er allt og sumt þá skal ég borga tannlæknakostnaðinn.“ Við það varð fjandinn laus. Svo mikil voru lætin að Mitterrand Frakklandsforseti og Helmut Schmidt, kanslari Þýskalands, urðu að gefa frá sér sameiginlega yfirlýsingu til þess að róa spennuna á milli þjóðanna. Síðar komu leikmenn liðanna saman á blaðamannafund og báðu fólk um að sýna stillingu. Því miður muna allir eftir þessu viðbjóðslega broti en færri muna eftir því hvað leikurinn sjálfur var stórkostlegur. Einfaldlega einn sá besti í sögu HM. Pierre Littbarski kom Þjóðverjum yfir á 17. mínútu en Platini jafnaði úr vítaspyrnu níu mínútum síðar. Ekki var meira skorað í venjulegum leiktíma og því varð að framlengja. Framlengingin var lyginni líkust. Frakkar hófu hana af ótrúlegum krafti. Marius Tresor og Alain Giresse komu Frökkum í 3-1 með mörkum á fyrstu átta mínútum framlengingarinnar. Búið spil? Það héldu Þjóðverjar ekki og sendu goðsögnina Karl-Heinz Rummenigge á vettvang og hann breytti gangi leiksins. Minnkaði muninn á 102. mínútu og Þjóðverjar jöfnuðu sex mínútum síðar með marki frá Klaus Fischer. Það varð því að grípa til vítaspyrnukeppni sem var líka dramatísk. Það þurfti nefnilega að grípa til bráðabana í vítaspyrnukeppninni. Þar varð Schumacher hetja Þjóðverja er hann varði fyrstu spyrnu Frakka í bráðabananum frá Maxime Bossis. Það var nú ekki til að kæta Frakka að Schumacher skildi enda sem hetja leiksins. Úrslitaleikur mótsins fór fram aðeins þremur dögum síðar en þar sáu Þjóðverjar ekki til sólar gegn Ítölum og töpuðu 3-1. Þeir sögðust einfaldlega hafa verið bensínlausir eftir þetta ótrúlega stríð gegn Frökkum.Varnarlaus. Þarna sést vel að Battiston getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér í þessari árás.vísir/afp
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 23 dagar í HM: Þegar Rijkaard hrækti í permóið á Völler Það hefur alltaf andað köldu á milli Hollendinga og Þjóðverja en það sauð eftirminnilega upp úr á fótboltavellinum er liðin mættust á HM árið 1990. 22. maí 2018 11:00 28 dagar í HM: Rauðu spjöldin eltu Song frændurna Rigobert Song er einn af dáðustu fótboltamönnum í sögu Kamerún. Hann var fyrirliði landsliðsins og þjálfaði í heimalandinu. Hann á samt nokkur óskemmtileg met tengd heimsmeistarakeppninni í fótbolta og ásamt frænda sínum er einn af mestu skúrkum keppninnar. 17. maí 2018 13:00 27 dagar í HM: Markið sem ekki VAR og Englendingar gráta enn Eitt helsta deilumál fótboltaheimsins síðasta árið hefur verið myndbandsdómgæsla og notkun hennar. Ráðamenn fótboltans eru ekki sammála í þessum efnum. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vill ekki sjá myndbandsdómara í Meistaradeildinni á meðan Gianni Infantino, forseti FIFA, styður notkun þeirra og verður myndbandsdómgæsla notuð á HM í Rússlandi. 18. maí 2018 12:00 Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Sjá meira
23 dagar í HM: Þegar Rijkaard hrækti í permóið á Völler Það hefur alltaf andað köldu á milli Hollendinga og Þjóðverja en það sauð eftirminnilega upp úr á fótboltavellinum er liðin mættust á HM árið 1990. 22. maí 2018 11:00
28 dagar í HM: Rauðu spjöldin eltu Song frændurna Rigobert Song er einn af dáðustu fótboltamönnum í sögu Kamerún. Hann var fyrirliði landsliðsins og þjálfaði í heimalandinu. Hann á samt nokkur óskemmtileg met tengd heimsmeistarakeppninni í fótbolta og ásamt frænda sínum er einn af mestu skúrkum keppninnar. 17. maí 2018 13:00
27 dagar í HM: Markið sem ekki VAR og Englendingar gráta enn Eitt helsta deilumál fótboltaheimsins síðasta árið hefur verið myndbandsdómgæsla og notkun hennar. Ráðamenn fótboltans eru ekki sammála í þessum efnum. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vill ekki sjá myndbandsdómara í Meistaradeildinni á meðan Gianni Infantino, forseti FIFA, styður notkun þeirra og verður myndbandsdómgæsla notuð á HM í Rússlandi. 18. maí 2018 12:00