Heimir Guðjónsson og lærisveinar hans í HB Þórshöfn eru komnir með annan fótinn í úrslit færeysku bikarkeppninnar eftir sigur á AB í fyrri leik liðanna í undanúrslitum í dag.
HB vann leikinn í dag 2-0 og var þetta tólfti sigur liðsins í röð í öllum keppnum. Seinni undanúrslitaleikurinn fer fram 13. júní á heimavelli AB.
HB er sigursælasta félagið í bikarkeppninni með 26 titla í sögunni, næst á eftir koma GÍ og KÍ með sex bikartitla hvort. Hins vegar eru komin fjórtán ár síðan HB vann keppnina síðast árið 2004.
Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast B36 og TB/FCS/Royn.
Heimir með annan fótinn í bikarúrslitum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti


