Körfubolti

Houston jafnaði metin í spennutrylli

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Harden setur niður körfu fyrir Houston
Harden setur niður körfu fyrir Houston vísir/getty
Houston Rockets jafnaði einvígið við Golden State Warriors í úrslitum vesturdeildar í nótt þegar liðin mættust í fjórða sinn á heimavelli Golden State í Oakland.

Chris Paul og James Harden fóru fyrir liði Houston í stigaskorun, Harden setti niður 30 og Paul 27 í 95-92 sigri. Stephen Curry var atkvæðamestur hjá Warriors með 28 stig og Kevin Durant bætti við 27 en það dugði ekki til. Meistararnir hittu ekki úr síðustu fimm skotum sínum og fyrsti tapleikurinn í síðustu 16 heimaleikjum í úrslitakeppni NBA staðreynd.



 

Heimamenn komust í 12-0 áður en Harden setti niður fyrstu stigin fyrir Houston í leiknum þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður. Houston var miklu sterkara liðið í öðrum leikhluta og vann þar upp muninn og gerði gott betur, staðan var 53-46 fyrir Houston í hálfleik.

Liðin skiptust á áhlaupum allan leikinn og voru loka mínúturnar æsi spennandi þar sem mjög jafnt var með liðunum síðustu mínúturnar. Svo fór að Houston vann leikinn og jafnaði seríuna.



 

 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×