Deyfð yfir kosningabaráttunni að mati prófessors í stjórnmálafræði Hersir Aron Ólafsson skrifar 21. maí 2018 14:45 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag kom fram að fleiri hefðu kosið utan kjörfundar en á sama tíma 2014. Vísir/Stefán Deyfð hefur verið yfir kosningabaráttunni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar að mati prófessors í stjórnmálafræði. Greina megi minni áhuga kjósenda og fjölmiðla, en skoðanakannanir hafa verið gerðar í helmingi færri sveitarfélögum en 2014.Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur.Vísir/AuðunnÍ skoðanakönnunum undanfarinna vikna hefur mátt merkja talsverðan fjölda svarenda sem ekki tekur afstöðu eða hyggst ekki kjósa í kosningunum næsta laugardag. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir nokkra deyfð hafa verið yfir kosningabaráttunni – sem hafi verið heldur tíðindalítil. „Hins vegar hefur mér svona fundist stærstu fjölmiðlarnir vera að koma svolítið öflugt inn með umfjallanir um bæjarfélög víða um landið, þannig að það virðist sem þetta sé svona styttri aðdragandi en kannski með meiri krafti en áður,“ segir Grétar.Sjá einnig: Góð kjörsókn utankjörfundar í Smáralind Hann bendir á að skoðanakannanir og umræður sem spinnast í kringum þær séu ágætur mælikvarði á áhuga, en slíkar kannanir hafi verið mun minna áberandi nú en síðast. „Fyrir síðustu kosningar voru gerðar kannanir í þrettán stærstu sveitarfélögunum á landinu. Það sem af er, þegar eru ekki nema fimm dagar í kosningar, þá er búið að gera kannanir í sex sveitarfélögum,“ bendir Grétar á. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag kom fram að fleiri hefðu kosið utan kjörfundar en á sama tíma 2014. Aftur á móti benti það ekki endilega til aukinnar þátttöku, heldur hefði kjósendum einfaldlega fjölgað. Grétar segir erfitt að slá því föstu að kjörsókn verði minni nú en áður, en þó sé ýmislegt sem bendi til þess. Þannig hafi verið kosið óvenju oft til þings undanfarin ár og stutt frá síðustu Alþingiskosningum. Þá geti áhugaleysi yngri kjósenda einnig spilað inn í. „Það má vel vera að unga fólkinu finnist þessi málefni sem tekist er á um svona í þeirra næsta umhverfi séu kannski ekki jafn merkileg og landsmálin,“ segir Grétar að lokum. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45 Góð kjörsókn utankjörfundar í Smáralind Sviðsstjóri hjá embættinu reiknar með að um sextán þúsund manns greiði þar atkvæði fyrir kjördag. 18. maí 2018 20:00 Útlit fyrir sterkari stöðu Pírata Píratar eru líklegir til þess að styrkja stöðu sína verulega á sveitarstjórnarstiginu í kosningunum þann 26. maí. Mælast með fulltrúa í fjórum af þeim sjö sveitarfélögum þar sem Fréttablaðið hefur kannað fylgið. 18. maí 2018 07:00 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira
Deyfð hefur verið yfir kosningabaráttunni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar að mati prófessors í stjórnmálafræði. Greina megi minni áhuga kjósenda og fjölmiðla, en skoðanakannanir hafa verið gerðar í helmingi færri sveitarfélögum en 2014.Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur.Vísir/AuðunnÍ skoðanakönnunum undanfarinna vikna hefur mátt merkja talsverðan fjölda svarenda sem ekki tekur afstöðu eða hyggst ekki kjósa í kosningunum næsta laugardag. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir nokkra deyfð hafa verið yfir kosningabaráttunni – sem hafi verið heldur tíðindalítil. „Hins vegar hefur mér svona fundist stærstu fjölmiðlarnir vera að koma svolítið öflugt inn með umfjallanir um bæjarfélög víða um landið, þannig að það virðist sem þetta sé svona styttri aðdragandi en kannski með meiri krafti en áður,“ segir Grétar.Sjá einnig: Góð kjörsókn utankjörfundar í Smáralind Hann bendir á að skoðanakannanir og umræður sem spinnast í kringum þær séu ágætur mælikvarði á áhuga, en slíkar kannanir hafi verið mun minna áberandi nú en síðast. „Fyrir síðustu kosningar voru gerðar kannanir í þrettán stærstu sveitarfélögunum á landinu. Það sem af er, þegar eru ekki nema fimm dagar í kosningar, þá er búið að gera kannanir í sex sveitarfélögum,“ bendir Grétar á. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag kom fram að fleiri hefðu kosið utan kjörfundar en á sama tíma 2014. Aftur á móti benti það ekki endilega til aukinnar þátttöku, heldur hefði kjósendum einfaldlega fjölgað. Grétar segir erfitt að slá því föstu að kjörsókn verði minni nú en áður, en þó sé ýmislegt sem bendi til þess. Þannig hafi verið kosið óvenju oft til þings undanfarin ár og stutt frá síðustu Alþingiskosningum. Þá geti áhugaleysi yngri kjósenda einnig spilað inn í. „Það má vel vera að unga fólkinu finnist þessi málefni sem tekist er á um svona í þeirra næsta umhverfi séu kannski ekki jafn merkileg og landsmálin,“ segir Grétar að lokum.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45 Góð kjörsókn utankjörfundar í Smáralind Sviðsstjóri hjá embættinu reiknar með að um sextán þúsund manns greiði þar atkvæði fyrir kjördag. 18. maí 2018 20:00 Útlit fyrir sterkari stöðu Pírata Píratar eru líklegir til þess að styrkja stöðu sína verulega á sveitarstjórnarstiginu í kosningunum þann 26. maí. Mælast með fulltrúa í fjórum af þeim sjö sveitarfélögum þar sem Fréttablaðið hefur kannað fylgið. 18. maí 2018 07:00 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira
Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45
Góð kjörsókn utankjörfundar í Smáralind Sviðsstjóri hjá embættinu reiknar með að um sextán þúsund manns greiði þar atkvæði fyrir kjördag. 18. maí 2018 20:00
Útlit fyrir sterkari stöðu Pírata Píratar eru líklegir til þess að styrkja stöðu sína verulega á sveitarstjórnarstiginu í kosningunum þann 26. maí. Mælast með fulltrúa í fjórum af þeim sjö sveitarfélögum þar sem Fréttablaðið hefur kannað fylgið. 18. maí 2018 07:00