Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Samúel Karl Ólason skrifar 9. júní 2018 14:48 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í Kanada í dag. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. Trump er sagður hafa haldið reiðilestur yfir öðrum fundargestum um það hve illa þeir kæmu fram við Bandaríkin. Starfsmaður forsetaembættis Frakklands sagði blaðamönnum að reiðilestur Trump hefði verið frekar óhefðbundinn en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefði svarað honum „kurteisislega en með ákveðnum hætti og komið sjónarmiði Evrópu á framfæri.Eftir fundinn hélt Trump ræðu þar sem hann kvartaði meðal annars yfir óhæfi fyrrverandi leiðtoga Bandaríkjanna og því að Rússum hefði verið vikið úr G8, eins og ríkin voru kölluð á árum áður. Í ræðu sinni í dag hrósaði Trump hinum leiðtogunum fyrir „brjálaða“ samninga sem þeim hafi tekist að gera við Bandaríkin. Hann sagðist ekki kenna þeim um að þeir hefðu grætt svo vel á Bandaríkjunum því það væri fyrrverandi leiðtogum Bandaríkjanna að kenna. „Við erum eins og sparibaukur sem allir eru að ræna úr. Það hættir núna,“ sagði Trump og bætti við að ef það myndi ekki hætta myndu Bandaríkin hætta viðskiptum við þessi ríki, helstu bandamenn Bandaríkjanna um áraraðir. Trump sagði að hann vildi helst að allir tollar yrðu lagðir niður, þó hann hafi ítrekað lýst sig andsnúinn fríverslunarsamningum.Mætti seint og fer snemma Trump mætti of seint á fyrsta fund dagsins í dag sem sneri að jafnrétti kynjanna. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hóf fundinn þó áður en Trump mætti og í opnunarræðu sinni gerði hann létt grín að seinleika bandaríska forsetans. Þá mun Trump fara snemma af fundinum í dag, áður en tvo málefni verða tekin fyrir. Þau málefni eru loftslagsbreytingar og verndun hafsins.Réttast að hleypa Rússum aftur inn Þegar Trump ræddi um Rússland sagði hann að „eitthvað hefði gerst“ sem leiddi til þess að Rússum var vikið úr G8. Réttast væri að hleypa þeim inn aftur. Aðrir leiðtogar G7 ríkjanna hafa lýst því yfir að þeir séu á móti því að hleypa Rússum aftur inn. Blaðamaður Politico benti honum síðan á að „eitthvað“ hefði verið innlimun Rússa á Krímskaga frá Úkraínu og spurði Trump hvort að hann ætlaði sér að viðurkenna með opinberum hætti að Kímskagi væri hluti af Rússlandi. Þá svaraði Trump að blaðamaðurinn þyrfti að spyrja Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, að því. Hann hefði leyft Rússum að taka Krímskaga. Trump sagðist vilja hleypa Rússum inn í G8 án þess að skila Krímskaga. Trump endaði fundinn á því að kvarta yfir fjölmiðlum og sagði þá flesta vera einstaklega óheiðarlega, áður en hann þakkaði fjölmiðlafólkinu fyrir og fór. Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Tengdar fréttir Ríkisbubbinn með heiminn á móti sér Donald Trump fæddist inn í mikið ríkidæmi og er einn af valdamestu mönnum heims, ef ekki sá valdamesti. Þrátt fyrir það dregur hann ítrekað upp mynd af sjálfum sér sem fórnarlambi og heimurinn sé allur á móti honum. 4. júní 2018 14:30 Trump vill Rússa aftur inn í G7 Hópurinn var á árum áður kallaður G8 en Rússum var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. 8. júní 2018 13:10 Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. 7. júní 2018 10:43 Verða að vera kurteis við Trump Leiðtogar G7 ríkjanna mun beita Trump þrýstingi vegna tolla sem hann hefur sett á innflutning málma frá Kanda og Evrópu en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir kurteisi nauðsynlega til að fá Trump til að skipta um skoðun. 7. júní 2018 15:36 Merkel býst við deilum á G7 fundi Að mestu má rekja þessar áhyggjur hennar til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og skoðana hans á alþjóðaviðskiptum, loftlagsbreytingum og varnarmála. 6. júní 2018 13:28 Spennuþrunginn G-7 leiðtogafundur í Quebec Litlir kærleikar voru með sex leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims og forseta Bandaríkjanna í upphafi fundar þeirra í Quebec í Kanada í dag. 8. júní 2018 19:30 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. Trump er sagður hafa haldið reiðilestur yfir öðrum fundargestum um það hve illa þeir kæmu fram við Bandaríkin. Starfsmaður forsetaembættis Frakklands sagði blaðamönnum að reiðilestur Trump hefði verið frekar óhefðbundinn en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefði svarað honum „kurteisislega en með ákveðnum hætti og komið sjónarmiði Evrópu á framfæri.Eftir fundinn hélt Trump ræðu þar sem hann kvartaði meðal annars yfir óhæfi fyrrverandi leiðtoga Bandaríkjanna og því að Rússum hefði verið vikið úr G8, eins og ríkin voru kölluð á árum áður. Í ræðu sinni í dag hrósaði Trump hinum leiðtogunum fyrir „brjálaða“ samninga sem þeim hafi tekist að gera við Bandaríkin. Hann sagðist ekki kenna þeim um að þeir hefðu grætt svo vel á Bandaríkjunum því það væri fyrrverandi leiðtogum Bandaríkjanna að kenna. „Við erum eins og sparibaukur sem allir eru að ræna úr. Það hættir núna,“ sagði Trump og bætti við að ef það myndi ekki hætta myndu Bandaríkin hætta viðskiptum við þessi ríki, helstu bandamenn Bandaríkjanna um áraraðir. Trump sagði að hann vildi helst að allir tollar yrðu lagðir niður, þó hann hafi ítrekað lýst sig andsnúinn fríverslunarsamningum.Mætti seint og fer snemma Trump mætti of seint á fyrsta fund dagsins í dag sem sneri að jafnrétti kynjanna. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hóf fundinn þó áður en Trump mætti og í opnunarræðu sinni gerði hann létt grín að seinleika bandaríska forsetans. Þá mun Trump fara snemma af fundinum í dag, áður en tvo málefni verða tekin fyrir. Þau málefni eru loftslagsbreytingar og verndun hafsins.Réttast að hleypa Rússum aftur inn Þegar Trump ræddi um Rússland sagði hann að „eitthvað hefði gerst“ sem leiddi til þess að Rússum var vikið úr G8. Réttast væri að hleypa þeim inn aftur. Aðrir leiðtogar G7 ríkjanna hafa lýst því yfir að þeir séu á móti því að hleypa Rússum aftur inn. Blaðamaður Politico benti honum síðan á að „eitthvað“ hefði verið innlimun Rússa á Krímskaga frá Úkraínu og spurði Trump hvort að hann ætlaði sér að viðurkenna með opinberum hætti að Kímskagi væri hluti af Rússlandi. Þá svaraði Trump að blaðamaðurinn þyrfti að spyrja Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, að því. Hann hefði leyft Rússum að taka Krímskaga. Trump sagðist vilja hleypa Rússum inn í G8 án þess að skila Krímskaga. Trump endaði fundinn á því að kvarta yfir fjölmiðlum og sagði þá flesta vera einstaklega óheiðarlega, áður en hann þakkaði fjölmiðlafólkinu fyrir og fór.
Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Tengdar fréttir Ríkisbubbinn með heiminn á móti sér Donald Trump fæddist inn í mikið ríkidæmi og er einn af valdamestu mönnum heims, ef ekki sá valdamesti. Þrátt fyrir það dregur hann ítrekað upp mynd af sjálfum sér sem fórnarlambi og heimurinn sé allur á móti honum. 4. júní 2018 14:30 Trump vill Rússa aftur inn í G7 Hópurinn var á árum áður kallaður G8 en Rússum var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. 8. júní 2018 13:10 Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. 7. júní 2018 10:43 Verða að vera kurteis við Trump Leiðtogar G7 ríkjanna mun beita Trump þrýstingi vegna tolla sem hann hefur sett á innflutning málma frá Kanda og Evrópu en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir kurteisi nauðsynlega til að fá Trump til að skipta um skoðun. 7. júní 2018 15:36 Merkel býst við deilum á G7 fundi Að mestu má rekja þessar áhyggjur hennar til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og skoðana hans á alþjóðaviðskiptum, loftlagsbreytingum og varnarmála. 6. júní 2018 13:28 Spennuþrunginn G-7 leiðtogafundur í Quebec Litlir kærleikar voru með sex leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims og forseta Bandaríkjanna í upphafi fundar þeirra í Quebec í Kanada í dag. 8. júní 2018 19:30 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Sjá meira
Ríkisbubbinn með heiminn á móti sér Donald Trump fæddist inn í mikið ríkidæmi og er einn af valdamestu mönnum heims, ef ekki sá valdamesti. Þrátt fyrir það dregur hann ítrekað upp mynd af sjálfum sér sem fórnarlambi og heimurinn sé allur á móti honum. 4. júní 2018 14:30
Trump vill Rússa aftur inn í G7 Hópurinn var á árum áður kallaður G8 en Rússum var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. 8. júní 2018 13:10
Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. 7. júní 2018 10:43
Verða að vera kurteis við Trump Leiðtogar G7 ríkjanna mun beita Trump þrýstingi vegna tolla sem hann hefur sett á innflutning málma frá Kanda og Evrópu en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir kurteisi nauðsynlega til að fá Trump til að skipta um skoðun. 7. júní 2018 15:36
Merkel býst við deilum á G7 fundi Að mestu má rekja þessar áhyggjur hennar til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og skoðana hans á alþjóðaviðskiptum, loftlagsbreytingum og varnarmála. 6. júní 2018 13:28
Spennuþrunginn G-7 leiðtogafundur í Quebec Litlir kærleikar voru með sex leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims og forseta Bandaríkjanna í upphafi fundar þeirra í Quebec í Kanada í dag. 8. júní 2018 19:30
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent