Talsverð aukning á sýklalyfjaónæmi Grétar Þór Sigurðsson skrifar 22. maí 2018 05:00 Vel er fylgst með sýklalyfjaónæmi en vandamál geta skapast á spítölum ef slíkt ónæmi nær að breiðast út að sögn Haraldar Briem. Vísir/Getty Talsverð aukning var í greiningum á bakteríum sem valda sýklalyfjaónæmi á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýrri farsóttarskýrslu sem gefin er út af Embætti landlæknis. Í skýrslunni segir enn fremur að erlendis sé slíkt ónæmi vaxandi vandamál. Haraldur Briem, starfandi sóttvarnalæknir, segir aukninguna ákveðið áhyggjuefni. „Þetta getur valdið því að færri meðferðarúrræði verði í boði,“ segir Haraldur um hvaða afleiðingar slíkt ónæmi getur haft. „Þetta eru sýklar sem hafa þá eiginleika að geta myndað efni sem skemma ákveðin sýklalyf,“ segir hann enn fremur um bakteríurnar. Helstu ástæðuna fyrir aukningunni telur Haraldur vera ofnotkun á sýklalyfjum, hún ýti undir að bakteríurnar taki upp á því að búa sér til varnir. „Það er mikilvægt að sýklalyf séu rétt notuð og ekki notuð of mikið,“ bætir hann við. „Svo er kannski stóra málið þessi aukning á kynsjúkdómum, lekanda og sárasótt,“ bendir hann á. Í skýrslunni kemur fram að á síðasta ári hafi 100 greinst með lekanda og hefur þeim fjölgað umtalsvert á síðustu tveimur árum. Alls greindust 39 einstaklingar með sárasótt á síðasta ári. Í skýrslunni segir að sárasótt skeri sig úr hvað varðar fjölgun tilfella í fyrra og er fjöldinn langt umfram það sem greinst hefur undanfarin ár. Haraldur segir einnig að sér hafi fundist fjöldi matarsýkinga á síðasta ári óvenjulegur. Að þessum sýkingum er vikið í inngangi skýrslunnar en þar er sagt að árið 2017 hafi einkennst af fæðubornum hópsýkingum, meðal annars af völdum nóróveira, salmonellu og listeríu. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Talsverð aukning var í greiningum á bakteríum sem valda sýklalyfjaónæmi á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýrri farsóttarskýrslu sem gefin er út af Embætti landlæknis. Í skýrslunni segir enn fremur að erlendis sé slíkt ónæmi vaxandi vandamál. Haraldur Briem, starfandi sóttvarnalæknir, segir aukninguna ákveðið áhyggjuefni. „Þetta getur valdið því að færri meðferðarúrræði verði í boði,“ segir Haraldur um hvaða afleiðingar slíkt ónæmi getur haft. „Þetta eru sýklar sem hafa þá eiginleika að geta myndað efni sem skemma ákveðin sýklalyf,“ segir hann enn fremur um bakteríurnar. Helstu ástæðuna fyrir aukningunni telur Haraldur vera ofnotkun á sýklalyfjum, hún ýti undir að bakteríurnar taki upp á því að búa sér til varnir. „Það er mikilvægt að sýklalyf séu rétt notuð og ekki notuð of mikið,“ bætir hann við. „Svo er kannski stóra málið þessi aukning á kynsjúkdómum, lekanda og sárasótt,“ bendir hann á. Í skýrslunni kemur fram að á síðasta ári hafi 100 greinst með lekanda og hefur þeim fjölgað umtalsvert á síðustu tveimur árum. Alls greindust 39 einstaklingar með sárasótt á síðasta ári. Í skýrslunni segir að sárasótt skeri sig úr hvað varðar fjölgun tilfella í fyrra og er fjöldinn langt umfram það sem greinst hefur undanfarin ár. Haraldur segir einnig að sér hafi fundist fjöldi matarsýkinga á síðasta ári óvenjulegur. Að þessum sýkingum er vikið í inngangi skýrslunnar en þar er sagt að árið 2017 hafi einkennst af fæðubornum hópsýkingum, meðal annars af völdum nóróveira, salmonellu og listeríu.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira