Skoða möguleika á að koma gröfu upp að Steini til að bjarga helsta kennileiti Esjunnar Birgir Olgeirsson skrifar 30. maí 2018 16:15 Steininn í hlíðum Esjunnar hefur sigið mikið undanfarin ár og hafa fjallagarpar fylgst með halla hans undanfarið. Erla Kristín Birgisdóttir „Hann er farinn að halla dálítið,“ segir Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, um Steininn í hlíð Esjunnar sem er farinn að halla talsvert. Hefur hallinn aukist svo mikið undanfarin ár að fjallagarpar eru farnir að hafa áhyggjur af honum og fylgjast náið með hreyfingum steinsins. Skógræktarfélag Reykjavíkur sér um stígagerð í hlíðum Esjunnar en Helgi Gíslason segir steininn hafa sigið mikið undanfarin ár. Til stóð að vinna í stígum í Esjunni í maí mánuði en ekkert varð að því sökum bleytu. Helgi á von á því að Skógræktarfélagið verði með menn í stígagerð ofarlega í Esjunni um mitt sumar í júlí.Einu sinni var merkið á Steininum beint, en svo er ekki lengur sökum þess hvað hann hefur sigið mikið.Erla Kristín Birgisdóttir.„Og þá myndum við nú freistast til að líta á það ef við teldum okkur komast skammlaust upp með gröfu sem verður notuð þarna í fjallinu,“ segir Helgi. Ef hægt verður að koma gröfunni upp að Steini verður gerð tilraun til að styrkja hann til að varna því að hann fari niður hlíðina. „Auðvitað viljum við ekki missa þetta kennileiti. Þetta er eitt helsta kennileitið á svæðinu og metnaður mjög margra að komast upp að Steini,“ segir Helgi.Ríkisútvarpið sagði frá því fyrr í mánuðinum að Steininn hefði sigið talsvert og tók fram að nokkur ár væru liðin síðan fór að bera á halla steinsins í Esju. Helgi segir engar sérstakar mælingar hafa verið gerðar á steininum undanfarin ár og því ómögulegt að segja hvað hann hefur sigið mikið lengi. „Og til dæmis eins og þessi vetur var, þar sem fraus og þiðnaði látlaust á víxl, þá virkar það eins og tjakkur undir steininum,“ segir Helgi. Hann segist vonast til að verða með öfluga Strandamenn í hleðslum í efstu hlutum stígsins upp í sumar. Mun vinnan fara fram tiltölulega stutt fyrir neðan steininn og verður kannaður sá möguleiki hvort hægt sé að koma lítill gröfu upp að Steini. Helgi tekur þó fram að Esjan sé náttúruperla og ekki standi til að skemma hana með því að setja spor í hlíðar hennar eftir gröfuna til að bjarga steininum. Gönguleiðin upp að Steini frá rótum Esjunnar er um 6,6 kílómetrar að lengd en Steinninn er í 597 metra hæð efsta á Langahrygg. Esjan Reykjavík Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
„Hann er farinn að halla dálítið,“ segir Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, um Steininn í hlíð Esjunnar sem er farinn að halla talsvert. Hefur hallinn aukist svo mikið undanfarin ár að fjallagarpar eru farnir að hafa áhyggjur af honum og fylgjast náið með hreyfingum steinsins. Skógræktarfélag Reykjavíkur sér um stígagerð í hlíðum Esjunnar en Helgi Gíslason segir steininn hafa sigið mikið undanfarin ár. Til stóð að vinna í stígum í Esjunni í maí mánuði en ekkert varð að því sökum bleytu. Helgi á von á því að Skógræktarfélagið verði með menn í stígagerð ofarlega í Esjunni um mitt sumar í júlí.Einu sinni var merkið á Steininum beint, en svo er ekki lengur sökum þess hvað hann hefur sigið mikið.Erla Kristín Birgisdóttir.„Og þá myndum við nú freistast til að líta á það ef við teldum okkur komast skammlaust upp með gröfu sem verður notuð þarna í fjallinu,“ segir Helgi. Ef hægt verður að koma gröfunni upp að Steini verður gerð tilraun til að styrkja hann til að varna því að hann fari niður hlíðina. „Auðvitað viljum við ekki missa þetta kennileiti. Þetta er eitt helsta kennileitið á svæðinu og metnaður mjög margra að komast upp að Steini,“ segir Helgi.Ríkisútvarpið sagði frá því fyrr í mánuðinum að Steininn hefði sigið talsvert og tók fram að nokkur ár væru liðin síðan fór að bera á halla steinsins í Esju. Helgi segir engar sérstakar mælingar hafa verið gerðar á steininum undanfarin ár og því ómögulegt að segja hvað hann hefur sigið mikið lengi. „Og til dæmis eins og þessi vetur var, þar sem fraus og þiðnaði látlaust á víxl, þá virkar það eins og tjakkur undir steininum,“ segir Helgi. Hann segist vonast til að verða með öfluga Strandamenn í hleðslum í efstu hlutum stígsins upp í sumar. Mun vinnan fara fram tiltölulega stutt fyrir neðan steininn og verður kannaður sá möguleiki hvort hægt sé að koma lítill gröfu upp að Steini. Helgi tekur þó fram að Esjan sé náttúruperla og ekki standi til að skemma hana með því að setja spor í hlíðar hennar eftir gröfuna til að bjarga steininum. Gönguleiðin upp að Steini frá rótum Esjunnar er um 6,6 kílómetrar að lengd en Steinninn er í 597 metra hæð efsta á Langahrygg.
Esjan Reykjavík Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira