Bilic fer yfir Króatíu: Bestu leikmennirnir, stjórinn og hverjir geta sprungið út Anton Ingi Leifsson skrifar 31. maí 2018 22:30 Króatar fagna marki í undankeppninni. vísir/getty Það eru tuttugu ár síðan að Króatía tryggði sig inn á sitt fyrsta Heimsmeistaramót. Hlutirnir hafa ekki farið eins og þeir vildu á síðustu mótum en nú fá þeir enn eitt tækifærið, HM í Rússlandi. Króatía er í riðli með okkur Íslendingum ásamt Argentínu og Króatíu. Sky fréttastofan fékk fyrrum stjóra Króatíu, frá 2006-2012, til þess að fara yfir liðið, stjórann og ungu leikmennina. „Fólk ætlast til þess að þú komast á stórmót eins og Þýskaland, Spánn, Ítalía og England. Svo þegar þú ert kominn þangað vill það að þú farir upp úr riðlinum,” sagði Bilic. „Við höfum einungis misst af nokkrum stórmótum. Við höfum alltaf haft góða leikmenn og gott lið. Ég var stjórinn í sex ár og í um sextíu leikjum var ekki einn leikur þar sem við sögðum að annað liðið væri betra og við myndum sætta okkur við stig.” „Þú þarft að fá alla leikmenn liðsins til að eiga gott stórmót og svo þarftu einhverja sem koma með eitthvað aukalega sem skilar sér til liðsins. Einhverjir þurfa að spila leiki lífsins og komi það allt saman getur eitthvað sérstakt gerst eins og 1998.”Lykilmennirnir „Við erum með frábært lið á pappírunum ef þú lítur á leikmennina og hvar þeir eru að spila. 1998 þegar við lentum í þriðja sætinu þá vorum við ekki þetta sterkir og með svo mikla reynslu.” „Luka Modric er lykilmaður hjá Real, Rakitic er mikilvægur hjá Barcelona, Kovavic er yngri en einnig hjá Madrid. Svo höfum við Ivan Perisic og Marcelo Brozovic hjá Inter, Mandzukiz hjá Juve, Kalinic hjá Milan og Vsraljko hjá Atl. Madrid. Allir að spila hjá stórum félögum.” „Þú þarft ekki að vera fótboltasérfræðingur til þess að sjá það að Modric er lykilmaður. Innan og utan vallar hefur hann þroskast og er orðinn leiðtogi. Hann er fyrirliðinn. Hann er aðal maðurinn á vellinum.” „Ég fékk þann heiður að vinna með góðum leikmönnum hjá Króatíu, Besiktas og West Ham en ef ég þyrfti að velja þann besta sem ég hef unnið með þá myndi ég velja Modric.”Stjórinn, Zlatko Dalic „Þegar ég var í unglingaliði Hajduk Split þá var hann einnig hjá félaginu. Hann hefur búið til sitt nafn í Mið-Austurlöndunum. Hann gerði vel í Sádi-Arabíu og svo í Abu-Dhabi þar sem hann fór með Al-Ain í úrslitaleik asísku Meistaradeildarinnar.” „Hann hefur lagt hart að sér og hann er góður, hreinskilinn maður á sínum blóma. Hann tók við liðinu á slæmum tímapunkti og byrjaði mjög vel svo hann á skilið tækifærið. Allt landið mun flykkja sér á bakvið hann.”Nikola Vlasic.vísir/gettyHverjir slá í gegn af þeim yngri? „Nikola Vlasic er fri mínum heimabæ, Split. Hann kemur frá íþróttafjölskyldu og systir hans, Blanka, er ein stærsta íþróttastjarnan í Króatíu. Hún var hástökkvari og vann íþróttakona ársins fimm eða sex ár í röð. Hún vann silfur á Ólympíuleikunum í Beijing og var heimsmeistari.” „Vlasic æfði einnig með syni mínum og ég vildi taka hann til West Ham en ég var of seinn. Hann er að verða mjög góður leikmaður og byrjaði vel hjá Everton en því miður þá skiptu þeir um stjóra. Núna er hann ekki að spila en þegar hann fékk tækifæri gerði hann vel. Hann er ungur en vel undirbúinn og hefur þroskast.” „Einnig eru Pjaca hjá Juventus og Rog hjá Napoli. Væntingarnar voru miklar til Halilovic en hann fór of ungur til Barcelona og það er erfitt að spila þar. Ferill hans hefur ekki farið eins og hann vildi, frá Hamburg tli Las Palmas, en hann er enn ungur og getur náð langt. Hann er að spila í La Liga og hefur alla möguleika á að ná langt.” HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira
