Veðrið hefur ekki beint leikið við tökuliðið eins og Björn minnist á en eins og sönnum Íslendingum sæmir hafa þeir beðið veðrið af sér, oft gengur það hratt yfir. „Við höfum haldið okkar striki og beðið bara eftir að snjórinn bráðnaði. Við erum Íslendingar og vitum að það er allra veðra von. Veðrið hefur ekkert verið að skemma ánægjuna fyrir okkur, það er gáski og gleði í hópnum og hér líður öllum vel enda mikið líf í eynni á þessum árstíma.“
Tökur stóðu yfir í þrjár vikur en atburðirnir sem teknir eru upp í Flatey gerast árið 1971. Það þurfti því aðeins að taka til hendinni enda hafa mörg hús á eynni verið gerð upp – svo eftir hefur verið tekið. „Við erum að nota eyjuna sem sviðsmynd og þessi gömlu hús sem þar eru. Við þurftum aðeins að mála nokkur og breyta. Færa staðinn til fyrra horfs. Þetta gerist árið 1971 og það er áður en fólk að fer að gera þau upp. Staðurinn og húsin voru því fín fyrir okkur,“ segir hann.
