Hvað má og hvað má ekki gera á kjörstað Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. maí 2018 09:00 Vísir/Vilhelm Íslendingar ganga til sveitarstjórnarkosninga næstkomandi laugardag og þá er tilvalið að fara yfir hvað má og hvað má ekki gera á kjörstað. Strangar reglur gilda um hegðun í kjörklefa og hvenær kjörseðlar eru ógildir. Atkvæði er greitt með því að gera kross í ferning fyrir framan bókstaf þess lista á kjörseðlinum sem viðkomandi vill kjósa. Ef kjósandi er á einhvern hátt ósáttur við uppröðun á þeim lista sem hann hefur kosið er hægt að breyta uppröðun á þeim lista með því að setja tölustafinn 1 sem viðkomandi vill hafa efst, 2 fyrir framan þann sem á að vera annar í röðinni og svo framvegis. Það má breyta uppröðun á lista eins mikið og vilji er fyrir. Ef kjósandi vill, af einhverri ástæðu, hafna frambjóðanda á þeim lista sem hann kýs strikar hann yfir nafn viðkomandi. Kjósendur mega nánast strika yfir eins mörg nöfn og vilji er fyrir en þó þarf minnst eitt nafn þarf að standa eftir, annars er atkvæðið ógilt. Mikilvægt er þó að hafa í huga að kjósandi má ekki strika yfir eða endurraða þeim listum sem hann kýs ekki. Sé það gert er kjörseðillinn ógildur.Bannað að birta á Snapchat, Twitter, Facebook Instagram... Ef einhver annar sér hvað er á kjörseðlinum áður en hann er settur í kassann er seðillinn ónýtur. Þá á kjósandi rétt á því að fá nýjan seðil og fara aftur inn í kjörklefa. Það sama gildir ef kjósandi gerir mistök við ritun á kjörseðilinn. Þá þarf að skila kjörstjórn fyrri seðlinum. Þetta þýðir jafnframt að það er bannað að taka mynd af kjörseðli þegar búið er að merkja við og birta hann á hverskyns samfélagsmiðlum.Það má kjósa aftur Ef kosið er utan kjörfundar og kjósandi vill einhverra hluta vegna breyta atkvæði sínu er hægt að kjósa aftur á kjördag. Þá gildir seinna atkvæðið og utankjörfundaratkvæðið er ekki tekið með í talningu. Kjósandi verður að vera einn í kjörklefa. Gerðar eru ráðstafanir svo að blindir geti verið einir inni í kjörklefum og kosið sjálfir. Gerðar eru undantekningar ef að kjósandi getur ekki, vegna sjónleysis eða ónýtrar handar, greitt atkvæði sjálfur. Þá þarf að greina kjörstjórn frá því hvers vegna viðkomandi getur ekki greitt atkvæði sjálfur. Þá valið fulltrúa úr kjörstjórn til að aðstoða hann í kjörklefanum. Fullur trúnaður ríkir milli kjósanda og meðlima kjörstjórnar. Allur áróður á kjörstað er með öllu bannaður. Það má hvetja folk til að kjósa en ekki hafa áhrif á hvað viðkomandi kýs. Þá er einnig bannað að bjóða fólki fríðindi eða peninga til að hafa áhrif hvort að einstaklingur kjósi eða hvað hann kýs.Atkvæði er ógilt: - Ef kjörseðill er auður - Ef ekki er augljóst við hvaða lista er merkt eða ef ekki er augljóst hvort það sem stendur á utankjörfundarseðli geti átt við nokkurn af listum sem í kjöri eru - Ef merkt er við fleiri listabókstaf en einn eða endurraðað er á fleiri en einum lista, eða fleiri en einn listabókstafur er á utankjörfundarseðli - Ef áletrun er á kjörseðli umfram það sem fyrir er mælt eða ef einkennileg merki sem eru sett þar af ásettu ráði til að gera seðilinn auðkennilegan - Ef annað en kjörseðill eru í umslagi með utankjörfundarseðli - Ef kjörseðill er annar en sá sem kjörstjórn hefur úthlutað Sem fyrr segir er gengið til kosninga næstkomandi laugardag, 26. maí. Frekari upplýsingar um kosningarnar, sem og hvar kjósendur eru á kjörskrá, er að finna á kosningavef Dómsmálaráðuneytisins. Kosningar 