Það eru tuttugu ár síðan að Króatía tryggði sig inn á sitt fyrsta Heimsmeistaramót. Hlutirnir hafa ekki farið eins og þeir vildu á síðustu mótum en nú fá þeir enn eitt tækifærið, HM í Rússlandi. Króatía er í riðli með okkur Íslendingum ásamt Argentínu og Króatíu. Sky fréttastofan fékk fyrrum stjóra Króatíu, frá 2006-2012, til þess að fara yfir liðið, stjórann og ungu leikmennina. „Fólk ætlast til þess að þú komast á stórmót eins og Þýskaland, Spánn, Ítalía og England. Svo þegar þú ert kominn þangað vill það að þú farir upp úr riðlinum,” sagði Bilic. „Við höfum einungis misst af nokkrum stórmótum. Við höfum alltaf haft góða leikmenn og gott lið. Ég var stjórinn í sex ár og í um sextíu leikjum var ekki einn leikur þar sem við sögðum að annað liðið væri betra og við myndum sætta okkur við stig.” „Þú þarft að fá alla leikmenn liðsins til að eiga gott stórmót og svo þarftu einhverja sem koma með eitthvað aukalega sem skilar sér til liðsins. Einhverjir þurfa að spila leiki lífsins og komi það allt saman getur eitthvað sérstakt gerst eins og 1998.”Lykilmennirnir „Við erum með frábært lið á pappírunum ef þú lítur á leikmennina og hvar þeir eru að spila. 1998 þegar við lentum í þriðja sætinu þá vorum við ekki þetta sterkir og með svo mikla reynslu.” „Luka Modric er lykilmaður hjá Real, Rakitic er mikilvægur hjá Barcelona, Kovavic er yngri en einnig hjá Madrid. Svo höfum við Ivan Perisic og Marcelo Brozovic hjá Inter, Mandzukiz hjá Juve, Kalinic hjá Milan og Vsraljko hjá Atl. Madrid. Allir að spila hjá stórum félögum.” „Þú þarft ekki að vera fótboltasérfræðingur til þess að sjá það að Modric er lykilmaður. Innan og utan vallar hefur hann þroskast og er orðinn leiðtogi. Hann er fyrirliðinn. Hann er aðal maðurinn á vellinum.” „Ég fékk þann heiður að vinna með góðum leikmönnum hjá Króatíu, Besiktas og West Ham en ef ég þyrfti að velja þann besta sem ég hef unnið með þá myndi ég velja Modric.”Stjórinn, Zlatko Dalic „Þegar ég var í unglingaliði Hajduk Split þá var hann einnig hjá félaginu. Hann hefur búið til sitt nafn í Mið-Austurlöndunum. Hann gerði vel í Sádi-Arabíu og svo í Abu-Dhabi þar sem hann fór með Al-Ain í úrslitaleik asísku Meistaradeildarinnar.” „Hann hefur lagt hart að sér og hann er góður, hreinskilinn maður á sínum blóma. Hann tók við liðinu á slæmum tímapunkti og byrjaði mjög vel svo hann á skilið tækifærið. Allt landið mun flykkja sér á bakvið hann.”Nikola Vlasic.vísir/gettyHverjir slá í gegn af þeim yngri? „Nikola Vlasic er fri mínum heimabæ, Split. Hann kemur frá íþróttafjölskyldu og systir hans, Blanka, er ein stærsta íþróttastjarnan í Króatíu. Hún var hástökkvari og vann íþróttakona ársins fimm eða sex ár í röð. Hún vann silfur á Ólympíuleikunum í Beijing og var heimsmeistari.” „Vlasic æfði einnig með syni mínum og ég vildi taka hann til West Ham en ég var of seinn. Hann er að verða mjög góður leikmaður og byrjaði vel hjá Everton en því miður þá skiptu þeir um stjóra. Núna er hann ekki að spila en þegar hann fékk tækifæri gerði hann vel. Hann er ungur en vel undirbúinn og hefur þroskast.” „Einnig eru Pjaca hjá Juventus og Rog hjá Napoli. Væntingarnar voru miklar til Halilovic en hann fór of ungur til Barcelona og það er erfitt að spila þar. Ferill hans hefur ekki farið eins og hann vildi, frá Hamburg tli Las Palmas, en hann er enn ungur og getur náð langt. Hann er að spila í La Liga og hefur alla möguleika á að ná langt.”
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira