Svandís þá og Svandís nú Jakob Bjarnar skrifar 31. maí 2018 14:21 Svandís Svavarsdóttir í stjórnarandstöðu fyrir fáeinum árum horfir undrandi á Svandísi Svavarsdóttur ráðherra dagsins í dag. visir/anton/vilhelm „Að mínu mati er órökrétt að búast við nokkru öðru en svona löguðu meðan við höldum okkur við þetta fráleita fyrirkomulag um að framkvæmdavaldið virki sem yfirmaður löggjafarvaldsins. Það þarf að snúa því við. Við kjósum til Alþingis, ekki til ríkisstjórnar,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata í samtali við Vísi. Helgi Hrafn er spurður að vísa til þess sem virðist vera alger umpólun á afstöðu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til vinnubragða á þingi.Helgi Hrafn segir fyrirkomulagið sem snýr að samskiptum þings og framkvæmdavalds meingallað.visir/ernirAfar heitt var í kolum á Alþingi í morgun þegar rætt var um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar að lækka veiðileyfagjöld. Stjórnarandstaðan er afar ósátt hvernig staðið er að málum, skammur sem enginn fyrirvari og hafði um það stór orð. Ræða Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, vakti athygli. Hann var harðorður en síðar kom á daginn að þar var hann að vitna beint í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, fimm ára gamla Facebookfærslu, hvar hún fer hörðum orðum um sambærileg vinnubrögð og fyrirætlanir um lækkun veiðigjalda eins og nú stendur fyrir dyrum. Svohljóðandi:Logi sagðist taka heilshugar undir þessi orð og kvað við heldur hásan hlátur í þingsal. Ljóst er að stjórnarandstaðan er þeirrar skoðunar að Svandís í ríkisstjórn sé allt önnur kona en Svandís í stjórnarandstöðu. „Umturnast fólk algerlega við það að skipta um sæti í þingsal,“ spurði Ágúst Ólafur Ágústsson Samfylkingu síðar í umræðunni. Helgi Hrafn segir að þetta komi sér ekki á nokkurn einasta hátt á óvart. „Ekki meðan við erum með þessa hábölvuðu hefð að ríkisstjórn sé mynduð úr meirihluta Alþingis, vegna þess að þá er fyrsta markmið stjórnarflokkanna að tryggja að ríkisstjórnin haldi ásamt því að hún lítur á Alþingi sem erfiða og skilningslausa afgreiðslustofnun. Það hefur aldrei komið skýrara í ljós heldur en við atkvæðagreiðslu um vantraust á hendur Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra.“ Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan æf vegna fyrirhugaðrar lækkunar veiðigjalda Hart sótt að ríkisstjórninni. 31. maí 2018 10:49 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Sjá meira
„Að mínu mati er órökrétt að búast við nokkru öðru en svona löguðu meðan við höldum okkur við þetta fráleita fyrirkomulag um að framkvæmdavaldið virki sem yfirmaður löggjafarvaldsins. Það þarf að snúa því við. Við kjósum til Alþingis, ekki til ríkisstjórnar,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata í samtali við Vísi. Helgi Hrafn er spurður að vísa til þess sem virðist vera alger umpólun á afstöðu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til vinnubragða á þingi.Helgi Hrafn segir fyrirkomulagið sem snýr að samskiptum þings og framkvæmdavalds meingallað.visir/ernirAfar heitt var í kolum á Alþingi í morgun þegar rætt var um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar að lækka veiðileyfagjöld. Stjórnarandstaðan er afar ósátt hvernig staðið er að málum, skammur sem enginn fyrirvari og hafði um það stór orð. Ræða Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, vakti athygli. Hann var harðorður en síðar kom á daginn að þar var hann að vitna beint í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, fimm ára gamla Facebookfærslu, hvar hún fer hörðum orðum um sambærileg vinnubrögð og fyrirætlanir um lækkun veiðigjalda eins og nú stendur fyrir dyrum. Svohljóðandi:Logi sagðist taka heilshugar undir þessi orð og kvað við heldur hásan hlátur í þingsal. Ljóst er að stjórnarandstaðan er þeirrar skoðunar að Svandís í ríkisstjórn sé allt önnur kona en Svandís í stjórnarandstöðu. „Umturnast fólk algerlega við það að skipta um sæti í þingsal,“ spurði Ágúst Ólafur Ágústsson Samfylkingu síðar í umræðunni. Helgi Hrafn segir að þetta komi sér ekki á nokkurn einasta hátt á óvart. „Ekki meðan við erum með þessa hábölvuðu hefð að ríkisstjórn sé mynduð úr meirihluta Alþingis, vegna þess að þá er fyrsta markmið stjórnarflokkanna að tryggja að ríkisstjórnin haldi ásamt því að hún lítur á Alþingi sem erfiða og skilningslausa afgreiðslustofnun. Það hefur aldrei komið skýrara í ljós heldur en við atkvæðagreiðslu um vantraust á hendur Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra.“
Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan æf vegna fyrirhugaðrar lækkunar veiðigjalda Hart sótt að ríkisstjórninni. 31. maí 2018 10:49 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Sjá meira
Stjórnarandstaðan æf vegna fyrirhugaðrar lækkunar veiðigjalda Hart sótt að ríkisstjórninni. 31. maí 2018 10:49