2018 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Íslendingar ganga til sveitarstjórnarkosninga næstkomandi laugardag og þá er tilvalið að fara yfir hvað má og hvað má ekki gera á kjörstað. Strangar reglur gilda um hegðun í kjörklefa og hvenær kjörseðlar eru ógildir. Atkvæði er greitt með því að gera kross í ferning fyrir framan bókstaf þess lista á kjörseðlinum sem viðkomandi vill kjósa. Ef kjósandi er á einhvern hátt ósáttur við uppröðun á þeim lista sem hann hefur kosið er hægt að breyta uppröðun á þeim lista með því að setja tölustafinn 1 sem viðkomandi vill hafa efst, 2 fyrir framan þann sem á að vera annar í röðinni og svo framvegis. Það má breyta uppröðun á lista eins mikið og vilji er fyrir. Ef kjósandi vill, af einhverri ástæðu, hafna frambjóðanda á þeim lista sem hann kýs strikar hann yfir nafn viðkomandi. Kjósendur mega nánast strika yfir eins mörg nöfn og vilji er fyrir en þó þarf minnst eitt nafn þarf að standa eftir, annars er atkvæðið ógilt. Mikilvægt er þó að hafa í huga að kjósandi má ekki strika yfir eða endurraða þeim listum sem hann kýs ekki. Sé það gert er kjörseðillinn ógildur.Bannað að birta á Snapchat, Twitter, Facebook Instagram... Ef einhver annar sér hvað er á kjörseðlinum áður en hann er settur í kassann er seðillinn ónýtur. Þá á kjósandi rétt á því að fá nýjan seðil og fara aftur inn í kjörklefa. Það sama gildir ef kjósandi gerir mistök við ritun á kjörseðilinn. Þá þarf að skila kjörstjórn fyrri seðlinum. Þetta þýðir jafnframt að það er bannað að taka mynd af kjörseðli þegar búið er að merkja við og birta hann á hverskyns samfélagsmiðlum.Það má kjósa aftur Ef kosið er utan kjörfundar og kjósandi vill einhverra hluta vegna breyta atkvæði sínu er hægt að kjósa aftur á kjördag. Þá gildir seinna atkvæðið og utankjörfundaratkvæðið er ekki tekið með í talningu. Kjósandi verður að vera einn í kjörklefa. Gerðar eru ráðstafanir svo að blindir geti verið einir inni í kjörklefum og kosið sjálfir. Gerðar eru undantekningar ef að kjósandi getur ekki, vegna sjónleysis eða ónýtrar handar, greitt atkvæði sjálfur. Þá þarf að greina kjörstjórn frá því hvers vegna viðkomandi getur ekki greitt atkvæði sjálfur. Þá valið fulltrúa úr kjörstjórn til að aðstoða hann í kjörklefanum. Fullur trúnaður ríkir milli kjósanda og meðlima kjörstjórnar. Allur áróður á kjörstað er með öllu bannaður. Það má hvetja folk til að kjósa en ekki hafa áhrif á hvað viðkomandi kýs. Þá er einnig bannað að bjóða fólki fríðindi eða peninga til að hafa áhrif hvort að einstaklingur kjósi eða hvað hann kýs.Atkvæði er ógilt: - Ef kjörseðill er auður - Ef ekki er augljóst við hvaða lista er merkt eða ef ekki er augljóst hvort það sem stendur á utankjörfundarseðli geti átt við nokkurn af listum sem í kjöri eru - Ef merkt er við fleiri listabókstaf en einn eða endurraðað er á fleiri en einum lista, eða fleiri en einn listabókstafur er á utankjörfundarseðli - Ef áletrun er á kjörseðli umfram það sem fyrir er mælt eða ef einkennileg merki sem eru sett þar af ásettu ráði til að gera seðilinn auðkennilegan - Ef annað en kjörseðill eru í umslagi með utankjörfundarseðli - Ef kjörseðill er annar en sá sem kjörstjórn hefur úthlutað Sem fyrr segir er gengið til kosninga næstkomandi laugardag, 26. maí. Frekari upplýsingar um kosningarnar, sem og hvar kjósendur eru á kjörskrá, er að finna á kosningavef Dómsmálaráðuneytisins.
Kosningar 2018 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira