Englendingurinn Darren Till er hástökkvari vikunnar á styrkleikalistum UFC.
Till vann nauman, og nokkuð umdeildan, sigur á Stephen Thompson um síðustu helgi en Thompson var í efsta sæti styrkleikalistans fyrir bardagann.
Till stekkur upp um sex sæti og er nú í öðru sæti á styrkleikalistanum. Thompson fellur niður í þriðja sætið.
Gunnar Nelson situr eftir sem áður í tólfta sæti listans.
Till rýkur upp styrkleikalista UFC

Tengdar fréttir

Taktískur sigur Darren Till í Liverpool
UFC var með bardagakvöld í Liverpool fyrr í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins sigraði heimamaðurinn Darren Till hinn bandaríska Stephen Thompson eftir umdeilda dómaraákvörðun.