Fótbolti

Neuer ekki spilað í átta mánuði en gæti orðið aðalmarkvörður á HM

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Neuer byrjaði að æfa aftur með Bayern í maímánuði
Neuer byrjaði að æfa aftur með Bayern í maímánuði vísir/getty
Þrátt fyrir að hafa ekki spilað fótbolta síðan í september mun Manuel Neuer verða aðalmarkvörður Þjóðverja á HM, komist hann í lokahóp Joachim Löw.

Löw valdi 27 manna hóp með fjórum markvörðum í maí sem hefur verið við æfingar. Hann mun svo skera þann hóp niður í 23 á mánudag þar sem einn markvörður mun sitja eftir með sárt ennið.

„Manuel fer á HM sem okkar aðal markvörður,“ sagði liðsstjóri Þýskalands Oliver Bierhoff við BBC. Neuer fótbrotnaði í september og þurfti að gangast undir aðgerð og hefur eins og áður sagði ekki spilað síðan í september.

„Ef hann kemst í lokahópinn þá verður Marc-Andre ter Stegen varamarkvörður.“

Þjóðverjar eru í F-riðli á HM og hefja leik þann 17. júní þegar þeir mæta Mexíkó. Í F-riðli eru einnig Svíar og Suður-Kóreumenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×