Vinnueftirlit ríkisins stöðvaði framkvæmdir við Grensásveg 12 þar sem asbest hafði verið fjarlægt af húsinu án þess að sótt hefði verið um tilskilin leyfi.
Eftirlitsmaður stofnunarinnar tók framkvæmdasvæðið út. Í eftirlitsskýrslu kemur fram að starfsmaður fyrirtækisins hafi veitt eftirlitsskýrslu móttöku en neitað að kvitta undir hana.
Við skoðun kom í ljós að asbestleifar hefðu borist inn í húsið og væru á verkpöllum sem stóðu við það. Steinullarmottur sem höfðu verið fyrir innan asbestplöturnar höfðu á nokkrum stöðum fokið.
Þá voru gerðar athugasemdir við frágang á vinnupöllum en á einum stað vantaði gönguleið milli mishárra palla. Starfsmenn þurftu því að stökkva á milli. Athugasemd var einnig gerð við það að starfsmenn voru ekki með hjálma.
Stöðvuðu framkvæmdir vegna asbests
Jóhann Óli Eiðsson skrifar
