Deyfð yfir kosningabaráttunni að mati prófessors í stjórnmálafræði Hersir Aron Ólafsson skrifar 21. maí 2018 14:45 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag kom fram að fleiri hefðu kosið utan kjörfundar en á sama tíma 2014. Vísir/Stefán Deyfð hefur verið yfir kosningabaráttunni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar að mati prófessors í stjórnmálafræði. Greina megi minni áhuga kjósenda og fjölmiðla, en skoðanakannanir hafa verið gerðar í helmingi færri sveitarfélögum en 2014.Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur.Vísir/AuðunnÍ skoðanakönnunum undanfarinna vikna hefur mátt merkja talsverðan fjölda svarenda sem ekki tekur afstöðu eða hyggst ekki kjósa í kosningunum næsta laugardag. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir nokkra deyfð hafa verið yfir kosningabaráttunni – sem hafi verið heldur tíðindalítil. „Hins vegar hefur mér svona fundist stærstu fjölmiðlarnir vera að koma svolítið öflugt inn með umfjallanir um bæjarfélög víða um landið, þannig að það virðist sem þetta sé svona styttri aðdragandi en kannski með meiri krafti en áður,“ segir Grétar.Sjá einnig: Góð kjörsókn utankjörfundar í Smáralind Hann bendir á að skoðanakannanir og umræður sem spinnast í kringum þær séu ágætur mælikvarði á áhuga, en slíkar kannanir hafi verið mun minna áberandi nú en síðast. „Fyrir síðustu kosningar voru gerðar kannanir í þrettán stærstu sveitarfélögunum á landinu. Það sem af er, þegar eru ekki nema fimm dagar í kosningar, þá er búið að gera kannanir í sex sveitarfélögum,“ bendir Grétar á. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag kom fram að fleiri hefðu kosið utan kjörfundar en á sama tíma 2014. Aftur á móti benti það ekki endilega til aukinnar þátttöku, heldur hefði kjósendum einfaldlega fjölgað. Grétar segir erfitt að slá því föstu að kjörsókn verði minni nú en áður, en þó sé ýmislegt sem bendi til þess. Þannig hafi verið kosið óvenju oft til þings undanfarin ár og stutt frá síðustu Alþingiskosningum. Þá geti áhugaleysi yngri kjósenda einnig spilað inn í. „Það má vel vera að unga fólkinu finnist þessi málefni sem tekist er á um svona í þeirra næsta umhverfi séu kannski ekki jafn merkileg og landsmálin,“ segir Grétar að lokum. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45 Góð kjörsókn utankjörfundar í Smáralind Sviðsstjóri hjá embættinu reiknar með að um sextán þúsund manns greiði þar atkvæði fyrir kjördag. 18. maí 2018 20:00 Útlit fyrir sterkari stöðu Pírata Píratar eru líklegir til þess að styrkja stöðu sína verulega á sveitarstjórnarstiginu í kosningunum þann 26. maí. Mælast með fulltrúa í fjórum af þeim sjö sveitarfélögum þar sem Fréttablaðið hefur kannað fylgið. 18. maí 2018 07:00 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Deyfð hefur verið yfir kosningabaráttunni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar að mati prófessors í stjórnmálafræði. Greina megi minni áhuga kjósenda og fjölmiðla, en skoðanakannanir hafa verið gerðar í helmingi færri sveitarfélögum en 2014.Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur.Vísir/AuðunnÍ skoðanakönnunum undanfarinna vikna hefur mátt merkja talsverðan fjölda svarenda sem ekki tekur afstöðu eða hyggst ekki kjósa í kosningunum næsta laugardag. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir nokkra deyfð hafa verið yfir kosningabaráttunni – sem hafi verið heldur tíðindalítil. „Hins vegar hefur mér svona fundist stærstu fjölmiðlarnir vera að koma svolítið öflugt inn með umfjallanir um bæjarfélög víða um landið, þannig að það virðist sem þetta sé svona styttri aðdragandi en kannski með meiri krafti en áður,“ segir Grétar.Sjá einnig: Góð kjörsókn utankjörfundar í Smáralind Hann bendir á að skoðanakannanir og umræður sem spinnast í kringum þær séu ágætur mælikvarði á áhuga, en slíkar kannanir hafi verið mun minna áberandi nú en síðast. „Fyrir síðustu kosningar voru gerðar kannanir í þrettán stærstu sveitarfélögunum á landinu. Það sem af er, þegar eru ekki nema fimm dagar í kosningar, þá er búið að gera kannanir í sex sveitarfélögum,“ bendir Grétar á. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag kom fram að fleiri hefðu kosið utan kjörfundar en á sama tíma 2014. Aftur á móti benti það ekki endilega til aukinnar þátttöku, heldur hefði kjósendum einfaldlega fjölgað. Grétar segir erfitt að slá því föstu að kjörsókn verði minni nú en áður, en þó sé ýmislegt sem bendi til þess. Þannig hafi verið kosið óvenju oft til þings undanfarin ár og stutt frá síðustu Alþingiskosningum. Þá geti áhugaleysi yngri kjósenda einnig spilað inn í. „Það má vel vera að unga fólkinu finnist þessi málefni sem tekist er á um svona í þeirra næsta umhverfi séu kannski ekki jafn merkileg og landsmálin,“ segir Grétar að lokum.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45 Góð kjörsókn utankjörfundar í Smáralind Sviðsstjóri hjá embættinu reiknar með að um sextán þúsund manns greiði þar atkvæði fyrir kjördag. 18. maí 2018 20:00 Útlit fyrir sterkari stöðu Pírata Píratar eru líklegir til þess að styrkja stöðu sína verulega á sveitarstjórnarstiginu í kosningunum þann 26. maí. Mælast með fulltrúa í fjórum af þeim sjö sveitarfélögum þar sem Fréttablaðið hefur kannað fylgið. 18. maí 2018 07:00 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45
Góð kjörsókn utankjörfundar í Smáralind Sviðsstjóri hjá embættinu reiknar með að um sextán þúsund manns greiði þar atkvæði fyrir kjördag. 18. maí 2018 20:00
Útlit fyrir sterkari stöðu Pírata Píratar eru líklegir til þess að styrkja stöðu sína verulega á sveitarstjórnarstiginu í kosningunum þann 26. maí. Mælast með fulltrúa í fjórum af þeim sjö sveitarfélögum þar sem Fréttablaðið hefur kannað fylgið. 18. maí 2018 07:00