Stóraukin aðsókn samhliða áhyggjum af atvinnuleysi Sighvatur skrifar 9. júní 2018 08:00 „Við þurfum að segja skilið við 20. öldina þegar kemur að atvinnuuppbyggingu,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, en hún hefur áhyggjur af langtímaatvinnuleysi háskólamenntaðra. Rúmlega þrjú þúsund manns verða brautskráðir úr háskólum landsins núna í júní en heildarfjöldi brautskráðra hefur vaxið umtalsvert á síðustu árum. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær fjölgaði umsóknum um háskólanám mikið milli ára vegna breytinga á fyrirkomulagi náms til stúdentsprófa. Samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun voru rúmlega 1.100 háskólamenntaðir einstaklingar á atvinnuleysisskrá í mars. Þar af höfðu 469 verið án atvinnu lengur en sex mánuði. Þórunn segir að fjöldi háskólamenntaðra á atvinnuleysisskrá hafi ekki minnkað undanfarin misseri. Nú sé svo komið að háskólamenntaðir séu um fjórðungur allra á atvinnuleysisskrá. Það sé tiltölulega ný staða á vinnumarkaði. Töluverð fjölgun varð í háskólum landsins í kjölfar hrunsins. „Við vitum ekki hvaða áhrif eftirmál hrunsins hafa haft. Það eru fleiri sem sækja sér háskólamenntun sem er í sjálfu sér hið besta mál. Hins vegar virðast hvorki vinnumarkaðurinn né umgjörð efnahagslífsins viðbúin þessum breytingum.“ Þórunn segir ekkert benda til að stjórnvöld eða aðrir séu að búa sig undir að stíga inn í 21. öldina. „Við þurfum að fara að gera eins og aðrar þjóðir sem hafa virkjað hugvit og mannauð með öðrum hætti en við höfum gert. Við auglýsum eftir því að hér verði tekin stefna á framtíðina.“ Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, segir stöðu þeirra sem brautskrifast úr háskólum nú í júní ekki verða skýra fyrr en í haust. „Sumartíminn er góður þar sem margir fá vinnu við sumarafleysingar. Svo eru ákveðnar greinar þar sem framboð starfa er meira, sérstaklega heilbrigðis- og tæknigreinar.“ Unnur segir vandamálið að störfum fyrir háskólamenntaða fjölgi ekki nógu hratt. „Þetta er hópur sem er lengur að finna sér vinnu við hæfi. Vöxturinn hefur verið aðallega í ferðamanna- og byggingariðnaði og það eru mest störf sem gera ekki miklar kröfur um menntun.“ Vinnumálastofnun býr yfir sérstöku úrræði sem felst í því að fyrirtæki og stofnanir geta ráðið starfsfólk af atvinnuleysisskrá og fengið styrk á móti. Unnur segir að þetta úrræði hafi verið auglýst sérstaklega með áherslu á háskólamenntaða. „Úrræðið hefur reynst vel í gegnum tíðina og við vildum láta vita af þeim mannauði sem væri fyrir hendi. Okkur hafa borist 72 laus störf og er þegar búið að ráða í um 40 þeirra.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Við þurfum að segja skilið við 20. öldina þegar kemur að atvinnuuppbyggingu,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, en hún hefur áhyggjur af langtímaatvinnuleysi háskólamenntaðra. Rúmlega þrjú þúsund manns verða brautskráðir úr háskólum landsins núna í júní en heildarfjöldi brautskráðra hefur vaxið umtalsvert á síðustu árum. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær fjölgaði umsóknum um háskólanám mikið milli ára vegna breytinga á fyrirkomulagi náms til stúdentsprófa. Samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun voru rúmlega 1.100 háskólamenntaðir einstaklingar á atvinnuleysisskrá í mars. Þar af höfðu 469 verið án atvinnu lengur en sex mánuði. Þórunn segir að fjöldi háskólamenntaðra á atvinnuleysisskrá hafi ekki minnkað undanfarin misseri. Nú sé svo komið að háskólamenntaðir séu um fjórðungur allra á atvinnuleysisskrá. Það sé tiltölulega ný staða á vinnumarkaði. Töluverð fjölgun varð í háskólum landsins í kjölfar hrunsins. „Við vitum ekki hvaða áhrif eftirmál hrunsins hafa haft. Það eru fleiri sem sækja sér háskólamenntun sem er í sjálfu sér hið besta mál. Hins vegar virðast hvorki vinnumarkaðurinn né umgjörð efnahagslífsins viðbúin þessum breytingum.“ Þórunn segir ekkert benda til að stjórnvöld eða aðrir séu að búa sig undir að stíga inn í 21. öldina. „Við þurfum að fara að gera eins og aðrar þjóðir sem hafa virkjað hugvit og mannauð með öðrum hætti en við höfum gert. Við auglýsum eftir því að hér verði tekin stefna á framtíðina.“ Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, segir stöðu þeirra sem brautskrifast úr háskólum nú í júní ekki verða skýra fyrr en í haust. „Sumartíminn er góður þar sem margir fá vinnu við sumarafleysingar. Svo eru ákveðnar greinar þar sem framboð starfa er meira, sérstaklega heilbrigðis- og tæknigreinar.“ Unnur segir vandamálið að störfum fyrir háskólamenntaða fjölgi ekki nógu hratt. „Þetta er hópur sem er lengur að finna sér vinnu við hæfi. Vöxturinn hefur verið aðallega í ferðamanna- og byggingariðnaði og það eru mest störf sem gera ekki miklar kröfur um menntun.“ Vinnumálastofnun býr yfir sérstöku úrræði sem felst í því að fyrirtæki og stofnanir geta ráðið starfsfólk af atvinnuleysisskrá og fengið styrk á móti. Unnur segir að þetta úrræði hafi verið auglýst sérstaklega með áherslu á háskólamenntaða. „Úrræðið hefur reynst vel í gegnum tíðina og við vildum láta vita af þeim mannauði sem væri fyrir hendi. Okkur hafa borist 72 laus störf og er þegar búið að ráða í um 40 þeirra.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent