Svandís þá og Svandís nú Jakob Bjarnar skrifar 31. maí 2018 14:21 Svandís Svavarsdóttir í stjórnarandstöðu fyrir fáeinum árum horfir undrandi á Svandísi Svavarsdóttur ráðherra dagsins í dag. visir/anton/vilhelm „Að mínu mati er órökrétt að búast við nokkru öðru en svona löguðu meðan við höldum okkur við þetta fráleita fyrirkomulag um að framkvæmdavaldið virki sem yfirmaður löggjafarvaldsins. Það þarf að snúa því við. Við kjósum til Alþingis, ekki til ríkisstjórnar,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata í samtali við Vísi. Helgi Hrafn er spurður að vísa til þess sem virðist vera alger umpólun á afstöðu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til vinnubragða á þingi.Helgi Hrafn segir fyrirkomulagið sem snýr að samskiptum þings og framkvæmdavalds meingallað.visir/ernirAfar heitt var í kolum á Alþingi í morgun þegar rætt var um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar að lækka veiðileyfagjöld. Stjórnarandstaðan er afar ósátt hvernig staðið er að málum, skammur sem enginn fyrirvari og hafði um það stór orð. Ræða Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, vakti athygli. Hann var harðorður en síðar kom á daginn að þar var hann að vitna beint í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, fimm ára gamla Facebookfærslu, hvar hún fer hörðum orðum um sambærileg vinnubrögð og fyrirætlanir um lækkun veiðigjalda eins og nú stendur fyrir dyrum. Svohljóðandi:Logi sagðist taka heilshugar undir þessi orð og kvað við heldur hásan hlátur í þingsal. Ljóst er að stjórnarandstaðan er þeirrar skoðunar að Svandís í ríkisstjórn sé allt önnur kona en Svandís í stjórnarandstöðu. „Umturnast fólk algerlega við það að skipta um sæti í þingsal,“ spurði Ágúst Ólafur Ágústsson Samfylkingu síðar í umræðunni. Helgi Hrafn segir að þetta komi sér ekki á nokkurn einasta hátt á óvart. „Ekki meðan við erum með þessa hábölvuðu hefð að ríkisstjórn sé mynduð úr meirihluta Alþingis, vegna þess að þá er fyrsta markmið stjórnarflokkanna að tryggja að ríkisstjórnin haldi ásamt því að hún lítur á Alþingi sem erfiða og skilningslausa afgreiðslustofnun. Það hefur aldrei komið skýrara í ljós heldur en við atkvæðagreiðslu um vantraust á hendur Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra.“ Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan æf vegna fyrirhugaðrar lækkunar veiðigjalda Hart sótt að ríkisstjórninni. 31. maí 2018 10:49 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Sjá meira
„Að mínu mati er órökrétt að búast við nokkru öðru en svona löguðu meðan við höldum okkur við þetta fráleita fyrirkomulag um að framkvæmdavaldið virki sem yfirmaður löggjafarvaldsins. Það þarf að snúa því við. Við kjósum til Alþingis, ekki til ríkisstjórnar,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata í samtali við Vísi. Helgi Hrafn er spurður að vísa til þess sem virðist vera alger umpólun á afstöðu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til vinnubragða á þingi.Helgi Hrafn segir fyrirkomulagið sem snýr að samskiptum þings og framkvæmdavalds meingallað.visir/ernirAfar heitt var í kolum á Alþingi í morgun þegar rætt var um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar að lækka veiðileyfagjöld. Stjórnarandstaðan er afar ósátt hvernig staðið er að málum, skammur sem enginn fyrirvari og hafði um það stór orð. Ræða Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, vakti athygli. Hann var harðorður en síðar kom á daginn að þar var hann að vitna beint í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, fimm ára gamla Facebookfærslu, hvar hún fer hörðum orðum um sambærileg vinnubrögð og fyrirætlanir um lækkun veiðigjalda eins og nú stendur fyrir dyrum. Svohljóðandi:Logi sagðist taka heilshugar undir þessi orð og kvað við heldur hásan hlátur í þingsal. Ljóst er að stjórnarandstaðan er þeirrar skoðunar að Svandís í ríkisstjórn sé allt önnur kona en Svandís í stjórnarandstöðu. „Umturnast fólk algerlega við það að skipta um sæti í þingsal,“ spurði Ágúst Ólafur Ágústsson Samfylkingu síðar í umræðunni. Helgi Hrafn segir að þetta komi sér ekki á nokkurn einasta hátt á óvart. „Ekki meðan við erum með þessa hábölvuðu hefð að ríkisstjórn sé mynduð úr meirihluta Alþingis, vegna þess að þá er fyrsta markmið stjórnarflokkanna að tryggja að ríkisstjórnin haldi ásamt því að hún lítur á Alþingi sem erfiða og skilningslausa afgreiðslustofnun. Það hefur aldrei komið skýrara í ljós heldur en við atkvæðagreiðslu um vantraust á hendur Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra.“
Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan æf vegna fyrirhugaðrar lækkunar veiðigjalda Hart sótt að ríkisstjórninni. 31. maí 2018 10:49 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Sjá meira
Stjórnarandstaðan æf vegna fyrirhugaðrar lækkunar veiðigjalda Hart sótt að ríkisstjórninni. 31. maí 2018 10:49