15 dagar í HM: Þegar Zenga lokaði búrinu á heimavelli Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. maí 2018 13:30 Zenga með einbeitinguna í lagi. Þessi glæsilega treyja og gullkeðjan lifa enn í minningu margra. vísir/getty Ítalski markvörðurinn Walter Zenga setti met á HM 1990 á Ítalíu sem stendur enn. Þá virtist hreinlega ekki vera hægt að skora hjá honum. Zenga gerði sér nefnilega lítið fyrir og hélt hreinu í fimm leikjum í röð. Það var ekki fyrr en í undanúrslitum keppninnar sem loksins tókst að skora hjá honum. Þá var ekki búið að skora hjá honum í 518 mínútur. Það mark gerði Argentínumaðurinn Claudio Caniggia með skalla. Sá leikur endaði í vítaspyrnukeppni þar sem Zenga náði ekki að verja neina af spyrnum Argentínumanna sem fyrir vikið komust í úrslit. Ítalía vann svo England, 2-1, í leiknum um bronsið.Leikirnir fimm þar sem Zenga hélt hreinu voru gegn Austurríki, Tékkóslóvakíu og Bandaríkjunum í riðlinum. Svo hélt hann hreinu gegn Úrúgvæ í 16-liða úrslitum keppninnar sem og gegn Írum í átta liða úrslitunum. Magnaður árangur. Zenga, sem er orðinn 58 ára gamall í dag, átti magnaðan feril og var lengi vel talinn vera besti markvörður heims. Hann er líka almennt talinn vera einn besti markvörður allra tíma. Lungann úr ferlinum var hann hjá Inter. Kom þangað sem unglingur árið 1971 en spilaði sinn fyrsta aðalliðsleik með félaginu árið 1978. Hann stóð í marki Inter til ársins 1994 og náði að spila 328 leiki fyrir félagið. Svo fór hann í tvö ár til Sampdoria og síðasta leiktíðin á Ítalíu var hjá Padova.Zenga fagnar einu sinni sem oftar á HM 1990.vísir/gettySíðustu tvö ár ferilsins voru hjá New England Revolution í Bandaríkjunum en hanskarnir fóru upp í hillu árið 1999. Hann spilaði 58 landsleiki fyrir Ítalíu. Þann síðasta árið 1992. Í dag þjálfar hann Crotone á Ítalíu en hann hefur víða komið við á þjálfaraferli sínum sem hófst hjá New England Revolution. Hann er búinn að þjálfa í Rúmeníu, Serbíu, Tyrklandi, Sádi Arabíu og Englandi þar sem hann var til skamms tíma þjálfari Úlfanna fyrir tveimur árum síðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 16 dagar í HM: Whiteside sá yngsti til þess að spila á HM Norður-Írinn Norman Whiteside bætti met Pelé er hann varð sá yngsti til þess að spila á HM árið 1982. Hann átti þá framtíðina fyrir sér en fótboltaferillinn varð ekki eins glæstur og vonir stóðu til um. 29. maí 2018 13:00 17 dagar í HM: Þegar Keane brjálaðist og yfirgaf Íra í Saipan Undirbúningur Íra fyrir HM 2002 gleymist seint enda yfirgaf fyrirliði liðsins, Roy Keane, æfingabúðir liðsins í fússi eftir að hafa brjálast vegna skorts á fagmennsku hjá írska knattspyrnusambandinu. 28. maí 2018 11:00 22 dagar í HM: Þegar Platini hélt að liðsfélagi sinn væri dáinn Einn besti leikur í sögu HM fór fram á HM árið 1982 en hans er samt einna helst minnst fyrir líklega ljótasta brot í sögu keppninnar. 23. maí 2018 12:00 20 dagar í HM: Arabíski Maradona skoraði flottasta mark HM sem aldrei er talað um Saeed Al-Owairan réð ekki við frægðina og endaði í fangelsi en mætti samt á næsta HM. 25. maí 2018 12:30 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Villarreal - Man. City | Er hægt að hemja Haaland? Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
Ítalski markvörðurinn Walter Zenga setti met á HM 1990 á Ítalíu sem stendur enn. Þá virtist hreinlega ekki vera hægt að skora hjá honum. Zenga gerði sér nefnilega lítið fyrir og hélt hreinu í fimm leikjum í röð. Það var ekki fyrr en í undanúrslitum keppninnar sem loksins tókst að skora hjá honum. Þá var ekki búið að skora hjá honum í 518 mínútur. Það mark gerði Argentínumaðurinn Claudio Caniggia með skalla. Sá leikur endaði í vítaspyrnukeppni þar sem Zenga náði ekki að verja neina af spyrnum Argentínumanna sem fyrir vikið komust í úrslit. Ítalía vann svo England, 2-1, í leiknum um bronsið.Leikirnir fimm þar sem Zenga hélt hreinu voru gegn Austurríki, Tékkóslóvakíu og Bandaríkjunum í riðlinum. Svo hélt hann hreinu gegn Úrúgvæ í 16-liða úrslitum keppninnar sem og gegn Írum í átta liða úrslitunum. Magnaður árangur. Zenga, sem er orðinn 58 ára gamall í dag, átti magnaðan feril og var lengi vel talinn vera besti markvörður heims. Hann er líka almennt talinn vera einn besti markvörður allra tíma. Lungann úr ferlinum var hann hjá Inter. Kom þangað sem unglingur árið 1971 en spilaði sinn fyrsta aðalliðsleik með félaginu árið 1978. Hann stóð í marki Inter til ársins 1994 og náði að spila 328 leiki fyrir félagið. Svo fór hann í tvö ár til Sampdoria og síðasta leiktíðin á Ítalíu var hjá Padova.Zenga fagnar einu sinni sem oftar á HM 1990.vísir/gettySíðustu tvö ár ferilsins voru hjá New England Revolution í Bandaríkjunum en hanskarnir fóru upp í hillu árið 1999. Hann spilaði 58 landsleiki fyrir Ítalíu. Þann síðasta árið 1992. Í dag þjálfar hann Crotone á Ítalíu en hann hefur víða komið við á þjálfaraferli sínum sem hófst hjá New England Revolution. Hann er búinn að þjálfa í Rúmeníu, Serbíu, Tyrklandi, Sádi Arabíu og Englandi þar sem hann var til skamms tíma þjálfari Úlfanna fyrir tveimur árum síðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 16 dagar í HM: Whiteside sá yngsti til þess að spila á HM Norður-Írinn Norman Whiteside bætti met Pelé er hann varð sá yngsti til þess að spila á HM árið 1982. Hann átti þá framtíðina fyrir sér en fótboltaferillinn varð ekki eins glæstur og vonir stóðu til um. 29. maí 2018 13:00 17 dagar í HM: Þegar Keane brjálaðist og yfirgaf Íra í Saipan Undirbúningur Íra fyrir HM 2002 gleymist seint enda yfirgaf fyrirliði liðsins, Roy Keane, æfingabúðir liðsins í fússi eftir að hafa brjálast vegna skorts á fagmennsku hjá írska knattspyrnusambandinu. 28. maí 2018 11:00 22 dagar í HM: Þegar Platini hélt að liðsfélagi sinn væri dáinn Einn besti leikur í sögu HM fór fram á HM árið 1982 en hans er samt einna helst minnst fyrir líklega ljótasta brot í sögu keppninnar. 23. maí 2018 12:00 20 dagar í HM: Arabíski Maradona skoraði flottasta mark HM sem aldrei er talað um Saeed Al-Owairan réð ekki við frægðina og endaði í fangelsi en mætti samt á næsta HM. 25. maí 2018 12:30 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Villarreal - Man. City | Er hægt að hemja Haaland? Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
16 dagar í HM: Whiteside sá yngsti til þess að spila á HM Norður-Írinn Norman Whiteside bætti met Pelé er hann varð sá yngsti til þess að spila á HM árið 1982. Hann átti þá framtíðina fyrir sér en fótboltaferillinn varð ekki eins glæstur og vonir stóðu til um. 29. maí 2018 13:00
17 dagar í HM: Þegar Keane brjálaðist og yfirgaf Íra í Saipan Undirbúningur Íra fyrir HM 2002 gleymist seint enda yfirgaf fyrirliði liðsins, Roy Keane, æfingabúðir liðsins í fússi eftir að hafa brjálast vegna skorts á fagmennsku hjá írska knattspyrnusambandinu. 28. maí 2018 11:00
22 dagar í HM: Þegar Platini hélt að liðsfélagi sinn væri dáinn Einn besti leikur í sögu HM fór fram á HM árið 1982 en hans er samt einna helst minnst fyrir líklega ljótasta brot í sögu keppninnar. 23. maí 2018 12:00
20 dagar í HM: Arabíski Maradona skoraði flottasta mark HM sem aldrei er talað um Saeed Al-Owairan réð ekki við frægðina og endaði í fangelsi en mætti samt á næsta HM. 25. maí 2018 12:30