Vinstri græn leggja áherslu á aukið samstarf Hersir Aron Ólafsson skrifar 22. maí 2018 22:28 Frambjóðendur Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu vilja leggja áherslu á aukið samstarf sveitarfélaganna í umhverfismálum og aðgerðir sem miða að því að gera höfuðborgarsvæðið umhverfisvænna. Oddvitar í fjórum sveitarfélögum kynntu í dag sameiginlegar áherslur sínar í málaflokknum. Oddvitar flokksins í Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Reykjavík og Kópavogi kynntu áherslur sínar á blaðamannafundi í dag. Þau voru sammála um að umhverfismál hefðu ekki fengið nægilegt vægi í kosningabaráttunni og vilja leggja aukna áherslu á umræður um málaflokkinn fyrir kosningarnar á laugardag. „Við ætlum að vera mjög stórtæk í innviðauppbyggingu. Það liggur fyrir að við þurfum að fara í orkuskipti í samgöngum og hætta að nota bensín og dísel á bíla og þá þurfum við að gera fólki kleift að hafa það aðgengilegt við hús fólks meðal annar í þéttbýli. Að þar geti það hlaðið bílana sína,“ segir Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík. Líf telur mikilvægt að borgarbúar axli ábyrgð á loftlagsbreytingum af mannavöldum, meðal annars með uppbyggingu og fjárfestingu á nýjum innviðum - til að mynda borgarlínu. Á fundinum hafði hún jafnframt orð á því að hlutirnir gætu gengið betur ef höfuðborgarsvæðið allt væri eitt sveitarfélag. „Þetta er eitt atvinnusvæði til að mynda. Svifrykið náttúrulega ferðast á milli, það eru engin landamæri varðandi umhverfisáhrifin. En samstíga getum við gert svo mikið betur.“ Líf er forseti núverandi borgarstjórnar. Hún segir hins vegar að tvímælalaust hefði mátt gera ýmislegt betur á sviði umhverfismála á kjörtímabilinu, t.a.m. hefði mátt taka með afdráttarlausari hætti fyrir nagladekkjanotkun og innkaup borgarinnar á plasti og einnota umbúðum. „Þetta er svona, þú veist. Þegar einn dregur vagninn þá þokast þetta hægt. Við þurfum að vera fleiri sem drögum vagninn í umhverfismálum.“ Kosningar 2018 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Frambjóðendur Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu vilja leggja áherslu á aukið samstarf sveitarfélaganna í umhverfismálum og aðgerðir sem miða að því að gera höfuðborgarsvæðið umhverfisvænna. Oddvitar í fjórum sveitarfélögum kynntu í dag sameiginlegar áherslur sínar í málaflokknum. Oddvitar flokksins í Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Reykjavík og Kópavogi kynntu áherslur sínar á blaðamannafundi í dag. Þau voru sammála um að umhverfismál hefðu ekki fengið nægilegt vægi í kosningabaráttunni og vilja leggja aukna áherslu á umræður um málaflokkinn fyrir kosningarnar á laugardag. „Við ætlum að vera mjög stórtæk í innviðauppbyggingu. Það liggur fyrir að við þurfum að fara í orkuskipti í samgöngum og hætta að nota bensín og dísel á bíla og þá þurfum við að gera fólki kleift að hafa það aðgengilegt við hús fólks meðal annar í þéttbýli. Að þar geti það hlaðið bílana sína,“ segir Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík. Líf telur mikilvægt að borgarbúar axli ábyrgð á loftlagsbreytingum af mannavöldum, meðal annars með uppbyggingu og fjárfestingu á nýjum innviðum - til að mynda borgarlínu. Á fundinum hafði hún jafnframt orð á því að hlutirnir gætu gengið betur ef höfuðborgarsvæðið allt væri eitt sveitarfélag. „Þetta er eitt atvinnusvæði til að mynda. Svifrykið náttúrulega ferðast á milli, það eru engin landamæri varðandi umhverfisáhrifin. En samstíga getum við gert svo mikið betur.“ Líf er forseti núverandi borgarstjórnar. Hún segir hins vegar að tvímælalaust hefði mátt gera ýmislegt betur á sviði umhverfismála á kjörtímabilinu, t.a.m. hefði mátt taka með afdráttarlausari hætti fyrir nagladekkjanotkun og innkaup borgarinnar á plasti og einnota umbúðum. „Þetta er svona, þú veist. Þegar einn dregur vagninn þá þokast þetta hægt. Við þurfum að vera fleiri sem drögum vagninn í umhverfismálum.“
Kosningar 2018 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira