90 grömm setja allt á hvolf í millivigtinni Pétur Marinó Jónsson skrifar 9. júní 2018 14:30 Yoel Romero of þungur. Vísir/Getty UFC 225 fer fram í kvöld þar sem þeir Yoel Romero og Robert Whittaker mætast í aðalbardaga kvöldsins. Romero var 90 grömmum of þungur í vigtuninni í gær og setur það millivigtina mögulega í snúna stöðu. Mikill óstöðugleiki hefur verið í millivigtinni undanfarin tvö ár. Síðan Michael Bisping varð óvænt meistari eftir sigur á Luke Rockhold hefur skort stöðugleika í millivigtinni. Bisping var ekkert á því að verja beltið gegn réttmætum áskorendum og mætti þess í stað eldgömlum Dan Henderson og Georges St. Pierre. Áður en Bisping tapaði beltinu varð Robert Whittaker bráðabirgðarmeistari í millivigt eftir sigur á Yoel Romero. Georges St. Pierre vann svo alvöru titilinn af Bisping en lét hann af hendi þar sem hann sá ekki fram á að berjast í millivigt í framtíðinni. Whittaker var þar af leiðandi gerður að alvöru meistara í millivigt. Hans fyrsta titilvörn átti svo að vera í febrúar gegn Luke Rockhold. Því miður meiddist Whittaker og kom Yoel Romero í hans stað. Þeir Rockhold og Romero áttu að mætast um bráðabirgðarbeltið en þegar Romero mistókst að ná tilsettri þyngd var enginn titill í boði fyrir Romero heldur aðeins fyrir Rockhold. Yoel Romero endaði svo á að sigra Rockhold og fékk titilbardaga gegn Whittaker. Sá bardagi fer fram í kvöld en verður ekki titilbardagi eins og til stóð. Í annað sinn í röð nær Romero ekki tilsettri þyngd í millivigt og verður því ekkert belti í aðalbardaga kvöldsins. Romero var 90 grömmum of þungur í vigtuninni í gær. Upphaflega var hann 186 pund en þurfti að vera 185 pund til að titilbardaginn gæti farið fram. Hann vigtaði sig inn aftur klukkutíma síðar og var þá 185,2 pund. Sama hvernig fer mun Whittaker halda millivigtartitlinum og getur Romero ekki orðið meistari. Staðan yrði þó augljóslega mjög snúin enn á ný í millivigtinni ef Romero myndi sigra Whittaker án þess að fá nokkurn titil - allt vegna aðeins 90 gramma. Whittaker vann þó er þeir mættust í fyrra og spurning hvort hann geti endurtekið leikinn í ár. Fyrri bardaginn var frábær og gríðarlega jafn og eiga aðdáendur von á góðu ef bardaginn í kvöld verður í sama gæðaflokki. UFC 225 verður sýnt á Stöð 2 Sport í kvöld en útsending hefst kl. 2 MMA Tengdar fréttir Colby: Slæmir strákar vinna alltaf í lífinu Hataðasti maðurinn í UFC, Colby Covington, er ekkert hættur að rífa kjaft og það stendur heldur ekki til að draga úr látunum á næstunni. 7. júní 2018 11:30 Colby: Fólkið í Brasilíu vill að RDA drepi mig Bardagavikan fyrir stærsta bardagakvöld ársins hjá UFC er hafin. Þá verða rosalegir bardagar á dagskránni. 5. júní 2018 14:00 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Sjá meira
UFC 225 fer fram í kvöld þar sem þeir Yoel Romero og Robert Whittaker mætast í aðalbardaga kvöldsins. Romero var 90 grömmum of þungur í vigtuninni í gær og setur það millivigtina mögulega í snúna stöðu. Mikill óstöðugleiki hefur verið í millivigtinni undanfarin tvö ár. Síðan Michael Bisping varð óvænt meistari eftir sigur á Luke Rockhold hefur skort stöðugleika í millivigtinni. Bisping var ekkert á því að verja beltið gegn réttmætum áskorendum og mætti þess í stað eldgömlum Dan Henderson og Georges St. Pierre. Áður en Bisping tapaði beltinu varð Robert Whittaker bráðabirgðarmeistari í millivigt eftir sigur á Yoel Romero. Georges St. Pierre vann svo alvöru titilinn af Bisping en lét hann af hendi þar sem hann sá ekki fram á að berjast í millivigt í framtíðinni. Whittaker var þar af leiðandi gerður að alvöru meistara í millivigt. Hans fyrsta titilvörn átti svo að vera í febrúar gegn Luke Rockhold. Því miður meiddist Whittaker og kom Yoel Romero í hans stað. Þeir Rockhold og Romero áttu að mætast um bráðabirgðarbeltið en þegar Romero mistókst að ná tilsettri þyngd var enginn titill í boði fyrir Romero heldur aðeins fyrir Rockhold. Yoel Romero endaði svo á að sigra Rockhold og fékk titilbardaga gegn Whittaker. Sá bardagi fer fram í kvöld en verður ekki titilbardagi eins og til stóð. Í annað sinn í röð nær Romero ekki tilsettri þyngd í millivigt og verður því ekkert belti í aðalbardaga kvöldsins. Romero var 90 grömmum of þungur í vigtuninni í gær. Upphaflega var hann 186 pund en þurfti að vera 185 pund til að titilbardaginn gæti farið fram. Hann vigtaði sig inn aftur klukkutíma síðar og var þá 185,2 pund. Sama hvernig fer mun Whittaker halda millivigtartitlinum og getur Romero ekki orðið meistari. Staðan yrði þó augljóslega mjög snúin enn á ný í millivigtinni ef Romero myndi sigra Whittaker án þess að fá nokkurn titil - allt vegna aðeins 90 gramma. Whittaker vann þó er þeir mættust í fyrra og spurning hvort hann geti endurtekið leikinn í ár. Fyrri bardaginn var frábær og gríðarlega jafn og eiga aðdáendur von á góðu ef bardaginn í kvöld verður í sama gæðaflokki. UFC 225 verður sýnt á Stöð 2 Sport í kvöld en útsending hefst kl. 2
MMA Tengdar fréttir Colby: Slæmir strákar vinna alltaf í lífinu Hataðasti maðurinn í UFC, Colby Covington, er ekkert hættur að rífa kjaft og það stendur heldur ekki til að draga úr látunum á næstunni. 7. júní 2018 11:30 Colby: Fólkið í Brasilíu vill að RDA drepi mig Bardagavikan fyrir stærsta bardagakvöld ársins hjá UFC er hafin. Þá verða rosalegir bardagar á dagskránni. 5. júní 2018 14:00 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Sjá meira
Colby: Slæmir strákar vinna alltaf í lífinu Hataðasti maðurinn í UFC, Colby Covington, er ekkert hættur að rífa kjaft og það stendur heldur ekki til að draga úr látunum á næstunni. 7. júní 2018 11:30
Colby: Fólkið í Brasilíu vill að RDA drepi mig Bardagavikan fyrir stærsta bardagakvöld ársins hjá UFC er hafin. Þá verða rosalegir bardagar á dagskránni. 5. júní 2018 14:00