Atli Már sýknaður í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. maí 2018 14:00 Atli Már í dómsal í dag íklæddur bol með áletruninni: Hvar er Frikki? visir/vilhelm Atli Már Gylfason var í Héraðsdómi Reykjaness í dag sýknaður af stefnu Guðmundar Spartakusar Ómarssonar þar sem farið var fram á ómerkingu á ærumeiðandi ummælum og greiðslu miskabóta vegna ítrekaðra ærumeiðinga og brota á friðhelgi einkalífs stefnanda, eins og sagði í stefnunni. Guðmundi var gert að greiða 600 þúsund krónur í málskostnað. Málið hefur verið fyrirferðarmikið í fjölmiðlum og snýr að meintum fíkniefnaumsvifum Guðmundar Spartakusar og hvarfi Friðriks Kristjánssonar. Sneri það að grein sem Atli Már skrifaði fyrir stundina og var birt 1. desember 2016 og fjallaði um hvarf Friðriks. Fór Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Guðmundar Spartakusar, fram á að 10 milljónir í miskabætur vegna tilhæfulauss fréttaflutnings á hendur Guðmundi Spartakusi, með vöxtum. Auk þess var farið fram á ómerkingu á „ærumeiðandi ummælum og greiðslu miskabóta vegna ítrekaðra ærumeiðinga og brota á friðhelgi einkalífs stefnanda, í fréttum sem birtar voru í fjölmiðlum meðstefnda Stundarinnar, í útvarpsþættinum Harmageddon og í viðtali í hljóði og mynd á Facebook og www.sudurnes.net, dagana 1. 2. og 30. desember 2016,“ eins og sagði í stefnu. Alls er um 30 ummæli að ræða.Atli Már mætti við réttarhöldin í máli Guðmundar Spartarkusar á hendur honum í héraðsdómi í byrjun mánaðarins íklæddur bol með áletruninni: Hvar er Frikki?visir/vilhelmHópi fréttamanna stefnt Auk Atla Más var útgáfufélagi Stundarinnar stefnt í málinu en hann er ekki einir fréttamaðurinn sem Guðmundur Spartakus stefndi vegna fréttaflutnings af honum. Krafðist hann tíu milljóna króna bætur frá fréttamönnum RÚV. Frá Jóhanni Hlíðari Harðarsyni fréttamanni (8 milljónir), Rakel Þorbergsdóttur fréttastjóra (1 milljón), Pálma Jónassyni fréttamanni (700 þúsund) og Hjálmari Friðrikssyni fyrrverandi fréttamanni RÚV (300 þúsund krónur).Sjá einnig: RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutning Samþykkti RÚV að greiða honum samtals 2,5 milljónir króna vegna málsins. Sáttagreiðslan var harðlega gagnrýnd á sínum tíma og er mikil óánægja með sáttagreiðsluna á meðal fréttamanna RÚV. Þá sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur Sigmund Erni Rúnarssyni af kröfum Guðmundar Spartakusar vegna frétta sem birtust á vef sjónvarpsstöðvarinnar. Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í málinu.Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri RÚV og Jóhann Hlíðar Harðarson fengu stefnu frá Guðmundi Spartakusi.Neitaði að nafngreina „ónefnda manninn“ Aðalmeðferð í málinu fór fram í byrjun mánaðarins og snerist málflutningurinn að miklu leyti um hvort að Guðmundur Spartakus væri „ónefndi maðurinn“ í grein Atla Más. Var Atli Már meðal annars þráspurður um það af Vilhjálmi, lögmanni Guðmundar. „Það er ástæða fyrir því að nafn hans er ekki birt í greininni. Ég get ekki gert það án þess að stefna heimildarmönnum mínum í hættu,“ svaraði Atli Már. Guðmundur Spartakus lét ekki sjá sig við aðalmeðferðina en einnig var tekin skýrsla af Cándido Figueredo Ruiz, blaðamanni frá Paragvæ sem fjallað hefur um hvarf Friðriks í Paragvæ auk þess sem hann hefur veitt íslenskum blaðamönnum upplýsingar um málið, meðal annars Atla Má. Byggðist grein Atla Más að þó nokkru leyti á fréttum Ruiz í Paragvæ. Sagiðst Ruiz ekki geta svarað fyrir fréttaflutning íslenskra fréttamanna af málefnum Guðmundar Spartakusar en að hann stæði við allar sínar fréttir af málinu, enda byggðu þær á traustum heimildum, meðal annars frá lögregluyfirvöldum. Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ruiz talar norsku og stendur við fréttaflutning sinn af Guðmundi Spartakusi Aðalmeðferð í máli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn blaðamanninum Atla Má Gylfasyni hófst í dag. 3. maí 2018 12:30 RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutning Páll Magnússon formaður allsherjarnefndar krefst viðbragða frá stjórn RÚV og/eða ráðherra. 10. apríl 2018 14:00 Sigmundur Ernir mátti segja fréttir af Guðmundi Spartakusi Hæstiréttur staðfestir dóm héraðs. 3. maí 2018 15:14 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Blótaði minnihlutaþingmönnum og rauk á dyr Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Sjá meira
Atli Már Gylfason var í Héraðsdómi Reykjaness í dag sýknaður af stefnu Guðmundar Spartakusar Ómarssonar þar sem farið var fram á ómerkingu á ærumeiðandi ummælum og greiðslu miskabóta vegna ítrekaðra ærumeiðinga og brota á friðhelgi einkalífs stefnanda, eins og sagði í stefnunni. Guðmundi var gert að greiða 600 þúsund krónur í málskostnað. Málið hefur verið fyrirferðarmikið í fjölmiðlum og snýr að meintum fíkniefnaumsvifum Guðmundar Spartakusar og hvarfi Friðriks Kristjánssonar. Sneri það að grein sem Atli Már skrifaði fyrir stundina og var birt 1. desember 2016 og fjallaði um hvarf Friðriks. Fór Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Guðmundar Spartakusar, fram á að 10 milljónir í miskabætur vegna tilhæfulauss fréttaflutnings á hendur Guðmundi Spartakusi, með vöxtum. Auk þess var farið fram á ómerkingu á „ærumeiðandi ummælum og greiðslu miskabóta vegna ítrekaðra ærumeiðinga og brota á friðhelgi einkalífs stefnanda, í fréttum sem birtar voru í fjölmiðlum meðstefnda Stundarinnar, í útvarpsþættinum Harmageddon og í viðtali í hljóði og mynd á Facebook og www.sudurnes.net, dagana 1. 2. og 30. desember 2016,“ eins og sagði í stefnu. Alls er um 30 ummæli að ræða.Atli Már mætti við réttarhöldin í máli Guðmundar Spartarkusar á hendur honum í héraðsdómi í byrjun mánaðarins íklæddur bol með áletruninni: Hvar er Frikki?visir/vilhelmHópi fréttamanna stefnt Auk Atla Más var útgáfufélagi Stundarinnar stefnt í málinu en hann er ekki einir fréttamaðurinn sem Guðmundur Spartakus stefndi vegna fréttaflutnings af honum. Krafðist hann tíu milljóna króna bætur frá fréttamönnum RÚV. Frá Jóhanni Hlíðari Harðarsyni fréttamanni (8 milljónir), Rakel Þorbergsdóttur fréttastjóra (1 milljón), Pálma Jónassyni fréttamanni (700 þúsund) og Hjálmari Friðrikssyni fyrrverandi fréttamanni RÚV (300 þúsund krónur).Sjá einnig: RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutning Samþykkti RÚV að greiða honum samtals 2,5 milljónir króna vegna málsins. Sáttagreiðslan var harðlega gagnrýnd á sínum tíma og er mikil óánægja með sáttagreiðsluna á meðal fréttamanna RÚV. Þá sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur Sigmund Erni Rúnarssyni af kröfum Guðmundar Spartakusar vegna frétta sem birtust á vef sjónvarpsstöðvarinnar. Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í málinu.Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri RÚV og Jóhann Hlíðar Harðarson fengu stefnu frá Guðmundi Spartakusi.Neitaði að nafngreina „ónefnda manninn“ Aðalmeðferð í málinu fór fram í byrjun mánaðarins og snerist málflutningurinn að miklu leyti um hvort að Guðmundur Spartakus væri „ónefndi maðurinn“ í grein Atla Más. Var Atli Már meðal annars þráspurður um það af Vilhjálmi, lögmanni Guðmundar. „Það er ástæða fyrir því að nafn hans er ekki birt í greininni. Ég get ekki gert það án þess að stefna heimildarmönnum mínum í hættu,“ svaraði Atli Már. Guðmundur Spartakus lét ekki sjá sig við aðalmeðferðina en einnig var tekin skýrsla af Cándido Figueredo Ruiz, blaðamanni frá Paragvæ sem fjallað hefur um hvarf Friðriks í Paragvæ auk þess sem hann hefur veitt íslenskum blaðamönnum upplýsingar um málið, meðal annars Atla Má. Byggðist grein Atla Más að þó nokkru leyti á fréttum Ruiz í Paragvæ. Sagiðst Ruiz ekki geta svarað fyrir fréttaflutning íslenskra fréttamanna af málefnum Guðmundar Spartakusar en að hann stæði við allar sínar fréttir af málinu, enda byggðu þær á traustum heimildum, meðal annars frá lögregluyfirvöldum.
Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ruiz talar norsku og stendur við fréttaflutning sinn af Guðmundi Spartakusi Aðalmeðferð í máli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn blaðamanninum Atla Má Gylfasyni hófst í dag. 3. maí 2018 12:30 RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutning Páll Magnússon formaður allsherjarnefndar krefst viðbragða frá stjórn RÚV og/eða ráðherra. 10. apríl 2018 14:00 Sigmundur Ernir mátti segja fréttir af Guðmundi Spartakusi Hæstiréttur staðfestir dóm héraðs. 3. maí 2018 15:14 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Blótaði minnihlutaþingmönnum og rauk á dyr Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Sjá meira
Ruiz talar norsku og stendur við fréttaflutning sinn af Guðmundi Spartakusi Aðalmeðferð í máli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn blaðamanninum Atla Má Gylfasyni hófst í dag. 3. maí 2018 12:30
RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutning Páll Magnússon formaður allsherjarnefndar krefst viðbragða frá stjórn RÚV og/eða ráðherra. 10. apríl 2018 14:00
Sigmundur Ernir mátti segja fréttir af Guðmundi Spartakusi Hæstiréttur staðfestir dóm héraðs. 3. maí 2018 15:14