Meirihlutaviðræður í Marshall-húsinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. maí 2018 11:18 Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, og Pawel Bartoszek, sem skipaði 2. sætið á lista Viðreisnar, mættu hjólandi til fundarins í Marshall-húsinu í morgun. vísir/vilhelm Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna hittust á fyrsta formlega fundi sínum vegna myndunar meirihluta í Reykjavík núna upp úr klukkan 11 í Marshall-húsinu. Tveir fulltrúar frá hverjum flokki taka þátt í viðræðunum en saman eru flokkarnir með 12 borgarfulltrúa sem er eins manns meirihluti. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, að málefnin yrðu rædd fyrst áður en farið yrði að ræða stóla og verkaskiptingu.Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, mætir til fundarins í Marshall-húsinu í dag.vísir/vilhelmHann sagði enga kröfu hafa verið setta fram um einhvern annan en hann í borgarstjóra í þeim óformlegu sem fráfarandi meirihlutaflokkar hafa átt í við Viðreisn. Þá sagði Dagur að hann hefði ekki farið leynt með það að hann vilji helst sitja áfram í stóli borgarstjóra. Flokkarnir hafi náð það langt að þeir telji fullvíst að þeir nái málefnalega landi í formlegum viðræðum sem hefjast í dag. Hins vegar sé ljóst að breytingar verði með aðkomu Viðreisnar og ekki sé verið að endurnýja fráfarandi meirihluta. Viðreisn, Samfylkingin, Píratar og Vinstri græn ákváðu seinnipartinn í gær að ganga til formlegra viðræðna um myndu nýs meirihluta í borgarstjórn. Dagur sagði flokkana hafa notað tímann vel í óformlegum viðræðum frá kosningum og traust hafi myndast milli fólks og þessara fjögurra flokka. Kjörtímabil nýrrar borgarstjórnar hefst hinn 19. júní. Ætla flokkarnir fjórir að nýta tímann vel til mótunar málefnasáttmála fyrir þann tíma.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, mætir á fundinn í morgun.vísir/vilhelm Kosningar 2018 Tengdar fréttir Gott traust skapast á milli flokkanna fjögurra Dagur B. Eggertsson segist bjartsýnn og spenntur fyrir viðræðum Samfylkingar, Vinstri grænna, Viðreisnar og Pírata sem hefjast á morgun. 30. maí 2018 21:59 Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna hittust á fyrsta formlega fundi sínum vegna myndunar meirihluta í Reykjavík núna upp úr klukkan 11 í Marshall-húsinu. Tveir fulltrúar frá hverjum flokki taka þátt í viðræðunum en saman eru flokkarnir með 12 borgarfulltrúa sem er eins manns meirihluti. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, að málefnin yrðu rædd fyrst áður en farið yrði að ræða stóla og verkaskiptingu.Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, mætir til fundarins í Marshall-húsinu í dag.vísir/vilhelmHann sagði enga kröfu hafa verið setta fram um einhvern annan en hann í borgarstjóra í þeim óformlegu sem fráfarandi meirihlutaflokkar hafa átt í við Viðreisn. Þá sagði Dagur að hann hefði ekki farið leynt með það að hann vilji helst sitja áfram í stóli borgarstjóra. Flokkarnir hafi náð það langt að þeir telji fullvíst að þeir nái málefnalega landi í formlegum viðræðum sem hefjast í dag. Hins vegar sé ljóst að breytingar verði með aðkomu Viðreisnar og ekki sé verið að endurnýja fráfarandi meirihluta. Viðreisn, Samfylkingin, Píratar og Vinstri græn ákváðu seinnipartinn í gær að ganga til formlegra viðræðna um myndu nýs meirihluta í borgarstjórn. Dagur sagði flokkana hafa notað tímann vel í óformlegum viðræðum frá kosningum og traust hafi myndast milli fólks og þessara fjögurra flokka. Kjörtímabil nýrrar borgarstjórnar hefst hinn 19. júní. Ætla flokkarnir fjórir að nýta tímann vel til mótunar málefnasáttmála fyrir þann tíma.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, mætir á fundinn í morgun.vísir/vilhelm
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Gott traust skapast á milli flokkanna fjögurra Dagur B. Eggertsson segist bjartsýnn og spenntur fyrir viðræðum Samfylkingar, Vinstri grænna, Viðreisnar og Pírata sem hefjast á morgun. 30. maí 2018 21:59 Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Gott traust skapast á milli flokkanna fjögurra Dagur B. Eggertsson segist bjartsýnn og spenntur fyrir viðræðum Samfylkingar, Vinstri grænna, Viðreisnar og Pírata sem hefjast á morgun. 30. maí 2018 21:59