Dýrari leikskólar eru engin lausn Líf Magneudóttir skrifar 21. maí 2018 07:00 Foreldrar í Reykjavík þurfa að bíða í að minnsta kosti ár frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til börn fá boð um að byrja í leikskóla. Á sama tíma sjást merki um aukna streitu meðal ungra barna og ungmenna. Það á ekki að vera streituvaldandi að vera barn. Við getum ekki látið það viðgagnast. Við viljum að foreldrar fái lengra fæðingarorlof og hafi ekki áhyggjur af því hvað taki við að því loknu. Næg eru viðfangsefnin þegar fjölskyldur verða til og þær stækka og þá á flókið kerfi ekki að vera eitt af áhyggjuefnum þeirra. Því þurfum við að stórefla leikskólana til að geta opnað ungbarnadeildir í öllum hverfum borgarinnar og þar sem leikskólinn er fyrsta menntastigið viljum við líka að hann verði endurgjaldslaus. Leikskólagjöld eru fjárhagslegur baggi á barnafjölskyldur. Á yfirstandandi kjörtímabili tókum við mikilvægt skref í að létta undir með foreldrum ungra barna og við þurfum að halda því áfram.Hvernig brúum við bilið? Við viljum stofna ungbarnadeildir í borgarreknum leikskólum í öllum hverfum og með því að styðja við fagaðila á þessum sviðum getum við mótað skýra stefnu og brúað umönnunarbilið. Við viljum sterkari leikskóla. Einungis þriðjungur starfsfólks er fagmenntaður. Ég hef lagt ríka áherslu á það að kjör fjölmennra kvennastétta sem annast börnin okkar, fagmenntaðs og ófagmenntaðs starfsfólks leikskólanna, verði að bæta. Starfsfólk hefur mikinn metnað fyrir að halda uppi faglegu starfi en til að það sé mögulegt þarf að styrkja leikskólana, minnka álag og styrkja ófagmenntað fólk til að mennta sig sem leikskólakennarar. Sumir flokkar hafa lagt það til að lausnin sé að hækka leikskólagjöldin. Því er ég algerlega ósammála. Öll börn eiga að komast að á fyrsta flokks borgarrekinn leikskóla óháð efnahag foreldra þeirra.Við verðum að gera betur! Við Vinstri græn höfum sett leikskólamálin á oddinn í öllum kosningum. Þessar kosningar eru engin undantekning. Forgangsröðun okkar er skýr. Börn og menntun barna er ávallt í forgangi. Við ætlum að halda áfram að bæta þjónustu fjölskyldur barna og bæta kjör starfsfólks á leikskólum. Berum virðingu fyrir þeirri góðu vinnu sem starfsfólk leikskóla innir af hendi og sýnum að við kunnum að meta hana. Því þegar öllu er á botninn hvolft er ekkert mikilvægara en að búa börnum öruggt og gott umhverfi í Reykjavík. Með ykkar stuðningi við Vinstri græn 26. maí verður málefnum leikskólanna gert hærra undir höfði. Við ætlum að styrkja og bæta þjónustuna og kjör starfsfólks og við ætlum að tryggja að börn og fjölskyldur þeirra eigi sterkan málsvara í borgarstjórn á næsta kjörtímabili.Líf Magnuedóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórrnarkosningunum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Líf Magneudóttir Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Foreldrar í Reykjavík þurfa að bíða í að minnsta kosti ár frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til börn fá boð um að byrja í leikskóla. Á sama tíma sjást merki um aukna streitu meðal ungra barna og ungmenna. Það á ekki að vera streituvaldandi að vera barn. Við getum ekki látið það viðgagnast. Við viljum að foreldrar fái lengra fæðingarorlof og hafi ekki áhyggjur af því hvað taki við að því loknu. Næg eru viðfangsefnin þegar fjölskyldur verða til og þær stækka og þá á flókið kerfi ekki að vera eitt af áhyggjuefnum þeirra. Því þurfum við að stórefla leikskólana til að geta opnað ungbarnadeildir í öllum hverfum borgarinnar og þar sem leikskólinn er fyrsta menntastigið viljum við líka að hann verði endurgjaldslaus. Leikskólagjöld eru fjárhagslegur baggi á barnafjölskyldur. Á yfirstandandi kjörtímabili tókum við mikilvægt skref í að létta undir með foreldrum ungra barna og við þurfum að halda því áfram.Hvernig brúum við bilið? Við viljum stofna ungbarnadeildir í borgarreknum leikskólum í öllum hverfum og með því að styðja við fagaðila á þessum sviðum getum við mótað skýra stefnu og brúað umönnunarbilið. Við viljum sterkari leikskóla. Einungis þriðjungur starfsfólks er fagmenntaður. Ég hef lagt ríka áherslu á það að kjör fjölmennra kvennastétta sem annast börnin okkar, fagmenntaðs og ófagmenntaðs starfsfólks leikskólanna, verði að bæta. Starfsfólk hefur mikinn metnað fyrir að halda uppi faglegu starfi en til að það sé mögulegt þarf að styrkja leikskólana, minnka álag og styrkja ófagmenntað fólk til að mennta sig sem leikskólakennarar. Sumir flokkar hafa lagt það til að lausnin sé að hækka leikskólagjöldin. Því er ég algerlega ósammála. Öll börn eiga að komast að á fyrsta flokks borgarrekinn leikskóla óháð efnahag foreldra þeirra.Við verðum að gera betur! Við Vinstri græn höfum sett leikskólamálin á oddinn í öllum kosningum. Þessar kosningar eru engin undantekning. Forgangsröðun okkar er skýr. Börn og menntun barna er ávallt í forgangi. Við ætlum að halda áfram að bæta þjónustu fjölskyldur barna og bæta kjör starfsfólks á leikskólum. Berum virðingu fyrir þeirri góðu vinnu sem starfsfólk leikskóla innir af hendi og sýnum að við kunnum að meta hana. Því þegar öllu er á botninn hvolft er ekkert mikilvægara en að búa börnum öruggt og gott umhverfi í Reykjavík. Með ykkar stuðningi við Vinstri græn 26. maí verður málefnum leikskólanna gert hærra undir höfði. Við ætlum að styrkja og bæta þjónustuna og kjör starfsfólks og við ætlum að tryggja að börn og fjölskyldur þeirra eigi sterkan málsvara í borgarstjórn á næsta kjörtímabili.Líf Magnuedóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórrnarkosningunum
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun