Miklar skemmdir hafa verið á húsum í kjölfar óveðurs sem fór yfir Adríahafsströnd Svartfjallalands í morgun, þetta kemur fram á vef AP.
Tugir húsa hafa orðið fyrir skemmdum og stór svæði við Kotor flóa eru rafmagnslaus. Nokkrar skemmdir urðu á bílum á götum úti og einnig á tveimur flugvélum á flugvelli svæðisins.
Miklar skemmdir urðu á sjúkrahúsi svæðisins en hluti þaks byggingarinnar fauk ásamt því að fjöldi glugga varð veðrinu að bráð.
Óveðrin á Balkanskaganum hafa einnig skollið á Slóveníu, Króatíu og Bosníu

