Voru tæknifræðingur og dýralæknir með mikinn áhuga á fluguveiði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. maí 2018 20:15 Hjónin voru við veiðar í vöðlum við Villingavatnsós þegar slysið varð. Vísir/Pjetur Ferðamennirnir sem létust eftir veiðiferð í Þingvallavatni í gær voru frá borginni La Crescent í Minnesota í Bandaríkjunum. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum greina frá þessu og birtu einhverjir miðlar nöfn þeirra og myndir. Um var að ræða hjón á fimmtugsaldri sem voru á ferðalagi hér á landi og kemur fram á fréttavefnum WKOW 27 að maðurinn hafi starfað sem tæknifræðingur en konan sem dýralæknir. MBL sagði fyrst frá. Kemur fram á erlendum miðlum að þau hafi verið mikið áhugafólk um fluguveiði. Hjónin voru við veiðar í vöðlum við Villingavatnsós þegar slysið varð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu skrikaði konunni fótur og féll út í vatnið og maðurinn reyndi að bjarga henni en örmagnaðist. Viðbragðsaðilar fundu fólkið eftir þónokkra leit í vatninu. Þau voru flutt á sjúkrahús og síðar úrskurðuð látin. Aðstandendur óskuðu eftir því við lögregluna á Suðurlandi að nöfn þeirra yrðu ekki birt í tilkynningu lögreglunnar. Einn fjölskyldumeðlimur skrifaði færslu á Facebook þar sem tilkynnt var um fráfall hjónanna. Þar kemur meðal annars fram að þau hafi verið einstök og góð við alla sem þau hittu. „Þau elskuðu fjölskyldur sínar, vini, vinnufélaga, kettina og hundana sína og umfram allt hvort annað.“ Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag var þyrla Landhelgisgæslunnar var ekki ræst út þegar Neyðarlínan kallaði eftir aðstoð þyrlu vegna ferðamannanna laust eftir hádegi í gær. Í skriflegu svari frá upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar segir að ástæðan fyrir því að þyrlan var ekki ræst út var sú að vakthafandi þyrluáhöfn uppfyllti ekki lágmarks hvíldartíma. Það hafi ekki verið unnt að ræsa hana út af þessum sökum. Landhelgisgæslan reyndi að manna vaktina með því að kalla fólk úr fríi. Það tókst aftur á móti ekki fyrr en klukkan 16.00 síðdegis. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að gæslan bindi vonir sínar við að fjármagn fáist á næsta ári svo hægt sé að fjölga um eina þyrluáhöfn, þannig myndi fækka þeim tilfellum þar sem einungis ein þyrluáhöfn sé til taks. Lögreglumál Tengdar fréttir Ekki hægt að senda þyrluna á Þingvallavatn vegna lágmarks hvíldartíma áhafnarinnar Landhelgisgæslan bindur vonir sínar við að fjármagn fáist á næsta ári svo hægt sé að fjölga um eina þyrluáhöfn. 21. maí 2018 18:13 Tveir fluttir á sjúkrahús eftir slys á Þingvallavatni Þrír kafarar ásamt kafarabíl og bát voru sendir á vettvang. 20. maí 2018 12:31 Ferðamennirnir úrskurðaðir látnir Í tilkynningu segir að að endurlífgunartilraunir hafi ekki borið árangur. Að ósk aðstandenda verða nöfn fólksins ekki birt. 21. maí 2018 12:56 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmæli kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira
Ferðamennirnir sem létust eftir veiðiferð í Þingvallavatni í gær voru frá borginni La Crescent í Minnesota í Bandaríkjunum. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum greina frá þessu og birtu einhverjir miðlar nöfn þeirra og myndir. Um var að ræða hjón á fimmtugsaldri sem voru á ferðalagi hér á landi og kemur fram á fréttavefnum WKOW 27 að maðurinn hafi starfað sem tæknifræðingur en konan sem dýralæknir. MBL sagði fyrst frá. Kemur fram á erlendum miðlum að þau hafi verið mikið áhugafólk um fluguveiði. Hjónin voru við veiðar í vöðlum við Villingavatnsós þegar slysið varð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu skrikaði konunni fótur og féll út í vatnið og maðurinn reyndi að bjarga henni en örmagnaðist. Viðbragðsaðilar fundu fólkið eftir þónokkra leit í vatninu. Þau voru flutt á sjúkrahús og síðar úrskurðuð látin. Aðstandendur óskuðu eftir því við lögregluna á Suðurlandi að nöfn þeirra yrðu ekki birt í tilkynningu lögreglunnar. Einn fjölskyldumeðlimur skrifaði færslu á Facebook þar sem tilkynnt var um fráfall hjónanna. Þar kemur meðal annars fram að þau hafi verið einstök og góð við alla sem þau hittu. „Þau elskuðu fjölskyldur sínar, vini, vinnufélaga, kettina og hundana sína og umfram allt hvort annað.“ Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag var þyrla Landhelgisgæslunnar var ekki ræst út þegar Neyðarlínan kallaði eftir aðstoð þyrlu vegna ferðamannanna laust eftir hádegi í gær. Í skriflegu svari frá upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar segir að ástæðan fyrir því að þyrlan var ekki ræst út var sú að vakthafandi þyrluáhöfn uppfyllti ekki lágmarks hvíldartíma. Það hafi ekki verið unnt að ræsa hana út af þessum sökum. Landhelgisgæslan reyndi að manna vaktina með því að kalla fólk úr fríi. Það tókst aftur á móti ekki fyrr en klukkan 16.00 síðdegis. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að gæslan bindi vonir sínar við að fjármagn fáist á næsta ári svo hægt sé að fjölga um eina þyrluáhöfn, þannig myndi fækka þeim tilfellum þar sem einungis ein þyrluáhöfn sé til taks.
Lögreglumál Tengdar fréttir Ekki hægt að senda þyrluna á Þingvallavatn vegna lágmarks hvíldartíma áhafnarinnar Landhelgisgæslan bindur vonir sínar við að fjármagn fáist á næsta ári svo hægt sé að fjölga um eina þyrluáhöfn. 21. maí 2018 18:13 Tveir fluttir á sjúkrahús eftir slys á Þingvallavatni Þrír kafarar ásamt kafarabíl og bát voru sendir á vettvang. 20. maí 2018 12:31 Ferðamennirnir úrskurðaðir látnir Í tilkynningu segir að að endurlífgunartilraunir hafi ekki borið árangur. Að ósk aðstandenda verða nöfn fólksins ekki birt. 21. maí 2018 12:56 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmæli kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira
Ekki hægt að senda þyrluna á Þingvallavatn vegna lágmarks hvíldartíma áhafnarinnar Landhelgisgæslan bindur vonir sínar við að fjármagn fáist á næsta ári svo hægt sé að fjölga um eina þyrluáhöfn. 21. maí 2018 18:13
Tveir fluttir á sjúkrahús eftir slys á Þingvallavatni Þrír kafarar ásamt kafarabíl og bát voru sendir á vettvang. 20. maí 2018 12:31
Ferðamennirnir úrskurðaðir látnir Í tilkynningu segir að að endurlífgunartilraunir hafi ekki borið árangur. Að ósk aðstandenda verða nöfn fólksins ekki birt. 21. maí 2018 12:56