Það var ekki mikil veislan sem beið strákanna þegar að þeir mættu fyrst í Leifsstöð en partíið byrjaði þegar að niður var komið þar sem að flugvélin beið.
Þar var búið að kalla út allt tiltækt lið til að kveðja strákana með pompi og prakt en að sjálfsögðu var sungið Ég er kominn heim og íslenska fánanum veifað í gríð og erg.
Hér að neðan má sjá stemninguna þegar að strákarnir komu á neðri hæðina í Leifsstöð og fengu alvöru kveðjuveislu.
Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.