Danir koma með sigur inn á HM og Spánn getur ekki tapað Anton Ingi Leifsson skrifar 9. júní 2018 20:55 Danmörk fagnar einu af tveimur mörkum sínum í kvöld. vísir/getty Danir unnu 2-0 sigur á Mexíkó í síðasta vináttulandsleik liðana áður en þau halda til Rússlands á HM í knattspyrnu. Leikið var á heimavelli Bröndby í kvöld en fyrsta markið lét bíða eftir sér. Það kom ekki fyrr en á 71. mínútu er Yussuf Poulsen kom heimamönnum yfir. Christian Eriksen tvöfaldaði svo forystuna þremur mínútum síðar og Danir fara með 2-0 sigur á bakinu inn á HM. Þar eru þeir í riðli með Perú, Ástralíu og Frakklandi en þeir hefja leik gegn Perú á laugardaginn eftir viku. Mexíkó er í riðli með Þýskalandi, Svíþóð og Suður-Kóreu en þeir hefja leik á þjóðhátíðardag Íslendinga, 17. júní. Þá leika þeir gegn Þjóðverjum, ríkjandi heimsmeisturum. Svíþjóð mistókst að skora gegn Perú á heimavelli í kvöld en liðin eru að leika sína síðustu vináttulandsleiki fyrir HM. Leikið var á Gamla Ullevi fyrir framan rúmlega 30 þúsund manns. Spánn marði sigur á Túnis en leikið var í Rússlandi í dag. Iago Aspas skoraði eina mark leiksins fimm mínútum fyrir leikslok en Spánverjar eru með Portúgölum, Marókkó og Íran í riðli. Spánverjar hafa nú farið í gegnum tuttugu leiki án ósigurs og eru þeir með flesta leiki án ósigurs af öllum landsliðum heims. Næst koma Belgía og Marokkó með átján. Túnis er í riðli með Belgíu, Panama og Englandi en þeir hefja leik eftir rúma viku, eða mánudaginn átjánda júní. Þeir spila fyrst við England en Spánverjar byrja gegn Portúgölum á föstudaginn. Frakkland gerðu jafntefli við Bandaríkjamenn, 1-1. Bandaríkin komst yfir með marki frá Julian Green en Frakkar höfðu aldrei fengið á sig mark gegn Bandaríkjunum fyrr en nú. Kylian Mbappe náði þó að jafna áður en yfir lauk. Frakkar eru með Ástralíu, Perú og Danmörku í riðli eins og segir hér að ofan en Frakkarnir byrja á því að mæta Áströlum 16. júní.ESP 1-0 TUN (FT) - Spain has 20 consecutive games without losing. It is the best winning streak of any team in the world (Belgium and Morocco have 18 and Denmark and Peru have 15).— MisterChip (English) (@MisterChiping) June 9, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira
Danir unnu 2-0 sigur á Mexíkó í síðasta vináttulandsleik liðana áður en þau halda til Rússlands á HM í knattspyrnu. Leikið var á heimavelli Bröndby í kvöld en fyrsta markið lét bíða eftir sér. Það kom ekki fyrr en á 71. mínútu er Yussuf Poulsen kom heimamönnum yfir. Christian Eriksen tvöfaldaði svo forystuna þremur mínútum síðar og Danir fara með 2-0 sigur á bakinu inn á HM. Þar eru þeir í riðli með Perú, Ástralíu og Frakklandi en þeir hefja leik gegn Perú á laugardaginn eftir viku. Mexíkó er í riðli með Þýskalandi, Svíþóð og Suður-Kóreu en þeir hefja leik á þjóðhátíðardag Íslendinga, 17. júní. Þá leika þeir gegn Þjóðverjum, ríkjandi heimsmeisturum. Svíþjóð mistókst að skora gegn Perú á heimavelli í kvöld en liðin eru að leika sína síðustu vináttulandsleiki fyrir HM. Leikið var á Gamla Ullevi fyrir framan rúmlega 30 þúsund manns. Spánn marði sigur á Túnis en leikið var í Rússlandi í dag. Iago Aspas skoraði eina mark leiksins fimm mínútum fyrir leikslok en Spánverjar eru með Portúgölum, Marókkó og Íran í riðli. Spánverjar hafa nú farið í gegnum tuttugu leiki án ósigurs og eru þeir með flesta leiki án ósigurs af öllum landsliðum heims. Næst koma Belgía og Marokkó með átján. Túnis er í riðli með Belgíu, Panama og Englandi en þeir hefja leik eftir rúma viku, eða mánudaginn átjánda júní. Þeir spila fyrst við England en Spánverjar byrja gegn Portúgölum á föstudaginn. Frakkland gerðu jafntefli við Bandaríkjamenn, 1-1. Bandaríkin komst yfir með marki frá Julian Green en Frakkar höfðu aldrei fengið á sig mark gegn Bandaríkjunum fyrr en nú. Kylian Mbappe náði þó að jafna áður en yfir lauk. Frakkar eru með Ástralíu, Perú og Danmörku í riðli eins og segir hér að ofan en Frakkarnir byrja á því að mæta Áströlum 16. júní.ESP 1-0 TUN (FT) - Spain has 20 consecutive games without losing. It is the best winning streak of any team in the world (Belgium and Morocco have 18 and Denmark and Peru have 15).— MisterChip (English) (@MisterChiping) June 9, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira