Aldrei meiri hætta á flutningi fyrirtækja úr landi Konráð S. Guðjónsson skrifar 30. maí 2018 07:00 Ekki örvænta – stærstu útflutningsfyrirtæki landsins voru ekki að tilkynna um flutning úr landi. Enda hefur íslenskt efnahagslíf að sumu leyti sjaldan staðið betur, skuldsetning lítil, atvinnuleysi lítið og undirstöður samfélagsins traustar. Vandamál Íslands þessa dagana eru þar að auki sum hver lúxusvandamál, eins og hvað eigi að gera við lífeyriskerfi sem syndir í seðlum, að stærsta atvinnugreinin er ekki lengur veldisvaxandi og að það sé frekar skortur á starfsfólki en störfum. Hinar alltof oft séðu blikur sjást þó á lofti þessa dagana (eða kannski alltof oft umtöluðu?). Ein af þeim blikum er að flutningur starfsemi fyrirtækja úr landi virðist vera ógn við hagkerfið. Í nýrri samkeppnishæfniúttekt IMD viðskiptaháskólans eru stjórnendur spurðir hvort flutningur framleiðslu, rannsókna og þróunar auk þjónustu sé beinlínis ógn við hagkerfið. Í gegnum tíðina hefur Ísland yfirleitt komið ágætlega út í þeim samanburði og á árunum fyrir hrun, þegar krónan var hvað sterkust, þótti flutningur framangreindrar starfsemi lítil ógn. Síðustu misseri hefur kveðið við annan tón – innan við 10 lönd af 63 í úttekt IMD koma verr út en Ísland, sem aldrei hefur komið jafn illa út og nú.Ógn við lífskjör almennings Út frá þessu er hægt að álykta að minnsta kosti með tvennum hætti. Annars vegar að samkeppnishæfni Íslands og íslenskra fyrirtækja sé í hættu. Hins vegar að hér sé óþarfa svartsýnisraus í stjórnendum sem óttast þróunina í breyttu hagkerfi. Samkeppnishæfni Íslands fer vissulega dvínandi og í áðurnefndri úttekt IMD viðskiptaháskólans fellur Ísland um fjögur sæti niður í 24. sæti. Þar að auki eykst bilið milli Íslands og hinna Norðurlandanna, sem öll eru ofar á listanum. Við sjáum líka að álit stjórnenda á þáttum samkeppnishæfninnar hefur almennt séð lítið batnað frá 2010, þrátt fyrir gjörbreytta og betri stöðu hagkerfisins. Það virðist því sem sannleikurinn sé, eins og svo oft í lífinu, einhvers staðar á milli. Þar af leiðandi þurfum við að taka því alvarlega að samkeppnishæfni fari dvínandi og að stjórnendur meti hættuna af flutningi fyrirtækja meiri en áður. Eru þeir að horfa út frá sínum eigin hagsmunum? Örugglega að einhverju leyti. Það breytir ekki því að hagsmunir fyrirtækja fara saman við hagsæld Íslands í heild. Hagsmunir okkar allra eru að Ísland sé samkeppnishæft fyrir ýmsa atvinnustarfsemi og fjölbreytt fyrirtæki. Ekki bara vegna beinharðra peninga heldur þekkist varla að ríki búi við hæstu félagslegar framfarir og góð almenn lífsgæði á sama tíma og samkeppnishæfni er léleg. Fylgni þýðir ekki það sama og orsakasamhengi en vísbendingarnar um að samkeppnishæfni bæti lífskjör að öðru óbreyttu eru þó yfirgnæfandi. Tilraunastarfsemi til að storka því er mesta áhættuatriði sem hægt er að framkvæma gagnvart lífskjörum Íslendinga. Sígandi lukka er best Framangreint bendir eindregið til þess að sækja þarf fram og bæta samkeppnishæfni landsins. Kjarninn í því er að byggja upp hugvitsdrifinn útflutning til framtíðar og breikka þannig stoðir verðmætasköpunar. Aðgengi að fjármagni skiptir þar máli og kemur fram sem veikleiki í fjölda þátta samkeppnishæfni, til dæmis aðgengi fyrirtækja að áhættufjármagni, sem er forsenda nýsköpunar. Mannauður er enn mikilvægari og leita þarf leiða til að laða að þá erlendu sérfræðiþekkingu sem íslenskan örvinnumarkað skortir. Við þurfum líka að verja árangur yfirstandandi áratugar – þá staðreynd að tímakaup í framleiðsluiðnaði er það fimmta hæsta í úttekt IMD og atvinnuleysi það fimmta minnsta. Til þess þarf að stíga nokkuð varlega til jarðar á næstu misserum.Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Konráð S. Guðjónsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Ekki örvænta – stærstu útflutningsfyrirtæki landsins voru ekki að tilkynna um flutning úr landi. Enda hefur íslenskt efnahagslíf að sumu leyti sjaldan staðið betur, skuldsetning lítil, atvinnuleysi lítið og undirstöður samfélagsins traustar. Vandamál Íslands þessa dagana eru þar að auki sum hver lúxusvandamál, eins og hvað eigi að gera við lífeyriskerfi sem syndir í seðlum, að stærsta atvinnugreinin er ekki lengur veldisvaxandi og að það sé frekar skortur á starfsfólki en störfum. Hinar alltof oft séðu blikur sjást þó á lofti þessa dagana (eða kannski alltof oft umtöluðu?). Ein af þeim blikum er að flutningur starfsemi fyrirtækja úr landi virðist vera ógn við hagkerfið. Í nýrri samkeppnishæfniúttekt IMD viðskiptaháskólans eru stjórnendur spurðir hvort flutningur framleiðslu, rannsókna og þróunar auk þjónustu sé beinlínis ógn við hagkerfið. Í gegnum tíðina hefur Ísland yfirleitt komið ágætlega út í þeim samanburði og á árunum fyrir hrun, þegar krónan var hvað sterkust, þótti flutningur framangreindrar starfsemi lítil ógn. Síðustu misseri hefur kveðið við annan tón – innan við 10 lönd af 63 í úttekt IMD koma verr út en Ísland, sem aldrei hefur komið jafn illa út og nú.Ógn við lífskjör almennings Út frá þessu er hægt að álykta að minnsta kosti með tvennum hætti. Annars vegar að samkeppnishæfni Íslands og íslenskra fyrirtækja sé í hættu. Hins vegar að hér sé óþarfa svartsýnisraus í stjórnendum sem óttast þróunina í breyttu hagkerfi. Samkeppnishæfni Íslands fer vissulega dvínandi og í áðurnefndri úttekt IMD viðskiptaháskólans fellur Ísland um fjögur sæti niður í 24. sæti. Þar að auki eykst bilið milli Íslands og hinna Norðurlandanna, sem öll eru ofar á listanum. Við sjáum líka að álit stjórnenda á þáttum samkeppnishæfninnar hefur almennt séð lítið batnað frá 2010, þrátt fyrir gjörbreytta og betri stöðu hagkerfisins. Það virðist því sem sannleikurinn sé, eins og svo oft í lífinu, einhvers staðar á milli. Þar af leiðandi þurfum við að taka því alvarlega að samkeppnishæfni fari dvínandi og að stjórnendur meti hættuna af flutningi fyrirtækja meiri en áður. Eru þeir að horfa út frá sínum eigin hagsmunum? Örugglega að einhverju leyti. Það breytir ekki því að hagsmunir fyrirtækja fara saman við hagsæld Íslands í heild. Hagsmunir okkar allra eru að Ísland sé samkeppnishæft fyrir ýmsa atvinnustarfsemi og fjölbreytt fyrirtæki. Ekki bara vegna beinharðra peninga heldur þekkist varla að ríki búi við hæstu félagslegar framfarir og góð almenn lífsgæði á sama tíma og samkeppnishæfni er léleg. Fylgni þýðir ekki það sama og orsakasamhengi en vísbendingarnar um að samkeppnishæfni bæti lífskjör að öðru óbreyttu eru þó yfirgnæfandi. Tilraunastarfsemi til að storka því er mesta áhættuatriði sem hægt er að framkvæma gagnvart lífskjörum Íslendinga. Sígandi lukka er best Framangreint bendir eindregið til þess að sækja þarf fram og bæta samkeppnishæfni landsins. Kjarninn í því er að byggja upp hugvitsdrifinn útflutning til framtíðar og breikka þannig stoðir verðmætasköpunar. Aðgengi að fjármagni skiptir þar máli og kemur fram sem veikleiki í fjölda þátta samkeppnishæfni, til dæmis aðgengi fyrirtækja að áhættufjármagni, sem er forsenda nýsköpunar. Mannauður er enn mikilvægari og leita þarf leiða til að laða að þá erlendu sérfræðiþekkingu sem íslenskan örvinnumarkað skortir. Við þurfum líka að verja árangur yfirstandandi áratugar – þá staðreynd að tímakaup í framleiðsluiðnaði er það fimmta hæsta í úttekt IMD og atvinnuleysi það fimmta minnsta. Til þess þarf að stíga nokkuð varlega til jarðar á næstu misserum.Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar