Gengið illa að manna og biðlistar yfirvofandi í heimahjúkrun Sigurður Mikael Jónsson skrifar 31. maí 2018 06:00 Fyrirsjáanlegt er að draga þurfi úr þjónustu hjá heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu Reykjavíkurborgar þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Þetta segir Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri öldrunar- og húsnæðismála hjá Reykjavíkurborg, sem nýverið sendi landlækni, Landspítalanum, ráðuneytinu, sjúkratryggingum og heilsugæslunni erindi þar sem hún varaði við þessu. „Það þýðir í raun að það myndast biðlistar í heimahjúkrun, sem alla jafna er ekki yfir árið. Við reynum að stýra þessu þannig að léttari verkefni fari yfir á félagslegu heimaþjónustuna tímabundið,“ segir Berglind. Hún segir að undanfarin sumur hafi þetta verið tilfellið í þessari þjónustu. Álagið á heimaþjónustuna alla, bæði heimahjúkrun og félagslegu heimaþjónustuna verði meira, þar sem Landspítalinn loki mörgum af sínum deildum.„Þetta fer ekki vel saman, þegar álagið eykst hjá okkur og við bætast erfiðleikar við að manna stöður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða auk almennra starfsmanna í félagslega heimaþjónustu“ „Það jákvæða við hrunið var að þá áttum við auðveldara með að fá starfsfólk. Nú bætist við að það er meira um lokanir á Landspítalanum en áður. Við sjáum því fram á erfiðara sumar hvað það varðar að skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum hefur afleiðingar. Staðan hjá okkur í að manna stöður er ekki endilega verri en síðasta sumar.“ Berglind vísar því á bug að vegna stöðunnar sem upp sé komin sé verið að vísa aðstandendum og fjölskyldu á einkarekna möguleika á borð við Sinnum ehf. að fyrra bragði. „Það gerum við ekki og höfum ekki heimild til, en auðvitað þegar fólk spyr okkur hvert það geti leitað þá upplýsum við það um fyrirtæki sem sinna þessu. Ef fólk er að spyrja.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Fyrirsjáanlegt er að draga þurfi úr þjónustu hjá heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu Reykjavíkurborgar þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Þetta segir Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri öldrunar- og húsnæðismála hjá Reykjavíkurborg, sem nýverið sendi landlækni, Landspítalanum, ráðuneytinu, sjúkratryggingum og heilsugæslunni erindi þar sem hún varaði við þessu. „Það þýðir í raun að það myndast biðlistar í heimahjúkrun, sem alla jafna er ekki yfir árið. Við reynum að stýra þessu þannig að léttari verkefni fari yfir á félagslegu heimaþjónustuna tímabundið,“ segir Berglind. Hún segir að undanfarin sumur hafi þetta verið tilfellið í þessari þjónustu. Álagið á heimaþjónustuna alla, bæði heimahjúkrun og félagslegu heimaþjónustuna verði meira, þar sem Landspítalinn loki mörgum af sínum deildum.„Þetta fer ekki vel saman, þegar álagið eykst hjá okkur og við bætast erfiðleikar við að manna stöður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða auk almennra starfsmanna í félagslega heimaþjónustu“ „Það jákvæða við hrunið var að þá áttum við auðveldara með að fá starfsfólk. Nú bætist við að það er meira um lokanir á Landspítalanum en áður. Við sjáum því fram á erfiðara sumar hvað það varðar að skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum hefur afleiðingar. Staðan hjá okkur í að manna stöður er ekki endilega verri en síðasta sumar.“ Berglind vísar því á bug að vegna stöðunnar sem upp sé komin sé verið að vísa aðstandendum og fjölskyldu á einkarekna möguleika á borð við Sinnum ehf. að fyrra bragði. „Það gerum við ekki og höfum ekki heimild til, en auðvitað þegar fólk spyr okkur hvert það geti leitað þá upplýsum við það um fyrirtæki sem sinna þessu. Ef fólk er að spyrja.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira