Strákarnir okkar komnir til Rússlands Kolbeinn Tumi Daðason í Gelindzhik skrifar 9. júní 2018 17:21 Landsliðshópurinn mættur til Rússlands. Vísir/Vilhelm Flugvél Icelandair með landsliðsmenn Íslands innanborðs lenti á flugvellinum í Gelindzhik um korter yfir fimm að íslenskum tíma, korter yfir átta að staðartíma eftir tæplega sex tíma flug frá Keflavík. Flugið frá Íslandi gekk vel. Leikmenn og aðrir farþegar gátu valið á milli piri piri kjúklingasalats og nautalundar í matinn. Lax var í forrétt og Omnomm súkkulaðifrauð í eftirrétt. Flestir skiptu úr nýju sérsaumuðu jakkafötunum frá Herragarðinum og yfir í þægilegri fatnað á meðan á fluginu stóð til að sem best færi um þá. Þegar styttist í lendingu fundu menn svo jakkafötin aftur svo þeir voru í sínu fínasta pússi þegar gengið var frá borði. Flugstjóri var Guðmundur Gíslason og bauð hann farþega velkomna fram í vél til að ræða málin ef svo bar undir. Þá óskaði hann liðinu góðs gengis og það sama gerðu flugfreyjur Icelandair við lendingu. Hópurinn bíður eftir að fara upp í rútuna sem flytur þá á hótelið. Vísir/VilhelmFyrst frá borði voru Guðni Bergsson, formaður KSÍ, Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ og Magnús Gylfason, formaður landsliðsnefndar. Í kjölfarið komu Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari. Þar á eftir aðrir leikmenn og svo starfsfólk KSÍ. Þegar út var komið ræddu þeir Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson við rússneska fjölmiðla. Því næst fór hópurinn í rútu sem fer með þá á hótel. Guðni Bergsson sagði í samtali við Stöð 2 ferðalagið hafa verið ánægjulegt. Guðni, landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi, sagðist vissulega vilja vera í því hlutverki að vera að fara að spila á mótinu en þetta væri það besta í stöðunni. Að myndatöku lokinni héldu landsliðsmenn upp í rútu merkta íslenska liðinu í bak og fyrir og ekið var áleiðis á hótel liðsins. Á morgun er á dagskrá opin æfing hjá íslenska liðinu hér í Gelindzhik þar sem von er á nokkur hundruð manns.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Flugvél Icelandair með landsliðsmenn Íslands innanborðs lenti á flugvellinum í Gelindzhik um korter yfir fimm að íslenskum tíma, korter yfir átta að staðartíma eftir tæplega sex tíma flug frá Keflavík. Flugið frá Íslandi gekk vel. Leikmenn og aðrir farþegar gátu valið á milli piri piri kjúklingasalats og nautalundar í matinn. Lax var í forrétt og Omnomm súkkulaðifrauð í eftirrétt. Flestir skiptu úr nýju sérsaumuðu jakkafötunum frá Herragarðinum og yfir í þægilegri fatnað á meðan á fluginu stóð til að sem best færi um þá. Þegar styttist í lendingu fundu menn svo jakkafötin aftur svo þeir voru í sínu fínasta pússi þegar gengið var frá borði. Flugstjóri var Guðmundur Gíslason og bauð hann farþega velkomna fram í vél til að ræða málin ef svo bar undir. Þá óskaði hann liðinu góðs gengis og það sama gerðu flugfreyjur Icelandair við lendingu. Hópurinn bíður eftir að fara upp í rútuna sem flytur þá á hótelið. Vísir/VilhelmFyrst frá borði voru Guðni Bergsson, formaður KSÍ, Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ og Magnús Gylfason, formaður landsliðsnefndar. Í kjölfarið komu Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari. Þar á eftir aðrir leikmenn og svo starfsfólk KSÍ. Þegar út var komið ræddu þeir Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson við rússneska fjölmiðla. Því næst fór hópurinn í rútu sem fer með þá á hótel. Guðni Bergsson sagði í samtali við Stöð 2 ferðalagið hafa verið ánægjulegt. Guðni, landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi, sagðist vissulega vilja vera í því hlutverki að vera að fara að spila á mótinu en þetta væri það besta í stöðunni. Að myndatöku lokinni héldu landsliðsmenn upp í rútu merkta íslenska liðinu í bak og fyrir og ekið var áleiðis á hótel liðsins. Á morgun er á dagskrá opin æfing hjá íslenska liðinu hér í Gelindzhik þar sem von er á nokkur hundruð manns.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira