Argentína, fyrstu mótherjar íslenska landsliðsins á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi, ætla ekki að taka neina áhættu með mat sem heimaþjóðin hefur upp á að bjóða.
Með í för argentíska landsliðsins eru um þrjú tonn af matvælum en kokkar liðsins eru þegar komnir til landsins.
Sjá einnig:Tveir kokkar fylgja landsliðinu til Rússlands
Íslenski hópurinn mun aðallega treysta á þau matvæli sem Rússland hefur upp á að bjóða.
„Það eru strangar reglur um flutning á matvælum á milli landa en það er óvenjulega strangt ástand núna útaf þessu viðskiptabanni,“ sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, fyrir skömmu.
Argentíski hópurinn verður staðsettur í bænum Bronnitsy, í um 40 kílómetra fjarlægð frá Moskvu, þar sem leikur Argentínu og Íslands fer fram.
Argentínska landsliðið flytur þrjú tonn af matvælum til Rússlands
Einar Sigurvinsson skrifar

Mest lesið

Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn



Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti


„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“
Körfubolti

Þorleifur snýr heim í Breiðablik
Íslenski boltinn

Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar
Formúla 1
