Skólameistari biður móður afsökunar vegna samskipta við Tækniskólann Birgir Olgeirsson skrifar 30. maí 2018 11:30 Leiðinlegt og asnalegt orðalag, segir skólameistarinn um orðaskipti sem rötuðu til móðurinnar. Vísir/Eyþór Skólameistari Tækniskólans hefur beðið móður afsökunar vegna samskipta hennar við skólann þar sem hún fylgdi eftir umsókn sonar síns í rafvirkjun. Kristín Cardew greindi frá því að hún hefði sent námsráðgjafa Tækniskólans í Reykjavík tölvupóst þar sem hún spurði námsráðgjafann hvort hún og sonur hennar gætu fengið viðtal til að ræða möguleika sonar hennar á að komast að í rafvirkjun þrátt fyrir að sonurinn næði ekki B í íslensku og stærðfræði í grunnskóla. Námsráðgjafinn áframsendi tölvupóst Kristínar til skólastjóra Raftækniskólans og spurði: „Á svona strákur möguleika á rafmagninu í haust?“ Kristín var með í þeim samskiptum og sá því svar skólastjórans. Svar skólastjórans var á þá leið að líkurnar væru sáralitlar því umsóknir hafi aldrei verið fleiri og hann vildi helst ekki hleypa neinum inn sem ekki hefur tilskilið lágmark. „Kennarar hafa verið að tala um að hóparnir síðastliðna önn séu mun betri en áður og ég held að það sé B krafan,“ segir í svari skólastjórans.„Óheppileg“ innanhússamskipti Kristín var afar ósátt við þessi svör og segist hafa haldið að „svona strákar“ ættu að fá inn hjá Tækniskólanum, það er nemendur sem hafa átt erfitt uppdráttar í bóklegum fögum í grunnskóla en gætu fundið sína hillu í iðnnámi.Jón B. Stefánsson, skólameistari Tækniskólans.Vísir„Ég hef haft samband við Kristínu og beðist afsökunar fyrir hönd skólans,“ segir Jón B. Stefánsson, skólameistari Tækniskólans. Hann segir orðaskipti námsráðgjafans og skólameistarans hafa verið óheppileg innanhússamskipti. „Þetta orðalag, það er „svona strákur“, það hleypir þessu af stað. Það var ekki hlaðin meining í þessu. Þetta var bara leiðinlegt og asnalegt orðalag,“ segir Jón. Hann segir alla fá viðtal hjá Tækniskólanum og að sonur Kristínar muni fá viðtal eins og aðrir.Mat grunnskólanna misjafnt Jón segir að þegar grunnskóla einkunnir eru metnar þá sé litið til þess að þær séu jafn margar og þær eru misjafnar. Þær séu metnar á skalanum A, B, C og D en það sé mismunandi eftir grunnskóla hvernig þær séu metnar. Þeir nemendur sem eru einhverra hluta vegna tæpir á umsókn geta óskað eftir viðtali hjá Tækniskólanum þar sem er farið yfir þeirra einkunnir og reynt að sjá hvar þeir standa í viðkomandi greinum. „Og það er mismunandi á milli faga þegar kemur að kröfu um stærðfræðikunnáttu og svo framvegis og svo framvegis. Grunnskólarnir eru mjög misjafnir hvernig þeir gefa fyrir og það er ekki alveg hægt að fara eftir einkunnum eins og áður. Við gerum það ekki og þess vegna ræðum við viðkomandi,“ segir Jón. Hann segir umsóknarferlinu hjá skólanum ljúka 10. júní næstkomandi og þá verður farið yfir allar umsóknir.Reyna að mæta sem flestum Hann segir ágætis ásókn í margar greinar en ekki allar eins og gengur og gerist. „Við reynum að mæta sem flestum og erum ekki með neinar fastar kröfur, heldur reynum að meta hvar viðkomandi stendur á hverjum tíma. Þannig að við erum mjög sveigjanleg þegar kemur að því,“ segir Jón. Hann segir aðsóknina við skólann hafa aukist en skólinn sé þeim takmörkunum háður að hann er með kvóta frá ráðuneytinu, eins og allir skólar, þegar kemur að því hversu mörgum nemendum hann getur tekið við. Hann segir skólann geta tekið við fleirum ef hann fengi meira fjármagn. Í sumum fögum sé hægt að hleypa fleirum inn en annars staðar ekki, það fari eftir tækjabúnaði. Skóla - og menntamál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Skólameistari Tækniskólans hefur beðið móður afsökunar vegna samskipta hennar við skólann þar sem hún fylgdi eftir umsókn sonar síns í rafvirkjun. Kristín Cardew greindi frá því að hún hefði sent námsráðgjafa Tækniskólans í Reykjavík tölvupóst þar sem hún spurði námsráðgjafann hvort hún og sonur hennar gætu fengið viðtal til að ræða möguleika sonar hennar á að komast að í rafvirkjun þrátt fyrir að sonurinn næði ekki B í íslensku og stærðfræði í grunnskóla. Námsráðgjafinn áframsendi tölvupóst Kristínar til skólastjóra Raftækniskólans og spurði: „Á svona strákur möguleika á rafmagninu í haust?“ Kristín var með í þeim samskiptum og sá því svar skólastjórans. Svar skólastjórans var á þá leið að líkurnar væru sáralitlar því umsóknir hafi aldrei verið fleiri og hann vildi helst ekki hleypa neinum inn sem ekki hefur tilskilið lágmark. „Kennarar hafa verið að tala um að hóparnir síðastliðna önn séu mun betri en áður og ég held að það sé B krafan,“ segir í svari skólastjórans.„Óheppileg“ innanhússamskipti Kristín var afar ósátt við þessi svör og segist hafa haldið að „svona strákar“ ættu að fá inn hjá Tækniskólanum, það er nemendur sem hafa átt erfitt uppdráttar í bóklegum fögum í grunnskóla en gætu fundið sína hillu í iðnnámi.Jón B. Stefánsson, skólameistari Tækniskólans.Vísir„Ég hef haft samband við Kristínu og beðist afsökunar fyrir hönd skólans,“ segir Jón B. Stefánsson, skólameistari Tækniskólans. Hann segir orðaskipti námsráðgjafans og skólameistarans hafa verið óheppileg innanhússamskipti. „Þetta orðalag, það er „svona strákur“, það hleypir þessu af stað. Það var ekki hlaðin meining í þessu. Þetta var bara leiðinlegt og asnalegt orðalag,“ segir Jón. Hann segir alla fá viðtal hjá Tækniskólanum og að sonur Kristínar muni fá viðtal eins og aðrir.Mat grunnskólanna misjafnt Jón segir að þegar grunnskóla einkunnir eru metnar þá sé litið til þess að þær séu jafn margar og þær eru misjafnar. Þær séu metnar á skalanum A, B, C og D en það sé mismunandi eftir grunnskóla hvernig þær séu metnar. Þeir nemendur sem eru einhverra hluta vegna tæpir á umsókn geta óskað eftir viðtali hjá Tækniskólanum þar sem er farið yfir þeirra einkunnir og reynt að sjá hvar þeir standa í viðkomandi greinum. „Og það er mismunandi á milli faga þegar kemur að kröfu um stærðfræðikunnáttu og svo framvegis og svo framvegis. Grunnskólarnir eru mjög misjafnir hvernig þeir gefa fyrir og það er ekki alveg hægt að fara eftir einkunnum eins og áður. Við gerum það ekki og þess vegna ræðum við viðkomandi,“ segir Jón. Hann segir umsóknarferlinu hjá skólanum ljúka 10. júní næstkomandi og þá verður farið yfir allar umsóknir.Reyna að mæta sem flestum Hann segir ágætis ásókn í margar greinar en ekki allar eins og gengur og gerist. „Við reynum að mæta sem flestum og erum ekki með neinar fastar kröfur, heldur reynum að meta hvar viðkomandi stendur á hverjum tíma. Þannig að við erum mjög sveigjanleg þegar kemur að því,“ segir Jón. Hann segir aðsóknina við skólann hafa aukist en skólinn sé þeim takmörkunum háður að hann er með kvóta frá ráðuneytinu, eins og allir skólar, þegar kemur að því hversu mörgum nemendum hann getur tekið við. Hann segir skólann geta tekið við fleirum ef hann fengi meira fjármagn. Í sumum fögum sé hægt að hleypa fleirum inn en annars staðar ekki, það fari eftir tækjabúnaði.
Skóla - og menntamál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira