„Gefur þessum leik auka sjarma að fá að mæta Lars“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2018 14:30 Kári Árnason með Lars Lagerbäck. Vísir/Getty Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, hóf æfingar með liðinu í vikunni og fyrsti leikur liðsins í lokaundirbúningnum er á móti Noregi á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Hannes er ánægður með að fá tækifæri til að mæta lærisveinum Lars Lagerbäck en það efast enginn um það sem Lagerbäck gerði fyrir íslenska landsliðinu á árunum 2012 til 2016. Lars Lagerbäck hætti með liðið eftir EM í Frakklandi 2016 og tók síðan við norska landsliðinu í febrúar 2017. Sænski þjálfarinn mætir aftur á Laugardalsvöllinn á laugardagskvöldið og það er öruggt að þar mun hann fá góðar móttökur frá bæði landsliðsmönnum og stuðningsmönnum íslenska landsliðsins. „Það hefur þessum leik auka sjarma að fá að mæta Lars og ég hlakka til að spila þennan leik. Líka að koma hérna heima á Laugardalsvöllinn og spila landsleik. Það eru þessar stundir sem hafa gefið manni hvað mest síðust ár,“ sagði Hannes. „Það er gaman að koma í sumarleik í Reykjavík og það skemmir ekki fyrir að fá að taka í spaðann á karlinum fyrir leik,“ sagði Hannes. Hann er kominn heim úr hitabylgjunni í Danmörku. „Ég segi nú ekki sjokk enda ekki eins og maður þekki þetta ekki. Vissulega var töluvert betra veður í Danmörku. Mér finnst svo notalegt að vera hérna á Íslandi og er alveg sama þótt að það sé stinningskaldi og níu gráður. Þetta er alltaf ljúft og ætla ekki að vera kvarta yfir þessu,“ sagði Hannes. Lars Lagerbäck stýrði íslenska landsliðinu í 52 leikjum þar af 32 þeirra með Heimi Hallgrímssyni. Hannes var aðeins búinn að spila einn landsleik þegar Lars Lagerbäck tók við íslenska landsliðinu í árslok 2011. Hannes spilaði aftur á móti 37 landsleiki í þjálfaratíð Lagerbäck þar af 26 af 27 keppnisleikjum liðsins. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, hóf æfingar með liðinu í vikunni og fyrsti leikur liðsins í lokaundirbúningnum er á móti Noregi á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Hannes er ánægður með að fá tækifæri til að mæta lærisveinum Lars Lagerbäck en það efast enginn um það sem Lagerbäck gerði fyrir íslenska landsliðinu á árunum 2012 til 2016. Lars Lagerbäck hætti með liðið eftir EM í Frakklandi 2016 og tók síðan við norska landsliðinu í febrúar 2017. Sænski þjálfarinn mætir aftur á Laugardalsvöllinn á laugardagskvöldið og það er öruggt að þar mun hann fá góðar móttökur frá bæði landsliðsmönnum og stuðningsmönnum íslenska landsliðsins. „Það hefur þessum leik auka sjarma að fá að mæta Lars og ég hlakka til að spila þennan leik. Líka að koma hérna heima á Laugardalsvöllinn og spila landsleik. Það eru þessar stundir sem hafa gefið manni hvað mest síðust ár,“ sagði Hannes. „Það er gaman að koma í sumarleik í Reykjavík og það skemmir ekki fyrir að fá að taka í spaðann á karlinum fyrir leik,“ sagði Hannes. Hann er kominn heim úr hitabylgjunni í Danmörku. „Ég segi nú ekki sjokk enda ekki eins og maður þekki þetta ekki. Vissulega var töluvert betra veður í Danmörku. Mér finnst svo notalegt að vera hérna á Íslandi og er alveg sama þótt að það sé stinningskaldi og níu gráður. Þetta er alltaf ljúft og ætla ekki að vera kvarta yfir þessu,“ sagði Hannes. Lars Lagerbäck stýrði íslenska landsliðinu í 52 leikjum þar af 32 þeirra með Heimi Hallgrímssyni. Hannes var aðeins búinn að spila einn landsleik þegar Lars Lagerbäck tók við íslenska landsliðinu í árslok 2011. Hannes spilaði aftur á móti 37 landsleiki í þjálfaratíð Lagerbäck þar af 26 af 27 keppnisleikjum liðsins.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira