Vinstri græn leggja áherslu á aukið samstarf Hersir Aron Ólafsson skrifar 22. maí 2018 22:28 Frambjóðendur Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu vilja leggja áherslu á aukið samstarf sveitarfélaganna í umhverfismálum og aðgerðir sem miða að því að gera höfuðborgarsvæðið umhverfisvænna. Oddvitar í fjórum sveitarfélögum kynntu í dag sameiginlegar áherslur sínar í málaflokknum. Oddvitar flokksins í Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Reykjavík og Kópavogi kynntu áherslur sínar á blaðamannafundi í dag. Þau voru sammála um að umhverfismál hefðu ekki fengið nægilegt vægi í kosningabaráttunni og vilja leggja aukna áherslu á umræður um málaflokkinn fyrir kosningarnar á laugardag. „Við ætlum að vera mjög stórtæk í innviðauppbyggingu. Það liggur fyrir að við þurfum að fara í orkuskipti í samgöngum og hætta að nota bensín og dísel á bíla og þá þurfum við að gera fólki kleift að hafa það aðgengilegt við hús fólks meðal annar í þéttbýli. Að þar geti það hlaðið bílana sína,“ segir Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík. Líf telur mikilvægt að borgarbúar axli ábyrgð á loftlagsbreytingum af mannavöldum, meðal annars með uppbyggingu og fjárfestingu á nýjum innviðum - til að mynda borgarlínu. Á fundinum hafði hún jafnframt orð á því að hlutirnir gætu gengið betur ef höfuðborgarsvæðið allt væri eitt sveitarfélag. „Þetta er eitt atvinnusvæði til að mynda. Svifrykið náttúrulega ferðast á milli, það eru engin landamæri varðandi umhverfisáhrifin. En samstíga getum við gert svo mikið betur.“ Líf er forseti núverandi borgarstjórnar. Hún segir hins vegar að tvímælalaust hefði mátt gera ýmislegt betur á sviði umhverfismála á kjörtímabilinu, t.a.m. hefði mátt taka með afdráttarlausari hætti fyrir nagladekkjanotkun og innkaup borgarinnar á plasti og einnota umbúðum. „Þetta er svona, þú veist. Þegar einn dregur vagninn þá þokast þetta hægt. Við þurfum að vera fleiri sem drögum vagninn í umhverfismálum.“ Kosningar 2018 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Sjá meira
Frambjóðendur Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu vilja leggja áherslu á aukið samstarf sveitarfélaganna í umhverfismálum og aðgerðir sem miða að því að gera höfuðborgarsvæðið umhverfisvænna. Oddvitar í fjórum sveitarfélögum kynntu í dag sameiginlegar áherslur sínar í málaflokknum. Oddvitar flokksins í Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Reykjavík og Kópavogi kynntu áherslur sínar á blaðamannafundi í dag. Þau voru sammála um að umhverfismál hefðu ekki fengið nægilegt vægi í kosningabaráttunni og vilja leggja aukna áherslu á umræður um málaflokkinn fyrir kosningarnar á laugardag. „Við ætlum að vera mjög stórtæk í innviðauppbyggingu. Það liggur fyrir að við þurfum að fara í orkuskipti í samgöngum og hætta að nota bensín og dísel á bíla og þá þurfum við að gera fólki kleift að hafa það aðgengilegt við hús fólks meðal annar í þéttbýli. Að þar geti það hlaðið bílana sína,“ segir Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík. Líf telur mikilvægt að borgarbúar axli ábyrgð á loftlagsbreytingum af mannavöldum, meðal annars með uppbyggingu og fjárfestingu á nýjum innviðum - til að mynda borgarlínu. Á fundinum hafði hún jafnframt orð á því að hlutirnir gætu gengið betur ef höfuðborgarsvæðið allt væri eitt sveitarfélag. „Þetta er eitt atvinnusvæði til að mynda. Svifrykið náttúrulega ferðast á milli, það eru engin landamæri varðandi umhverfisáhrifin. En samstíga getum við gert svo mikið betur.“ Líf er forseti núverandi borgarstjórnar. Hún segir hins vegar að tvímælalaust hefði mátt gera ýmislegt betur á sviði umhverfismála á kjörtímabilinu, t.a.m. hefði mátt taka með afdráttarlausari hætti fyrir nagladekkjanotkun og innkaup borgarinnar á plasti og einnota umbúðum. „Þetta er svona, þú veist. Þegar einn dregur vagninn þá þokast þetta hægt. Við þurfum að vera fleiri sem drögum vagninn í umhverfismálum.“
Kosningar 2018 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Sjá meira